Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 114
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kaupmaður Severin Stiesen. Hann verslaði í samvinnu við nokkra aðra,
m.a. Christian Gynther Schram og síðar J. L. Busch.
Arið 1788 var gamla kokkhúsið virt vegna sölunnar og eins var til upp-
skrift af dánarbúi Stiesens kaupmanns frá árinu 1803. Þessum gögnum ber
saman um hvaða hús voru uppistandandi þá, og síðan var úttektinni 1788
þinglýst árið 1817 í tengslum við sölu á eignunum árið 1815 til kaup-
manns J. L. Busch. Þar voru enn taldar upp sömu eignirnar. Það eru síð-
ustu skjalfestu heimildirnar um kokkhúsið sem ég hef fundið enn sem
komið er og var ástand hússins þá orðið lélegt. Dánarbúslýsingin 1803 er á
þessa leið:
Det gamle Kokhus med Kjelder.
Er 10A1. höýt 11 al bredt og 20 al langt, hvori et kiökken med opmuret
skorsteen, ingen loft eller Gulv og ikkun enkelt tag; Stod til bogs 1788
for den Summa 129 Rd 10 sk. og overladt samme Aar for 1 /3 deel som
er 43 Rd. 131/3.58
Húsin fjögur sem nefnd voru 1788 stóðu enn árið 1803. Að auki höfðu ver-
ið reist tvö íbúðarhús og eitt geymsluhús úr torfi. Kokkhúsinu var lýst á
þennan veg:
Gamle Kockhus med Kielder 10 al: hoit 11 alen breedt og 20 al: langt,
indrettet med Kiökken og en opmuuret Skorsteen, ingen Loft eller gavl
og ikkun enkelt Tag. - Dette Huus er aldeles ubrugeligt til at forware
Törre Warer, og tillige noget raadent. - 129-40 Rd/
ITér var svo komið sögu að ekki var lengur hægt að geyma þurran sölu-
varning í húsinu og það farið að láta á sjá. Virðist einnig sem á þessum
tíma hafi þakið verið einfalt. Af þessari virðingu sést einnig að a.m.k. ann-
að íbúðarhúsanna sem nefnt var 1803, er úr torfi.
Arið 1825 keypti Gísli Símonarson kaupmaður eignirnar af ekkju J. L.
Busch. Húsunum sjálfum var ekkert lýst í þinglýsingunni, en aftur á móti
vísað til „Inventarforretning" frá 25. nóvember 1822. „Grundvöll höndl-
unarhúsanna" eignast Gísli síðan árið 1829 og keypti hann af Ch. G.
Schram. Þessi úttekt 1822 hefur því miður ekki varðveist.
Sama ár og Gísli keypti verslunina af ekkju Busch, seldi hann Sören
Jacobsen kaupmanni helming allra eignanna. Tíu árum síðar keypti Gísli
hinn helming eignanna af honum, og átti því verslunina einn árið 1835.
Sören dó nokkrum árum síðar og árið 1840 fóru eignirnar á uppboð í
Kaupmannahöfn á vegum ekkjunnar. Þar keyptu synir hennar tveir versl-
unina, Severin og Johan Christian Jacobsen. I veðmálabókum hér á landi
hefur útdrætti úr uppboðsgögnunum verið þinglýst, en þar kemur ekki