Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 34
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. mynd. Brot úr potti, lík-
lega af baltneskum uppruna,
frá 12.-13. öld, semfundust
í Viðey (V-55552 o.fl.). -
Potsherds, probably of Baltic
origin, of 12th-13th century
date,found on Viðey.
kervegginn innan frá og stimpill notaður til að mynda hindberjaskraut
utan á. Oðrum megin við þetta upphleypta skraut er grunn rák þvert yfir
belginn. Talið er líklegast að brotið sé upprunnið í Hollandi (brot svipað
þessu og greint þannig fannst t.d. í Björgvin), en það gæti líka verið enskt.
Einnig í Viðcy fundust í miðaldaskálanum brot úr leirkeri (V-55552 o.fl.,
mynd 6) af frumstæðri gerð, það eina sem vitað er um af þessari tegund á
Islandi. Leirinn er dökkur, grófur og fullur af maríugleri (mica). Sá mögu-
leiki læddist að mér að hér gæti verið komið fyrsta heimagerða leirkerið á
Islandi, en maríuglerið bendir til þess að um erlent efni sé að ræða. Eitt
brotið er barmbrot, sem sveigist aðeins út. Ofan í barminn er stungið
skraut, og samskonar skraut er á öðru broti sem virðist vera úr hálsi kersins.
Líklegast þykir að uppruna þessara brota sé að leita á baltneska svæðinu,
sunnan Eystrasaltsins. Brot þaðan og af svipaðri tegund hafa fundist bæði
í Danmörku og Lödöse í Svíþjóð, og eru þar tímasett til 12. og 13. aldar.
Annað gráleirsbrot frá miðöldum fannst í Kúabót í Álftaveri (KÚB 3114,
mynd 7), sem fór í eyði á 15. öld. Gráleirsker voru framleidd í Skandina-
víu allt frá miðöldum fram á þessa öld, en Kúabótarbrotið er ekki skandina-
vískt. Það er svartmálað báðum megin, kerveggurinn er bylgjóttur og er
brotið líklega hluti af öxl stórs kers, þó erfitt sé að heimfæra það með vissu