Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 51
HIÐ FÉLAGSLEGA RÝMI AÐ GRANASTÖÐUM
55
an, en ekki tekið tillit til mögu-
leika hans til að velja eða taka
ákvarðanir.
Samkvæmt D. W. Bailey er
fornleifafræði, sem fjallar um
hús, sú sama og fornleifa-
fræði, sem fjallar um rými,
gripi og fólk. (Bailey 1990:19).
Þetta þýðir að dreifing, og inn-
byrðis afstaða gripa, ýrnissa
húshluta eða einstakra hús-
þátta (eldstæða, bekkja, seyða
o. s. frv.), feli í sér upplýsingar
um rýmið, skilgreiningu þess
og notkun, og félagsleg tengsl
þeirra sem notuðu það. Upp-
söfnun gripanna eða dreifing í
rýminu, sem er afleiðing fél-
agsbundinna atferla í einu eða
öðru formi, getur ekki stafað
af tilviljunum, vegna þess að
atferlið er ekki tilviljunum
háð. Þetta leiðir af sér að ástæð-
ur fyrir dreifingu og afstöðu
gripa í rýminu og afstöðu ein-
stakra húshluta eða húsþátta til hvers annars, er að finna í félagsbundnu
atferli. Slíkt getur verið ærið erfitt að túlka.
Dreifing eins eða fleiri gripa í rýminu getur stafað af mörgum ástæðum.
Tóvinnuáhöld dreifast aðallega í gegnum tóvinnu og atferli tengdri henni,
en þeir geta einnig dreifst af trúarlegum, fagurfræðilegum eða öðrum
ástæðum.
Einn og sami gripurinn getur einnig bæði tengst athöfnum kvenna eða
karla, eða annaðhvort urn stund eða stöðugt. Dæmi um slíkan grip er hnífur.
Almennt séð verðum við þó að ganga út frá því að t. d. tóvinnuáhöld
finnist þar sem tóvinna fór fram, ef aðrar aðstæður segja okkur ekki eitt-
hvað annað, svo sem dreifingin í rýminu og afstaða til annarra gripa, hús-
þátta eða annarra mannvirkja. Hér á ég við t. d. ef tóvinnuáhöld finnast í
kumli, á fórnarstöðum, í ruslahaugum o. s. frv.
O. Gron hefur notað félagssálarfræðilegar kenningar til að skýra út
fundi frá Maglemose-menningunni (7 500-6 000 f.Kr.). Hann komst að því
B.F.E.