Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 59
HIÐ FÉLAGSLEGA RÝMI AÐ GRANASTÖÐUM
63
- Tóvinnuáhöld hafa tilhneigingu til að safnast saman og hlaðast upp
þar sem textílvinna er stunduð.
- Gripir tengdir athöfnum kvenna hafa tilhneigingu til að safnast
saman og hlaðast upp þar sem konur halda til.
- Sama gildir um alla aðra gripi, sem hægt er að binda við kyn, vinnu
eða önnur félagsleg tengsl.
- Herbergjaskipan skálans er ekki tilviljun háð, heldur er hún m. a. háð
félagslegum þáttum, ásamt vistfræðilegum og trúarlegum þáttum.
- Dreifing beina í húsum, á bæjarstæðinu og í ruslahaugnum er ekki
heldur tilviljanakennd. Hún sýnir m. a. hvar matur hefur verið gerður
og hans neytt og hvar matarleifum hefur verið fleygt.
- Skipulag bæjarstæðisins er ekki tilviljunarkennt.
- Perlur (sörvistölur) og skrautsteinar tengjast konum og það gera
tóvinnuáhöld einnig.
Gripir þeir sem ég kem til með að ræða nánar hér á eftir eru perlur,
skrautsteinar, snældusnúðar, kljásteinar, hrafntinnuflögur, eldsláttu-
steinar, hnífar og bein. Aðrir gripaflokkar eru of smáir til að gagnast í urn-
ræðunni, en koma þó til með að skjóta upp kollinum endrum og eins.
Eftir að fjallað hefur verið um dreifingu gripanna mun ég stilla upp
nokkrum andstæðum, sem hægt er að lesa út úr efniviðnum, svo sem karl
- kona, úti - inni o. s. frv. Undirstaða þessa er að menn skilgreina um-
hverfi sitt og flokka það m. a. með hjálp andstæðna.
Ég tel ekki að andstæðurnar, sem lenda sömu megin séu endilega í
samhljómi hver við aðra, t. d. þegar ég set karl og framleiðslu í sama
dálkinn þýðir það ekki að þessir þættir séu ætíð tengdir hvor öðrum.
Ég viðurkenni fúslega að ekki eru nægjanlegar upplýsingar fyrir hendi,
enn sem komið er, til að sanna eitt né neitt endanlega í þessu sambandi, en
tel þó að umræðan geti haft ákveðið gildi í sjálfu sér og fyrir framtíðina.
1) Dreifing perlna og skrautsteina, mynd 8
Perlurnar og skrautsteinarnir í ruslahaugnum eru þar líklega vegna
þess að þau hafa lent óvart með rusli úr skálanum, líklega úr herbergi III.
Ég lít í stórum dráttum framhjá þeim gripum sem fundust í ruslahaugn-
um (nema beinunum).
Aðrar perlur eða skrautsteinar fundust einvörðungu í herbergi III nema
ein perla í húsi 9B og skrautsteinn í húsi 3. Gripaflokkur þessi hafði til-
hneigingu til vestlægrar dreifingar og ég tel að hann styrki tilgátuna um
að herbergi III sé höfuðvistarveran í skálanum og að jarðhýsið sé manna-
bústaður.