Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Blaðsíða 132
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
snérist hugur hans mest um stórfellda orkuframleiðslu úr íslenskum fall-
vötnum og uppbyggingu stóriðju með erlendu fjármagni. Hann stofnaði
Fossafélagið Títan og aflaði sér vatnsréttinda í stórám landsins. Hann var í
sambandi við norskt verkfræðifyrirtæki, Sætersmoen AS, sem fram-
kvæmdi miklar rannsóknir á virkjanamöguleikum í Þjórsá og gerði m.a.
teikningar af nokkrum stórvirkjunum þar. Ekkert varð þó úr þessum
miklu hugmyndum. Margir kenndu því um að Einar hefði verið skáld og
draumóramaður en skort hið harða raunsæi. í raun var það fyrri heims-
styrjöldin sem setti þeim félögum stólinn fyrir dyrnar. Þegar henni lauk
var Einar fjárvana og eldmóðurinn þrotinn. íslensku þjóðina skorti síðan
dug til að fylgja hugmyndum hans eftir. Það var ekki fyrr en hálfri öld síð-
ar að virkjun í Þjórsá, á borð við þá sem Einar ráðgerði, varð að veruleika.
Yfirverkfræðingur fyrirtækisins Sætersmoen AS hét G. Sætersmoen.
Hann kom oft til Islands og var vinur Einars. Jafnframt því sem hann
skoðaði virkjanamöguleika og mældi vatnsafl fékk Einar hann til að gera
mælingar og uppdrætti í manngerðu hellunum að Hellatúni og Ási í Ása-
hreppi og að Ægissíðu í Djúpárhreppi árið 1915. Einar birti þessa upp-
drætti í Thules beboere og eru þetta fyrstu grunnteikningarnar af mann-
gerðu hellunum. Þar segir hann að reynt hafi verið að taka myndir í hell-
unum en það mistekist. Einar minnist ekki á hver tók myndirnar. Það
hefði hann þó gjarnan mátt gera því myndasmíð var ekki á hvers manns
færi í þá daga.
Nýlega bentu starfsmenn myndadeildar Þjóðminjasafns Islands okkur á
myndir sem Olafur Magnússon ljósmyndari hafði tekið og virtust vera úr
manngerðum hellum. Þetta eru 12 myndir á glerplötum. Þær eru ómerkt-
ar og ódagsettar. Eftir að hafa skoðað myndirnar, og borið þær undir glögga
menn og langminnuga, fáum við ekki betur séð en þær séu úr leiðangrin-
um sem þeir Einar og Sætersmoen fóru sumarið 1915 til að mæla hellana.
Svo er að sjá sem ljósmyndirnar hafi ekki mistekist að öllu leyti, enda ljós-
myndari leiðangursins, Olafur Magnússon, enginn aukvisi í sinni grein.
Einar birti þrjár ljósmyndir úr þessari ferð með grein í jólablaði Lesbókar
Morgunblaðins 1929 sem nefndist „Foraldir Islandssögu".
Hermann Guðjónsson, fyrrverandi fulltrúi í Reykjavík, er fæddur að
Ási í Ásahreppi árið 1911. Hann er mikill fróðleiksmaður eins og hann á
kyn tii og þekkir flestum mönnum betur allar aðstæður í Ásahreppi á fyrri
hluta 20. aldar. ITann hefur skoðað myndirnar og frá honum höfum við
mikinn fróðleik um það sem þar er að sjá.
Ekki verður séð í hvaða röð myndirnar eru teknar en sú fyrsta (mynd 1)
er þó tekin við Þjórsártún. Þar sést bærinn sem Olafur Isleifsson reisti 1898
sem nýbýli út úr Kálfholti. Þetta er líklega elsta ljósmynd sem til er af