Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 40
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
17. mynd. Stútur af steinleirsflösku semfannst á Stóruborg (STB 79:162 & 80:577) hefur
lílega verið lír Martincamp flösku af gerð II. Teikningin er endurgerð eftir Jennings 1982,
Fig. 30,528. Mælikvarði 1:4. - The spout ofa stoneivare flask found at Stóraborg probably
belonged to a Martincamp type II flask. The draiving is reconstructed after Jennings 1982,
Fig. 30,528. Scale 1:4.
Á þingstaðnum í Kópavogi fannst hald af þrífæti (K4473)' sem þrýst er
saman við barmbrúnina. Er það af hollenskum potti með tveimur hönk-
um, tímasett til 15. eða 16. aldar (mynd 15).
Að lokum verða hér tilgreind nokkur brot úr frönskum leirkerum frá
16. öld sem fundist hafa á íslandi. Annars vegar eru það þrjú brot af svo-
nefndri Saintonge gerð, frá Suðvestur-Frakklandi, sem fundust við rann-
sókn í Skálholti (SKH 91:30). Þetta eru smá brot, en sjá má að eitt þeirra er
úr flötum botni og eru grænar glerungsleifar á því. Leirinn er fínn og Ijós á
litinn. Brotin eru illa farin og virðast hafa lent í eldi. Þau tilheyra líklega
stórum potti með loki af fyrrgreindri gerð (mynd 16).
Hins vegar eru það steinleirsbrot úr svonefndum Martincamp-flöskum.
Þær eru kringlóttar að lögun, en aðeins flatar á eina hliðina og stútmjóar
(mynd 17). Svona flöskur voru einnig gerðar úr rauðleir, en einungis
steinleirstegundin, tegund II, hefur fundist á íslandi. Heill stútur af einni
slíkri fannst á Stóruborg (STB 79: 162 & STB 80: 577, mynd 17) og belgbrot í
Reykholti.
Niðurlag
Það er ljóst að engin leirker er að finna á íslandi á allra fyrstu öldunum
eftir að byggð hófst, og fylgir ísland þar þeirri mynd sem fengist hefur