Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 117
TIMBURHÚS FORNT
121
við mjótt sund upp á túnið og vestur á Höfðann, þar næst samfelld bygg-
ing, beykisbúð, sölubúð og geymsla. Samhliða þessum byggingum en
nokkru austar var geymsluhús og svokölluð Assistentastofa þar á milli.
Frá geymsluhúsinu var breitt hlið og síðan rimlagirðing að Einbúanum.
Myndaðist þannig innilokað port í ferhyrningnum milli bygginganna
og Einbúans. Portið notuðu viðskiptamenn í verslunartíðinni til að
leysa og binda bagga sína ...
Ekki er minnst á „kokkhús" í þessari upptalningu, og eru húsin sex eins
og í húsaskattsskýrslunni 1879. Þau hafa þá eftir því sem Pétur segir verið
fimm stór hús og svo væntanlega geymsla til viðbótar, því hann telur upp
sex hús í lýsingu sinni. Beykisbúðin gæti þá verið það sem nefnt er slátur-
hús í húsaskattsskýrslunni, og timburhúsið og kornhúsið gætu verið þess-
ar tvær geymslur sem nefndar eru í sömu skýrslu. Af þessu að dæma er
kokkhúsið farið frá Skagaströnd 1879. Torfhúsin eru líka horfin. Sam-
kvæmt því virðast a.m.k. tvö ný verslunarhús Skagastrandarverslunar
hafa verið reist á þessu 60 ára tímabili, frá 1817-77. En til að segja til um
þetta með fullri vissu þyrfti frekari heimildir frá þessum árum.
I sömu húsaskattsskýrslu segir fyrir þetta ár, 1879, að kaupmennirnir
Munch og Bryde eigi „sölubúð" á Blönduósi, sem er það hús sem kallað
hefur verið Hillebrandtshús.
Er Ms einokunarkaupmanna enn til?
Húsaflutningar á þessum tíma voru ekki nýmæli. Flest timburhús einok-
unarverslunarinnar voru flutt tilhöggvin til landsins, enda timbur af mjög
skornum skammti hér á landi. Reki gat einnig orðið það stopull, að hann
nægði ekki til halda húsum við. Menn virðast heldur ekki hafa vílað fyrir
sér húsaflutninga innanlands. Sem dæmi um það má nefna að árið 1802
kom til álita að flytja öll verslunarhúsin frá Skagaströnd til Sigríðarstaða-
óss við Húnaflóa. Það var ekki gert og strandaði á því að ekki hafði verið
gefið leyfi til verslunar við Sigríðarstaðaós. Fleiri dæmi má nefna um húsa-
flutninga á þessu skeiði. Verslunarhúsin í Hólminum við Reykjavík voru
t.d. flutt tvisvar sinnum. Flutningur húsanna í sjálfu sér hefur því ekki
verið álitinn hindrun og því varla erfiðara að hugsa sér það 70 árum síðar.
Ætlunin er að freista þess að bera saman þær upplýsingar sem hafa má
úr úttektunum á húsum einokunarkaupmanna og húsið sjálft eins og það
er nú á Blönduósi. Ekkert hefur enn komið fram sem mælir gegn því að
hér sé um sama hús að ræða, þótt óneitanlega myndi það styrkja niður-
stöðuna betur ef nokkur möguleiki væri á að finna úttektir frá árunum