Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 105
TIMBURHÚS FORNT
109
Líklegast hafa Höephner og Hillebrandt reist sitt húsið hvor þetta ár á
Blönduósi. Pétur Sæmundsen, sem rækilega hefur kannað upphaf verslun-
arinnar á Blönduósi eftir frumgögnum, segir að áður en Höephner reisti
húsið Pétursborg 1878 hafi hann haft skúr til að versla í yfir kauptíðina.
Orðrétt segir hann svo frá:
Höepfnersverzlun á Skagaströnd lét einnig reisa timburskúr vestar,
norðan Blönduós og lét verzla í honum yfir sumarkauptíðina. Var skúr-
inn síðar fluttur inn fyrir ána og reistur vestan við fyrstu sölubúð
Höephners (Pétursborg) og stóð þar um áratuga skeið.
Þetta gæti staðist miðað við frásögn Berndsens, að Höephner hafi reist
skúr norðanvert við Blöndu, sama sumar og Hillebrandt hóf verslun sína
þar. Verslunarhúsið sjálft reisti Höephner árið 1878 á lóð sem Steincke
kaupmaður hafði fengið útmælda sunnan árinnar. Ekki er talið að mikið
hafi kveðið að verslun Höephners þarna á Blönduósi fyrr en á árunum
1881-82. Einhver tengsl hafa verið milli þessara tveggja kaupmanna, því
verslunarstjóri Höephners, sem var umboðsmaður hans þegar útmæling
sýslumanns fór frarn sumarið 1876, var einnig umboðsmaður Steinckes
mánuði seinna þegar seinni lóðaútmælingin fór frarn.
Spurning er hvers vegna Höephner hafi ekki hafið fastaverslun strax
1876, þegar hann fékk útmælingu fyrir verslunarhúsi í fyrstu útmæling-
unni sem gerð var, miðað við þá túlkun sem áður er komin fram um að
Höephner hafi líkað svo illa samkeppnin á Blönduósi? Hann var hins veg-
ar ekki meðal þeirra sem óskuðu eftir verslunarlóð þegar sýslumaður
mældi út í annað sinn yfir sumarið, en þá fékk Steincke útmælingu.
Höephner hefur e.t.v. ekki haft trú á Blönduóssverslun framan af eða vilj-
að byrja fyrst með litlum tilkostnaði. Því hefur hann e.t.v. getað selt Hille-
brandt þetta gamla hús sem var hætt að þjóna aðalhlutverki á verslun-
arstaðnum á Skagaströnd án þess að það skaðaði hans eigin verslun. Hann
hefur e.t.v. heldur ekki grátið það að einhver annar kaupmaður en hann
sjálfur veitti Thomsen beina samkeppni á Blönduósi.
Við þessar aðstæður hefur það a.rn.k. ekki verið óhugsandi fyrir Hille-
brandt að eignast þetta gamla hús Skagastrandarverslunar. Þá var fyrir all-
löngu búið að byggja ný aðalverslunarhús á Skagaströnd, og þetta gamla
hús lengi verið notað sem geymsluhús og kokkhús. Hólanesverslunin með
Hillebrandt í fararbroddi stóð hins vegar frekar höllum fæti þegar þarna var
komið sögu og hefur hann hugsanlega ætlað að reyna að ná sér upp með
stofnun útibús á Blönduósi. Verslun Thomsens þar hafði gengið mjög vel.
Verslun Hillebrandts Hólaneskaupmanns hófst á Blönduósi sumarið
1877. Þá stóðu tvö verslunarhús sunnan árinnar, hús Thomsens og Hille-