Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sína á samanburði á skriflegum úttektum og athugunum á sömu húsum.
Dæmin sem hann tekur eru af Viðeyjarstofu, Hóladómkirkju og Nesstofu.
... í íslenskum úttektum frá 18. öld, skrifuðum á dönsku, merkti orðið
„fag" ýmist fjarlægð milli stólpa eða sperra (þ.e. stafgólf) eða „sperru-
fag" (d. spærfag, þ.e. tvö sperrutré, loftbiti og hugsanlega skammbiti og
skakkslár)...
í úttekt Viðeyjarstofu (1755) og Hóladómkirkju (1763) telur Þorsteinn að
fag þýði „sperrufag" en í Nesstofu (1763) sé fag notað í merkingunni „staf-
gólf". Síðan segir Þorsteinn:
Séu þessi dæmi höfð í huga, þykir mér hvort tveggja koma til greina, að
þýða svohljóðandi brot úr úttekt á verslunarhúsum á Skagaströnd,
dags. 6. september 1758: „Een Krambod ... bestaaende af 10 fag udi
lengden", annaðhvort „Krambúð ... 10 stafgólf að lengd" eða „Kram-
búð ... með 10 „sperrufög".
Sömu túlkun er að finna í danskri handbók eftir Curt von Jessen og fleiri.
Þar se^ir að bindingshúsum sé skipt upp í fög og fagið sé stólpinn og bilið
á milli. Síðan segir orðrétt:
Der er selvsagt altid een binding mere end der er mellemrum mellem
bindingerne, og begge begreber, binding, fag og mellemrum, benævnes
alt eftir sammenhængen, som bindingsværkets fag.
Af þessu að dæma samræmist stólpa- og sperrufjöldi Blönduósshússins
þeirri lýsingu sem til er af gömlu krambúðinni eða kokkhúsinu frá Skaga-
strönd.
Af vettvangskönnuninni að dæma, er einnig hægt að fullyrða að grind
hússins er í það minnsta mjög gömul. Leifur Blumenstein sagði viðinn
minna mjög á pommerska furu. Pommernplankar voru algengir á 18. öld.
Þetta timbur var eftirsótt og talið mjög gott byggingatimbur. Hugsanlegt
er að fá við úr húsinu aldursgreindan, en miklar samanburðarrannsóknir
hafa verið gerðar á aldurshringum timburs.
Skástífurnar, eða sniðböndin, eru ekki úr sama efni og annar hluti hús-
grindarinnar, líklega úr rekavið. Sniðböndin sagði Leifur gætu verið frá
þeim tíma þegar húsið var reist á Blönduósi.
Auk þess benti Leifur Blumenstein á að hið reglulega byggingarlag á
grindinni bendi ótvírætt til eldri tíma en yngri. Með „reglulegu bygging-
arlagi" sé ekki aðeins átt við að jafnt bil sé milli stoðanna. Aðalatriðið sé
að gólfbitar og sperrur standist á, auk þess sem óvenju langt er á milli
gólfbita, stoða og sperra, miðað við það sem seinna gerðist, eða 140 sm. A