Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 81
GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR
SJÖ A FYRIR AVE-VERS
Á ALTARISKLÆÐI FRÁ REYKJUM í TUNGUSVEIT
I
Til sanns vegar má færa að altarisklæði frá Reykjum í Tungusveit (Þjms.
4797, 1. mynd), sem keypt var til Þjóðminjasafnsins árið 1901, sé ráðgáta,
er seint verði fullráðin, þótt hér skuli reynt að leysa hana að hluta. Klæðið
hefur jafnan verið talið íslenskt og að líkindum frá fyrra hluta 16. aldar.
Það er úr dökkblárri ullareinskeftu, sem sett er saman úr nokkrum bútum,
og saumgerðin á klæðinu er svonefndur útskurðarsaumur, unninn úr ull,
hör, silki og gylliskinni. Tveir ljósir léreftsrenningar hafa verið saumaðir á
báðar lúiðar klæðisins, en auðsætt er að þeir hafa ekki verið hluti af klæð-
inu frá öndverðu, og giskað hefur verið á að þeir séu upprunalega úr
stólu. Báðir bera sömu latnesku áletrunina sem ekki hefur tekist að ráða.
í ferhyrndum reit neðan til á miðju klæðinu er mynd af Maríu mey með
Jesúbarnið nakið. Hún er í síðum kjól, með kórónu og geislabaug, og stend-
ur á mánasigð umlukt sólargeislum en í hornunum umhverfis hana eru
fjórir englar sem styðja annarri hendinni á mánann og geislabauginn.
Þemað af Maríu með barnið í sólargeislum standandi á mánasigð er
grundvallað á ritningarstað í Opinberun Jóhannesar: „Og tákn mikið
birtist á himni: Kona klædd sólinni og tunglið var undir fótum hennar og
á höfði hennar var kóróna af tólf stjörnum" (Opinb. Jóh. 12.1). Frá fyrstu
öldum kristninnar litu biblíuskýrendur á þetta minni sem tákn Maríu, en
það kom þó ekki fram á sjónarsviðið sem sjálfstæð Maríumynd fyrr en á
síðara hluta 14. aldar.
Umhverfis Maríu eru 33 reitir afmarkaðir af hringum sem krækjast hver
í annan. I reitunum eru tólf konur, sex hvítir fuglar, sex rósir og stafurinn
A í níu reitum. Hringarnir í efstu röðinni eru óreglulegir og afmyndaðir,
A-in afbökuð og saumuriirn allur mun óvandaðri en annars staðar í
klæðinu. Afar sennilegt verður því að teljast að efstu hringaröðinni hafi
verið bætt við síðar og gæti ástæðan verið sú að klæðinu hafi upphaflega