Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 143
SEL, BEITARHÚS EÐA AFBÝLI?
147
skilningsauka á legu rústa í landslagi og má síst við missa í leit að manna-
vist nærri efstu grösum. Aðferð höfundar við að teikna rústadreifar með röð
stuttra strika fremur en með heildreginni línu gefur eðlilegri og sannari
mynd af útliti vallgróinna rústa. í slíkum strikateikningum eru sjaldan
skarpar línur og brúnir óglöggar eins og eru í raunverulegri rúst á yfirborði
jarðarinnar. Uppdrættir í bók Guðrúnar eru til fyrirmyndar og að sínu leyti
gagnlegri en þær stílhreinu og hæðalínulausu uppteikningar sem birtust
nýlega í annars ágætri rannsókn á byggðaleifum í dölum á Austurlandi.
Meginkostur bókar Guðrúnar Sveinbjarnardóttur er hin nákvæma skrá-
setning byggðaleifa á þeim svæðum sem rannsóknin nær yfir. Slík skrá-
setning er ófrávíkjanlega undanfari og grundvöllur dýpri rannsóknar á
mannvistarleifum sem jörðin geymir. Ekki er að sjá af markmiðslýsingu
höfundar í inngangi að fornleifafræði hafi verið ætlaður drýgri hlutur en
öðrum greinum í rannsókninni, sem er eins og fram kemur í bókarheiti
þverfagleg, styrkur hennar liggur í því að leitað er skýringa á byggðaleif-
um og náttúru landsins með samanlagðri hjálp nokkurra fræðigreina. Og
ritaðar heimildir verða síst sniðgengnar við skrásetningu á leifum þess
samfélags sem hvorttveggja er sprottið úr: ritheimildir og mannvistar-
rnenjar í jörðu.
Öllum rannsóknaraðferðum eru takmörk sett og þau takmörk haldast
þótt mörgum aðferðum sé beitt á sama vettvangi og í sömu leit. Augljós er
sá vandi sem er á því að þekkja rúst með því einu að skoða hana í krók og
kring á yfirborði. Stærð, lögun og legu rústa má mynda og rnæla á yfir-
borðinu og með jarðsjá og annarri nýtækni má afla gagnvænna upplýs-
inga, en um mörg ákveðin atriði verður ekki fengin vitneskja með öðru
móti en uppgrefti. Til þess að svara þeim grundvallarspurningum sem
höfundur setur fram í inngangi, og drepið var á hér í upphafi, hefði lík-
lega þurft að grafa upp eina væna rústadreif á hverju rannsóknarsvæði til
þess að fá skýra hugmynd um aldur, húsaskipan, byggingarlag og nota-
gildi húsa - og hafa þar með rúst vestanlands. En til þessa hefði þurft tíma
og fé og kunnáttufólk úr mörgum fræðigreinum - og vilja ráðamanna að
stuðla að því að kostað yrði til þess að lesa söguna úr landinu sjálfu í stað
þess að einblína ævinlega á fornkappasögur, ættartölur ríkismanna og
skýrslur og dóma embættismanna meðan hver rústin eftir aðra fýkur með
íslandssöguna útí buskann eða er tætt í sundur með mannanna vélum
undir tún, veg, tuskuverslun eða raforkuver.
í þeim köflum bókarinnar sem fjalla um Eyjafjallasveit og Berufjörð er
gerð dugandi grein fyrir eyðingu þeirra býla sem rannsóknin nær til.
Meginskýring á eyðingu býla í Eyjafjallasveit er bundin landeyðingu af
völdum sjávar, árrofs og uppblásturs, en býlin í dölunum fram af Beru-