Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 97
TIMBURHÚS FORNT
101
staður. Ekkert hús stóð á Hólanesi á 18. öld en fyrsta húsið þar var reist
árið 1835. Hillebrandtshúsið á Blönduósi var hins vegar reist á vegum
Hólanesverslunar á Blönduósi árið 1877. A Skagaströnd er aðeins eitt hús
sem kæmi til greina af húsum einokunarkaupmanna. Það er hús Félags
lausakaupmanna frá árinu 1733, sem upphaflega var krambúð og seinna
kokkhús. Spurningin er því hvort Hillebrandt hafi flutt þetta „kokkhús"
til Blönduóss árið 1877.
Gamli verslunarstaðurinn á Skagaströnd var þá í eigu C. Höephners
kaupmanns í Kaupmannahöfn. Til að sannreyna hvort um sama hús er að
ræða, voru einkum athugaðar heimildir um flutning hússins og um upp-
haf kaupstaðar á Blönduósi, rýnt í sögu verslunarhúsanna á Skagaströnd
og gerður samanburður á húsinu sjálfu eins og það er í dag við þær heim-
ildir sem til eru um Skagastandarkrambúðina.
Verslnn við Húnaflóa
Kaupstaður var stofnaður á Blönduósi árið 1875. Um það leyti var versl-
unum farið að fjölga mjög í sýslunni og verslunarhættir breyttir frá því
sem verið hafði fyrr á öldinni þegar Skagastrandarkaupmaðurinn var því
sem næst einráður við Húnaflóa.
Einokunarverslun var innleidd á íslandi árið 1602 og stóð til 1787. Með
henni var utanríkisverslun komið í fastar skorður. Vörumagnið var að
nokkru leyti bundið fyrirfram sem flutt var inn á hverju ári, verðlag fast
og kauphafnirnar voru flestar þær sömu allan einokunartímann. Hverri
kauphöfn fylgdi ákveðið kaupsvæði. Kaupmönnum var bannað að vera á
landinu nema yfir sumartímann lengst af og ekki máttu þeir taka þátt í at-
vinnulífi á íslandi. Það var ekki fyrr en kom fram yfir miðja 18. öld, að Is-
lendingar fóru að telja sér hag í að kaupmenn dveldu á landinu vetrarlangt
og veturseta fór að tíðkast og var hún síðan gerð að skyldu árið 1777.
Skagaströnd var kauphöfn allar götur frá upphafi einokunarverslunar-
innar og eru heimildir til um verslun á þeim stað enn fyrr. Líklegt er að
Englendingar og Þjóðverjar hafi verslað á Skagaströnd þegar á 15. og 16.
öld en elsta leyfi til verslunar þar er frá lokum 16. aldar. Þar sem kaup-
menn dvöldu lengst af aðeins á landinu yfir sumartímann, hefur ekki mik-
ið verið um byggingar á verslunarstöðunum. Elstu úttektir á húsum sem
vitað er um að til séu frá einokununarkaupmönnum eru frá Olafsvík og
Rifi, og þau timburhús hafa verið byggð um 1670 og 1690.
Mörg verslunarfélög höfðu landið á leigu þann tíma sem einokunin var
við lýði. Alls voru þau níu á þessu 185 ára tímabili: Verslun Helsingjaborg-
ara, Fyrsta íslenska verslunarfélagið, Verslun aðalútgerðarmanna, Um-