Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 146
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fyrir allt helst reyna að skilgreina byggðaleifar í ljósi vitnisburða ritheim-
ilda og sagnamanna nútíðar. Þó bregður fyrir eðlilegum efa á traustleika
sumra ritheimilda (bls. 136, nmgr. 5).
Rannsókn Guðrunar er eftirbreytniverð þar sem fer saman vitneskja úr
mörgum fræðigreinum og viðleitni til þess að svara mikilvægum spurn-
ingum um landnám, byggð og landauðn á Islandi. Bókin ber vitni um
vandað verklag fagmanns og er blessunarlega laus við kenningarlegt fjas
og tómlegt málæði. Efnistök eru hnitmiðuð og bundin ákveðnu stigi byggð-
arsögu, þ.e.a.s. skráningu og aldursgreiningu sjáanlegra rústa á yfirborði
jarðar á afmörkuðum svæðum. Bókin er markverð skýrsla um rústir sem
leitað hefur verið að eftir ábendingum ritheimilda og heimamanna á hverj-
um stað. Of óvíða hefir þó verið grafið á rannsóknarvettvangi til þess að
grennslast fyrir um mannvistarlög og aldur rústa og ekki er skýrt hvað
réði vali þeirra staða þar sem þó voru grafnar reynsluholur. Með riti
Sveinbjarnar Rafnssonar, Byggðaleifar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum, og
bók Guðrúnar, þótt ólíkar séu um margt, er rudd braut að áframhaldandi
skráningu mannvistarleifa á yfirborði um allt land með samhæfðum
aðferðum margra vísindagreina nútímans. Og því ber að fagna.
Tilvísanir og athugasemdir
1. Sjá Agúst Olafur Georgsson: Könnun um friðlýstar fornleifar. Ljóri, 5. árg. 1. tbl. 1984,
bls. 18; sbr. Fornleifaskrá. Skrn um friðlýstar fornleifnr. Ágúst Ó. Georgsson tók saman.
Rvk. 1990.
2. „Ævar var fyrst í Reyðarfirði áður hann fór upp um fjall, en Brynjólfur í Eskifirði áöur
hann fór upp að byggja Fljótsdal." Islendingnbók Landnámabók (íslenzk fornrit I), Jakob
Benediktsson gaf út, Rvk. 1968, bls. 307, 296, 337.
3. Sveinbjörn Rafnsson. Byggðaleifar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum. Brot úr byggðasögu
íslands. (Rit Hins íslenska fornleifafélags I). Rvk. 1990.
4. Sjá jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vi'dalíns. Fylgiskjöl. XIII bindi. Rvk. 1990, bls. 41-
42.
5. Sýslu- og sóknalýsingar II. Skagafjarðarsýsla (Safn til Landfræðisögu íslands). Ak. 1954,
bls. 92. - Undarlegt að þetta rit skuli ekki vera á annars ítarlegum heimildalista um-
ræddrar bókar.
6. Sjá Björn Teitsson og Magnús Stefánsson, Um rannsóknir á íslenzkri byggðarsögu tíma-
bilsins fyrir 1700. Saga X 1972, bls. 177. - Á óvart kemur að þessi merka ritgerð er ekki í
ritaskrá í bók Guðrúnar.
7. jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns IX. Kh. 1930, bls. 167.