Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 141

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 141
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR OG MJÖLL SNÆSDÓTTIR SEL, BEITARHÚS EÐA AFBÝLI? Hugleiðingar um bókina: Farm Abandonment in Medieval and Post-Medieval Iceland: an Interdisciplinary Study (Oxbow Monograph 17). Höfundur: Guðrún Sveinbjarnardóttir. Útgefandi: Oxbow Books, Oxford 1992. Unnendur íslenskrar fornleifafræði kætast þegar út koma ný rit sem hana snerta. I þeirri grein hefir margt gott verið gert síðan Hið íslenska fornleifafélag var stofnað 1879, en mikið verk er óunnið, ekki síst í því er lýtur að skráningu fornra mannvistarleifa í landinu. Við könnun árið 1981 töldust friðlýstar minjar á fornleifaskrá vera á 721 stað hérlendis. Ljóst er því að óskráðar fornleifar hljóta að vera býsna víða og margar til í landinu og brýn nauðsyn að skrásetja hið bráðasta leifar fornra mannvirkja hvar sem þær teljast vera. Bókin sem hér verður fjallað um er mikilvægt fram- lag til fornleifaskráningar og verður því meðal grundvallarrita um íslenska fornleifafræði í framtíðinni, fyrsti áfangi á langri leið sem fara skyldi til þess að kanna hvar vænlegast er að bera niður til þess að láta rústir lands- ins segja sér sögu. Markmið rannsóknarinnar sem birt er í bók Guðrúnar Sveinbjarnar- dóttur er að leita svara við því á hvern hátt sóttir, loftslagsbreytingar til hins verra, náttúruleg landeyðing og efnahagur höfðu áhrif á byggð á Is- landi. Leitast er við að skýra þróun byggðar og kanna hvenær fyrst var byggt á hverjum stað og hvenær þar fór í eyði. Höfundur spyr í inngangi hvað hafi valdið því að norræn byggð hér á landi hlaut ekki sömu örlög og byggð norrænna manna á Grænlandi sem orðin var auðn um 1500. Svara er leitað með því að samtvinna vitnisburði sagnfræði og fornleifa- fræði og reynt að tímasetja byggðaleifar með stuðningi af gjóskutímatali og fornpöddufræði. Leitað er heimilda um íslenska byggðasögu í áþreif- anlegum minjum: tóttum bæja, útihúsa, fornum túnum og garðlögum án þess þó að grafið sé í jörðina að marki. Rannsóknarsvæðin heyra öll undir eyðibyggðir en þar sem svo er komið sögu er ávallt hægara um vik að at- huga mannvistarminjar, því að þar sem byggð er fyrir verða eldri manna-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.