Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 120

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 120
124 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sína á samanburði á skriflegum úttektum og athugunum á sömu húsum. Dæmin sem hann tekur eru af Viðeyjarstofu, Hóladómkirkju og Nesstofu. ... í íslenskum úttektum frá 18. öld, skrifuðum á dönsku, merkti orðið „fag" ýmist fjarlægð milli stólpa eða sperra (þ.e. stafgólf) eða „sperru- fag" (d. spærfag, þ.e. tvö sperrutré, loftbiti og hugsanlega skammbiti og skakkslár)... í úttekt Viðeyjarstofu (1755) og Hóladómkirkju (1763) telur Þorsteinn að fag þýði „sperrufag" en í Nesstofu (1763) sé fag notað í merkingunni „staf- gólf". Síðan segir Þorsteinn: Séu þessi dæmi höfð í huga, þykir mér hvort tveggja koma til greina, að þýða svohljóðandi brot úr úttekt á verslunarhúsum á Skagaströnd, dags. 6. september 1758: „Een Krambod ... bestaaende af 10 fag udi lengden", annaðhvort „Krambúð ... 10 stafgólf að lengd" eða „Kram- búð ... með 10 „sperrufög". Sömu túlkun er að finna í danskri handbók eftir Curt von Jessen og fleiri. Þar se^ir að bindingshúsum sé skipt upp í fög og fagið sé stólpinn og bilið á milli. Síðan segir orðrétt: Der er selvsagt altid een binding mere end der er mellemrum mellem bindingerne, og begge begreber, binding, fag og mellemrum, benævnes alt eftir sammenhængen, som bindingsværkets fag. Af þessu að dæma samræmist stólpa- og sperrufjöldi Blönduósshússins þeirri lýsingu sem til er af gömlu krambúðinni eða kokkhúsinu frá Skaga- strönd. Af vettvangskönnuninni að dæma, er einnig hægt að fullyrða að grind hússins er í það minnsta mjög gömul. Leifur Blumenstein sagði viðinn minna mjög á pommerska furu. Pommernplankar voru algengir á 18. öld. Þetta timbur var eftirsótt og talið mjög gott byggingatimbur. Hugsanlegt er að fá við úr húsinu aldursgreindan, en miklar samanburðarrannsóknir hafa verið gerðar á aldurshringum timburs. Skástífurnar, eða sniðböndin, eru ekki úr sama efni og annar hluti hús- grindarinnar, líklega úr rekavið. Sniðböndin sagði Leifur gætu verið frá þeim tíma þegar húsið var reist á Blönduósi. Auk þess benti Leifur Blumenstein á að hið reglulega byggingarlag á grindinni bendi ótvírætt til eldri tíma en yngri. Með „reglulegu bygging- arlagi" sé ekki aðeins átt við að jafnt bil sé milli stoðanna. Aðalatriðið sé að gólfbitar og sperrur standist á, auk þess sem óvenju langt er á milli gólfbita, stoða og sperra, miðað við það sem seinna gerðist, eða 140 sm. A
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.