Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 98

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 98
102 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS dæmaverslunin, Félag lausakaupmanna, Hörmangarafélagið, Konungs- verslunin fyrri, Almenna verslunarfélagið og Konungsverslunin síðari. Þegar skipt var um eigendur voru eignirnar oft virtar og þær lýsingar lagðar til grundvallar sölunni. Ekki hefur þó tekist að finna eldri lýsingar fyrir landið í heild en frá 1742, þegar Hörmangarafélagið var að taka við versluninni. Kaupsvæði Skagastrandarkaupmanna var nokkuð stórt, eins og flestra einokunarkaupmanna. A öllu landinu voru lengst af 22-25 kauphafnir og um 19-23 skip sem sigldu á þær. Skagaströnd var lengi eini kaupstaður Húnavatnssýslu. Kaupmaðurinn sigldi þó einnig til Reykjafjarðar en versl- un þar lá samt oft niðri. Næstu kauphafnir voru á Hofsósi og Akureyri. Tæp öld leið þar til veruleg fjölgun varð á kaupmönnum í sýslunni. Verslunareinokun var formlega aflétt árið 1787, en engin samkeppnisversl- un var hins vegar reist fyrr en um 50 árum síðar, er Hólanesverslun var sett á laggirnar. Árið 1846 var síðan farið að versla á Borðeyri og 1858 á Sauðárkróki. Blönduós varð löggiltur verslunarstaður árið 1875. Hillebrandt kaup- maður var með þeim fyrstu til þess að koma upp fastaverslun í hinum ný- stofnaða kaupstað Blönduósi. Áður hafði Th. Thomsen kaupmaður komið á fót verslun þar. Hann reisti verslunarhús sunnan megin Blöndu árið 1876 en húsið flutti hann inn tilhöggvið frá Noregi. Það sumar stóð sýslumaður tvisvar sinnum fyrir aukarétti á Blönduósi til að mæla út lóðir, því margir kaupmenn sýndu áhuga á því að fá út- mældar lóðir til verslunarreksturs. Þeir voru auk Thomsens: Grafarósfél- agið, C. Höephner, Fr. Hillebrandt, J. Chr. V. Bryde og B. Steincke. Hille- brandt fékk útmælingu norðan Blöndu, en byggði aldrei þar. Vorið 1877 reisti hann aftur á móti verslunarhús sunnan árinnar á lóð sem J. Chr. V. Bryde hafði fengið útmælda. Hús hans stóð við hliðina á húsi Thomsens. Verslunum í sýslunni fjölgaði nokkuð um þetta leyti. Fjórar fastaversl- anir voru starfræktar í Húnavatnssýslu árið 1877. Á gamla verslunar- staðnum á Skagaströnd var C. Höephner í Kaupmannahöfn (Friðrik Möller verslunarstjóri), og 1878 reisti hann útibú á Blönduósi (í húsinu sem kallað hefur verið Pétursborg). I Karlsminni á Skagaströnd var F. Berndsen með verslun, en hún hafði verið stofnuð árið 1875. Á Hólanesi var Fr. Hillebrandt í Kaupmannahöfn (og sonur hans Fr. Hillebrandt versl- unarstjóri). Sú verslun var stofnuð 1835 og opnaði útibú á Blönduósi 1877. Að lokum var Thomsen kominn með verslunarhús á Blönduósi frá og með 1876. Hann hafði áður verið verslunarstjóri á Hólanesi um skeið. Thomsen lést árið 1877 og Jóhann G. Möller varð verslunarstjóri. Mikil tengsl virð- ast oft hafa verið milli kaupmannanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.