Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 63
HIÐ FÉLAGSLEGA RÝMI AÐ GRANASTÖÐUM
67
an, þ. e. a. s. næst dyrunum þar sem perlurnar hafa safnast saman. Þetta
leiðir af sér að hrafntinnuflögurnar hafa tilheyrt verkfærakosti kvenna.
Sennilega hafa konurnar notað flögurnar við gerð skinnklæða.
Staður karlmanna hlýtur því að hafa verið eystri hluti herbergis III, en
þar fannst einmitt látúnslagður spori (sem ég tel vera grip sem tengist körl-
um).
Fátt fannst af tóvinnuáhöldum í skálanum, en fleiri í eldhúsinu. Tóvinnu-
áhöld og hrafntinnuflögur koma aðeins fyrir saman í jarðhýsinu og her-
bergi III, (með ákveðna vestlæga tilhneigingu, næst dyrunum og vatn-
inu!). Sökum þess að jarðhýsið var forveri skálans er eðlilegt að það hafi
haft fleiri hlutverk en einstök herbergi skálans og viðbyggingar.
Af hverju er ekki hægt að sjá gripi sem tengjast körlum í fundunum?
Svarið gæti legið í því að karlatengdir gripir (eða viðfangsefni tengd körl-
um), hafa orðið eyðingaröflunum að bráð (tré, bein, skinn o. s. frv.), eða
skilja ekki eftir sig efnislega hluti (heyskapur, skepnuhald, veiði á landi og
legi, o. s. frv.), eða að slíkir gripir hafa týnst og safnast saman á öðrum
stöðum en við sjálfan bæinn.
Hnífar eru ekki kynbundnir, heldur eiga þeir að skoðast sem fjölnota
verkfæri þeirra sem áttu slíkan grip.
Þær andstæður sem ég tel mig geta talið upp eru:
Plan A —> Karl Kona <—
Austur Vestur
Norður Suður
Trúarlegt Veraldarlegt
Neysla Framleiðsla
Líf Dauði
Upp Niður
PlanB Hreint Skítugt
Inni Úti
Einka Opinbert
Karl/kona > f miðju I jaðri < Karl/kona
Bjart Myrkt
Vinna Hvíld
Heitt Kalt
Soðið Hrátt
Tvö eldhús hafa fundist að Granastöðum, í herbergi I í skála og hús 9C.
Hægt er að spyrja af hverju þessi mikla þörf hafi verið á eldhúsum. Tilgáta