Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 100
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í gögnum sýslumanns er einnig til kæruskjal um atvik sem átti sér stað í
verslunarhúsi Hillebrandts sumarið 1877. Það er því ljóst að hús Hille-
brandts var risið snemmsumars árið 1877. En hvaðan kom það?
Elsta beina skriflega heimildin sem ég hef rekist á sem segir frá því að
þetta hús hafi verið flutt til Blönduóss frá Skagaströnd, er á talningablaði
manntalsmanna frá árinu 1950. I því segir orðrétt við hús Björns Einars-
sonar, eða hið svokallaða Hillebrandtshús:
Reist á Blönduósi 1887. Flutt frá Skagaströnd, og mun pd skv. heimild-
um hafa verið rúmlega 130 ára.
Hér hefur misritast 1887 í staðinn fyrir 1877. Þarna töldu menn árið 1950
að húsið hefði verið byggt 1757 (1747) eða fyrr. Manntalið tók Hermann
Þórarinsson, sonur Þórarins Jónssonar á Hjaltabakka og Sigríðar Þorvalds-
dóttur, alinn upp á Hjaltabakka og vel kunnugur sögu Blönduóss.
Sama ár og manntalið var tekið kom út bókin Föðurtún eftir Pál Kolka,
og þar nefnir hann einnig að húsið hafi verið flutt en segir að það hafi
verið frá Hólanesi til Blönduóss. Orðrétt hljómar frásögnin á þennan veg:
... en Hillebrandtshús, sem notað var til vörugeymslu og flutt hafði
verið frá Hólanesi gamalt, stendur enn, múrhúðað og uppdubbað í íbúð-
arhús, enda var það mjög traustlega viðað. Það er nú íbúðarhús og
verkstæði Björns Einarssonar smiðs frá Síðu og er elzta hús staðarins.
Páll vísar ekki til heimilda um þetta atriði og virðist sem munnmælin
gætu verið heimild hans. Höfundurinn var fæddur 1895 og mikill áhuga-
maður um þjóðlegan fróðleik og sagnir. Hann hafði aðgang að mörgum
heimildarmönnum sem langt mundu fram og styrkir það staðhæfingu
hans.'
Magnús Björnsson frá Syðra-Hóli (1889-1963) ritaði mikið um mannlíf
og sögu í Húnavatnssýslu. Hann var bókhneigður frá unga aldri, ritaði
fjölda þátta sem birtir hafa verið í nokkrum bókum og var einn stofnandi
Sögufélags Húnvetninga. I bók sem út kom árið 1959 minntist Magnús á
upphaf verslunar Frederiks Hillebrandts á Blönduósi í þætti af „Húsfrú
Þórdísi", en hún var seinni kona Hillebrandts. Segir hann svo frá upphafi
verslunar á Blönduósi:
En „kúgararnir" þar á Skagaströnd voru ekki eins ánægðir með þetta
fyrirtæki Thomsens eins og bændur fram um sveitir. Sjáanlegt var, að
hann mundi höggva stórt skarð í veltu og hagnað verzlananna ytra. Og
vorið eftir, er Thomsen var aftur kominn til Blönduóss með skip og
farm, fór Friðrik Hillebrandt inn eftir með varning og efnivið í verzlun-