Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 37
VITNISBURÐUR LEIRKERA
41
11. mynd. Brot úr rauðleirskönnu, lík-
lega frá 13. öld. Annað hvort hollensk
eða dönsk að uppruna. Fannst í Viðey
(V-54210+ll). -Fragment of a red-
warejug ofl3th century date. Either of
Dutch or Danish origin. Found on
Viðey.
íslandi (mynd 10), t.d. í Gautavík, Stóruborg, Kúabót, Bergþórshvoli,
Viðey og Skálholti.
Langmest hefur fundist af rauðleir á íslandi og eru flest brotin frá seinni
tímum. Mörg þeirra tilheyra svonefndum þrífótum, þ.e. pottum sem standa
á 3 fótum og hafa oft eitt beint skaft eða einn til tvo hanka. Önnur sérein-
kenni eru rákir á belg og listar sem er komið fyrir á mismunandi hátt á
barminum. Rauðleirsker af þessari tegund geta verið upprunnin annað-
hvort í Skandinavíu, Hollandi eða Norður-Þýskalandi, en erfitt er að
greina þar á milli. Þau brot sem fundist hafa á íslandi geta því verið komin
frá öllum þessum svæðum. Þrífætur eru þekktir í Evrópu þegar á 14. öld,
en flest brotin sem fundist hafa á íslandi eru frá 16., 17. og 18. öld. Nokkur
rauðleirsbrot hefur þó verið unnt að tímasetja til miðalda, annaðhvort út
frá tegund eða því hvar þau fundust.
Belgbrot fannst í Viðey (V54210+11, mynd 11), vel sveigt, úr íláti sem
mjókkar upp, líklega könnu, fremur gróft áferðar, með rákum á belg og
glerungi sem er aðeins gulgrænn. Annað hvort hollenskt frá 13. öld (J.
Baart, persónuleg ummæli), eða jafnvel danskt að uppruna. Brot mjög
12. mynd. Brot úr rauðleirskönnu frá Utrecht í Holtandi frá um 1400. Fannst ( Kúabót
(KÚB 5040,5005). T. h. er teikning afsamskonar könnu úr Bruijn 1979, Afb. 82 nr. 6.
- Fragment of a Dutch jug dated to c.
1400. Found at Kúabót. The drawing is
after Bruijn 1979, Afb. 82 nr. 6.