Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 47
BjARNI F. EINARSSON
HIÐ FÉLAGSLEGA RÝMI AÐ
GRANASTÖÐUM
Félagssálarfræðilegar kenningar og hugmyndir
í fornleifafræði
Formtíli
Maðurinn hreyfir sig í rýminu, mótar það og lætur stjórnast af því. Slík
ferli skilja eftir sig verksummerki, annað hvort byggingar, lausa gripi, slit
eða eitthvað annað. Dæmi um þetta eru borgir. Þær eru byggðar af mann-
eskjum, þar rísa mannvirki, þar er hlutum kastað, týnt eða þeir lagðir á
ýmsa staði. Borgin stjórnar mönnum einnig á ákveðinn hátt, það er ákveð-
ið hvar á að aka, hvar á að setja sorp, hvar á að versla o. s. frv. Hegðun
manna er þannig bundin rýminu og á það jafnt við forsögulega tíma og
nútímann og það er ekki einvörðungu bundið við borgir. I þessari grein er
gengið út frá því að hegðun manna hjá lágtæknisamfélögum og í hrein-
ræktuðum bændasamfélögum svo sem bæjum til forna á Islandi hafi þann-
ig stjórnast af rýminu, jafnt sem öðrum stöðum þar sem manneskjur safn-
ast saman til skemmri eða lengri tíma.
Hér er leitast við að varpa ljósi á nokkur þessara ferla, og/eða merki
um þau á víkingaaldarbýlinu Granastöðum, fremst í Eyjafirði.
Grein þessi byggir í höfuðatriðum á kafla úr doktorsritgerð höfundar.
Er greinin þó eilítið breytt og staðfærð fyrir lesendur Arbókarinnar.
Inngangur
Manneskjan hefur mörg atferlismunstur, t. d. umhverfisbundið atferli,
trúar- og félagsbundið atferli. Trúarbundið atferli stýrist t. d. af goðsögn-
um og hjátrú, hið umhverfisbundna stýrist m. a. af landslagi, veðráttu,
gróðri o. s. frv. Hið félagsbundna atferli er m. a. samansett af efnahags-
bundnu, aldurshópabundnu og kynbundnu atferli. Öll þessi ferli eiga það
sameiginlegt að þau stjórnast af því sem rnenn telja sig vita, sem er alls
ekki það sama og hið rétta eða sanna. Samantekin mætti kalla þessi atferli