Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 55
HIÐ FÉLAGSLEGA RÝMI AÐ GRANASTÖÐUM
59
Styrkur fornleifafræðinnar er m. a. möguleiki hennar að varpa ljósi á
hvernig félagsleg tengsl, og önnur mannleg tengsl efnisgerast, m. ö. o.
hvernig lýsa félagsleg tengsl sér í fornleifunum.
Þetta er þó þeim annmarka háð að fornleifafræðin aðlagi og þrói félags-
sálarfræðilegar kenningar til að lesa félagsleg tengsl út úr efnivið sínum,
fornleifunum.
Öruggt er, að langt í frá öll mannleg tengsl skilja eftir sig efnisleg spor,
og þau getur fornleifafræðin ekki nálgast með sínum aðferðum.
Dæmi um slík mannleg tengsl eru skammvinn tengsl á milli gesta og
gestgjafa, tímabundið ósætti á milli fjölskyldumeðlima o. s. frv. Að slík
tengsl hafi verið til á forsögulegum tíma, verður að teljast afar sennilegt,
þó að við getum ekki séð þau í efniviðnum eða fornleifunum.
Hugsanlega er félagsbundið atferli vísbending um uppruna íslenska
landnámsfólksins, alveg eins og ég tel að vistfræðilegt atferli sé það, eins
og ég hef fjallað um annarstaðar. (Bjarni Einarsson 1989 og 1993).
Félagsbundið atferli byggir á félagslegum arfi, eins og vistbundið atferli
byggir á vistfræðilegum arfi. Félagslegan arf má skilgreina þannig; „yfir-
færsla frá kvnslóð til kynslóðar á siðum, huQsunarhætti, tunvumáli o. s. frv."
(Egidius 1979:173).3
6. mynd. Módel
af félagslegum,
vistfræðilegum og
trúarlegum atferl-
um, og innbyrðis
sambandi. Ná-
lægð hringanna
verður nánari eða
minni eftir að-
stæðum hverju
sinni. Hringur-
inn sem táknar
hin menningar-
legu atferli fer í
hring, í báðar
áttir, á milli ytri
hringanna. Hvar
hann er staðsettur
hverju sinni fer
eftir aðstæðum
eða sambandi hans
við hina hringana
hverju sinni.
Teikn. B.F.E.