Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 113
TIMBURHÚS FORNT
117
í virðingunni kemur einnig fram að 10 árum áður, árið 1748, hafi verið
reist nýtt hús þar sem í voru íbúðarherbergi fyrir starfsmenn auk slátur-
húss. Þetta hús var helmingi stærra en krambúðin. Auk þess átti kaup-
maðurinn tvö torfhús tilheyrandi versluninni.
I lok tímabils Konungsverslunarinnar fyrri, árið 1763, voru húsin enn
virt, en þá var Almenna verslunarfélagið að taka við rekstrinum. Kram-
búðinni hafði verið breytt í „kokkhús". Svona hljómar lýsingin árið 1763:
Kock Huuset Med Kielderen indbefattet var Breeden 11 A1 13 tom
Lengden 20 A1 6 tom Hoýden 10 A1 5 tom. I samme Býgning 10 fag 1
Skilderom tilligemed det Kammer til Proviant 1 Vindue til den Nordre
Siide og 2de til den Sýnd" Siide tilligemed Lem og behörig Dör. I den
West'0 Ende var et Loftt med Skilderom af 4re fag hvor Loftet var fast-
sperret og tæt. I Under huuset var en brugbar Skorsteen og en velop-
rætted Bagerovn alt under eet Tag, vurderis j. Croner 158.
Lýsing hússins er mun nákvæmari fyrir þetta ár, en í hinum tveimur fyrri
úttektum. Ekki hefur verið byggt við húsið, þótt notkun þess hafi verið
breytt 10 árum áður, árið 1753. Þá var ný krambúð byggð, nokkru minni
en hin fyrri. Ibúðar- og sláturhúsið og annað torfhúsanna stóðu auk þess á
verslunarstaðnum þetta ár.
Arið 1774 tók Konungsverslunin síðari við einokunarrekstrinum. Matið
hafði eitthvað lækkað á kokkhúsinu og þess getið að það þyrfti viðgerðar við.
KockHuuset med Kielderen indbefattet, er udi breeden 11 alen, 13 tom,
Længden 20 al, 6 tomer, höyden 10 al. 5 tomer, i samme bygning 10
Fag, Eet Skilderom tillige med et Kammer til Proviant, Et Vindue til den
Nordre Siide, og 2de til den Sydre Siide, tillige med Lem og behörig
Dör, i den Westre Ende, er et Loft med Skilderom af 4 Fag, hvor Lofttet
er fast Spigret, og Tætt i underhuuset er en brugbar Skorsteen, og een
Veloppretted bager Ovn, samme Huus Behöves ... Reparation, for det
övrige er heele huuset..., alt under Eet tag, vurderes 120 Rdl.
Þetta ár voru þrjú ár liðin síðan nýtt sláturhús hafði verið byggt fyrir versl-
unina. Þarna stóðu því fjögur hús í allt; krambúð, kokkhús, gamalt slátur-
hús og nýtt sláturhús. Torfhúsið var horfið.
Þegar einokunarversluninni lauk voru eignir hennar seldar, og hin fyrsta
krambúð verslunarstaðarins var þá orðin 55 ára.
Tímabilið 1788-1877
Konungsverslunin síðari var síðasta verslunarfélagið sem hafði einka-
leyfi á verslun á íslandi. Sá sem keypti verslunarhúsin á Skagaströnd var