Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
dæmaverslunin, Félag lausakaupmanna, Hörmangarafélagið, Konungs-
verslunin fyrri, Almenna verslunarfélagið og Konungsverslunin síðari.
Þegar skipt var um eigendur voru eignirnar oft virtar og þær lýsingar
lagðar til grundvallar sölunni. Ekki hefur þó tekist að finna eldri lýsingar
fyrir landið í heild en frá 1742, þegar Hörmangarafélagið var að taka við
versluninni.
Kaupsvæði Skagastrandarkaupmanna var nokkuð stórt, eins og flestra
einokunarkaupmanna. A öllu landinu voru lengst af 22-25 kauphafnir og
um 19-23 skip sem sigldu á þær. Skagaströnd var lengi eini kaupstaður
Húnavatnssýslu. Kaupmaðurinn sigldi þó einnig til Reykjafjarðar en versl-
un þar lá samt oft niðri. Næstu kauphafnir voru á Hofsósi og Akureyri.
Tæp öld leið þar til veruleg fjölgun varð á kaupmönnum í sýslunni.
Verslunareinokun var formlega aflétt árið 1787, en engin samkeppnisversl-
un var hins vegar reist fyrr en um 50 árum síðar, er Hólanesverslun var
sett á laggirnar. Árið 1846 var síðan farið að versla á Borðeyri og 1858 á
Sauðárkróki.
Blönduós varð löggiltur verslunarstaður árið 1875. Hillebrandt kaup-
maður var með þeim fyrstu til þess að koma upp fastaverslun í hinum ný-
stofnaða kaupstað Blönduósi. Áður hafði Th. Thomsen kaupmaður komið
á fót verslun þar. Hann reisti verslunarhús sunnan megin Blöndu árið
1876 en húsið flutti hann inn tilhöggvið frá Noregi.
Það sumar stóð sýslumaður tvisvar sinnum fyrir aukarétti á Blönduósi
til að mæla út lóðir, því margir kaupmenn sýndu áhuga á því að fá út-
mældar lóðir til verslunarreksturs. Þeir voru auk Thomsens: Grafarósfél-
agið, C. Höephner, Fr. Hillebrandt, J. Chr. V. Bryde og B. Steincke. Hille-
brandt fékk útmælingu norðan Blöndu, en byggði aldrei þar. Vorið 1877
reisti hann aftur á móti verslunarhús sunnan árinnar á lóð sem J. Chr. V.
Bryde hafði fengið útmælda. Hús hans stóð við hliðina á húsi Thomsens.
Verslunum í sýslunni fjölgaði nokkuð um þetta leyti. Fjórar fastaversl-
anir voru starfræktar í Húnavatnssýslu árið 1877. Á gamla verslunar-
staðnum á Skagaströnd var C. Höephner í Kaupmannahöfn (Friðrik
Möller verslunarstjóri), og 1878 reisti hann útibú á Blönduósi (í húsinu
sem kallað hefur verið Pétursborg). I Karlsminni á Skagaströnd var F.
Berndsen með verslun, en hún hafði verið stofnuð árið 1875. Á Hólanesi
var Fr. Hillebrandt í Kaupmannahöfn (og sonur hans Fr. Hillebrandt versl-
unarstjóri). Sú verslun var stofnuð 1835 og opnaði útibú á Blönduósi 1877.
Að lokum var Thomsen kominn með verslunarhús á Blönduósi frá og með
1876. Hann hafði áður verið verslunarstjóri á Hólanesi um skeið. Thomsen
lést árið 1877 og Jóhann G. Möller varð verslunarstjóri. Mikil tengsl virð-
ast oft hafa verið milli kaupmannanna.