Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 96

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 96
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Margar skriflegar heimildir seinni tíma segja frá því að Hillebrandts- húsið hafi verið flutt þaðan. Bæði er það í ýmsum opinberum gögnum Blönduósbæjar, svo sem lóðaútmælingu og manntali, en einnig í ritum héraðsfræðimanna. Þar má nefna rit eftir Magnús Björnsson frá Syðra- Hóli, Pétur Sæmundsen, Jón Eyþórsson og Pál Kolka. Þessir héraðsfræð- menn eru traustir á sínu sviði og líklegt að frásagnir sem þessar hafi verið þekktar í þeirra ungdæmi. Sameiginlegt þessum frásögnum er að menn telja húsið mjög gamalt, jafn- vel frá miðri 18. öld og að það hafi annað hvort komið frá Hólanesi eða Skagaströnd. Það að frásögnum þessara manna ber ekki nákvæmlega sam- an í smáatriðum styrkir þá skoðun að munnmælin séu heimildin. Hafi hver haft þetta eftir öðrum eða úr sömu heimildinni væri líklegra að frásögnunum bæri meira saman um nákvæmlega hvaðan húsið hafi komið og hvenær. Munnmælasagnirnar virðast standa föstum fótum í minni Húnvetn- inga, og elstu skjalfestu dæmin um að húsið sé „mjög" gamalt eru frá upphafi þessarar aldar. Árið 1917 segir í fasteignamati að húsið sé „timb- urhús fornt". Þá voru enn á lífi menn sem hugsanlega gætu hafa munað eftir flutningnum. Snúið hefur hins vegar reynst að finna beina staðfest- ingu á þessum munnmælum í samtímaheimildum, þar sem gögn sem ættu að geta sýnt það á ótvíræðan hátt hafa glatast í tímans rás. Munn- mælin virðast þrátt fyrir það eiga sér stoð í veruleikanum. Elínborg Jóns- dóttir á Röðulfelli á Skagaströnd og Valgarður Ásgeirsson múrarameistari á Blönduósi veittu mikla aðstoð við að kanna uppruna þessara sagna. Umfangsmikil heimildakönnun hefur farið fram í þessu sambandi þótt seint verði allar leiðir þrautkannaðar. Við athugun á skjölum í Þjóðskjala- safni hefur Jón Torfason skjalavörður lagt drjúgan skerf af mörkum. Auk þess hafa skjöl og önnur gögn í Héraðsskjalasafni Austur-Húnvetninga verið skoðuð með dyggri aðstoð Þórhildar Isberg skjalavarðar. Frumgögn úr skjalasöfnum einokunarverslunarinnar hafa verið athuguð fyrir allt landið til samanburðar við lýsingar á húsunum á Skagaströnd. Frumrit þeirra eru varðveitt á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn en afrit þeirra eru til hér á landi. Húsið sjálft er einnig heimild um eigin sögu, og rýnt verður í vettvangs- skoðun og uppmælingu sem Leifur Blumenstein byggingarfræðingur gerði á árunum 1990 og 1992. Einnig hefur Nikulás Úlfar Másson arkitekt skoðað húsið og rýnt í byggingarlag þess ásamt undirritaðri sumarið 1992 og haustið 1993. Húsið ber þess sterk merki að vera mjög gamalt, og margt sem bendir til 18. aldar í byggingarlagi þess. Reynist rétt að húsið sé að stofni til frá fyrri hluta 18. aldar, þá kemur varla annar staður til greina en Skagaströnd sem upphaflegur byggingar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.