Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hráefni kom inn að bænum og barst inn að innri hring, t. d. járn, hrafn-
tinna, sandsteinn, fiskur, fugl og viður. Frá ytri hring inn í hinn innri kom
einnig hráefni svo sem kjöt, skinn, ull o. s. frv. Frá innri hring komu síðan
unnar afurðir svo sem tinnuflögur, snældusnúðar, þurrkaður fiskur, þurrk-
aður fugl, þurrkað kjöt, klæði og textíll o. s. frv.
Umhverfis bæinn eða bæjarstæðið, í bogadreginni línu, liggur túngarð-
urinn, og norður af honum er kuml. Athyglisvert er að á milli skála, þ. e.
a. s. herbergis I, og kumlsins eru engar byggingar (þrátt fyrir ískaldan
norðanvindinn!). Að öðru leyti eru hús í allar áttir frá skálanum séð.
Sömuleiðis ganga dyr út frá skálanum í allar áttir, nema í norður (þaðan
sem fólkið kom!).
Stefna húsanna virðist að einhverju leyti ráðast af stöðu þeirra í hringn-
um utan um skálann. Þó ber að benda á að syðsta húsið (hús 17, mynd 9)
Mynd 12. Hin rúmslega skipan Granastaða. lnnri hringurinn er 10 m í radíus, en sd ytri
er 20 m í radíus. Lengd hússins (fjóss) lengst til hægri er dætluð og sömuleiðis er lengd
hússins neðst d myndinni dætluð. Teikn. B.F.E.