Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 41
VITNISBURÐUR LEIRKERA
45
annars staðar á norrænu athafnasvæði, en þar vantar þau einnig að mestu
á víkingaöld. ‘ Kléberg var ríkjandi pottefni á svæðinu á þessum tíma, auk
þess sem járn- og koparpottar voru notaðir. Astæðan fyrir því að notkun
klébergs var svo ríkjandi er ókunn. Mætti hugsa sér að skortur á eldsneyti
á þessum norðlægu slóðum hafi gert klébergið aðlaðandi, en það er að
finna sem hráefni bæði í Noregi, á Hjaltlandi og í Grænlandi. Aðrar ástæð-
ur hljóta þó einnig að liggja að baki þar sem heimagerð leirker er, eftir því
sem best verður vitað, heldur ekki að finna í Noregi á víkingaöld þar sem
þó er nóg af eldsneyti.
Það er augljóst að þróun á sviði leirkeragerðar hefur ekki verið sú sama
á öllu Norður-Atlantshafssvæðinu. Leirkeragerð virðist hafa verið reynd
annars vegar á Suðureyjum og í Færeyjum seint á víkingaöld, hins vegar á
skosku eyjunum á 12. og 13. öld. Þessi leirker voru handgerð, gróf og
frumstæð. A skosku eyjunum voru klébergsgrýtur einnig enn í notkun á
þessum tíma, auk innfluttra leirkera, en með aukinni verslun komu inn-
fluttu leirkerin smátt og smátt í stað hinna tveggja tegundanna. Á íslandi
og í Noregi virðist hins vegar engin leirkeragerð hafa átt sér stað á sömu
tímaskeiðum. Mikið magn innfluttra leirkera frá miðöldum hefur þó fund-
ist í Noregi, t.d. í Björgvin og Þrándheimi eins og fyrr segir. Verður að
draga þá ályktun af þessu að það hafi verið ódýrara að flytja þau inn en að
reyna að framleiða þau heima fyrir á þessum tíma.
Á Islandi virðist sama þróun hafa átt sér stað og í Noregi. Verslun við
Island jókst á 14. og 15. öld þegar fiskur var orðinn mikilvæg útflutnings-
vara. Þessi verslunaraukning endurspeglast að einhverju leyti í leirkera-
brotum þeim sem finnast á Islandi. Þó að rnagn miðaldabrota sem fundist
hefur sé ekki rnikið enn sem komið er, þá gætu þau þó bent til þess að ein-
hver innflutningur hafi hafist snemma, eða jafnvel þegar á 12. eða 13. öld.
Elstu brotin sem hér hafa fundist koma frá Englandi og Frakklandi, og síð-
an einnig frá Hollandi, Þýskalandi og Skandinavíu. Merking þessarar mis-
munandi þróunar á Norður-Atlantshafssvæðinu er óljós enn sem komið
er, en hún ýtir e.t.v. stoðum undir kenningar Reidars Bertelsen sem telur,
að nánari tengsl hafi verið á milli Norður-Noregs og Islands en annarra
svæða á Norður-Atlantshafssvæðinu.
Tilvísanir og athugasemdir
1. Biskupa sögur I, bls. 30 og 71.
2. Dl I, bls. 620ff.
3. Sturlunga saga I, bls. 278.
4. Clarke & Carter 1977, bls. 449.
5. Björn Þorsteinsson og Guðrún Asa Grímsdóttir 1989, bls. 150.