Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 148
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Málefni byggdasafna. Rætt var um leiðir til að færa skipulag og starfsemi byggðasafna til
samræmis við ákvæði þjóðminjalaga. Ákveðið var að senda forverði Þjóðminjasafns í söfnin
til að gera á þeim skipulega úttekt. Einnig var ákveðið að halda áfram fundum með stjórn-
endum safnanna. I október voru nokkur byggðasöfn formlega viðurkennd af þjóðminjaráði
og tilkynning þar að lútandi send menntamálaráðuneyti.
Efling Þjóðminjasafns. I júní kynnti Guðmundur Magnússon, þjóðminjavörður, ýmsar leið-
ir til að efla og bæta starfsemi Þjóðminjasafns og auka áhuga og skilning almennings og
stjórnvalda á þjóðminjavörslunni. Samþykktar voru tillögur hans um þjóðminjaþing og sam-
keppni um merki fyrir Þjóðminjasafnið. f nóvember voru samþykktar tillögur þjóðminja-
varðar um útgáfu sérstakrar ársskýrslu Þjóðminjasafns og byggðasafna. Þá ræddi ráðið um
stefnumörkun í sýningarhaldi og varðveislu safngripa. í ársbyrjun var ákveðið að taka upp
aðgangseyri að Þjóðminjasafninu, 200 kr fyrst um sinn.
Skipan húsaverndar. I nóvember var haldinn sameiginlegur fundur með húsafriðunarnefnd
ríkisins. í nóvember 1991 var nefndinni falið að hafa umsjón með gömlum húsum í eigu og
umsjón Þjóðminjasafnsins en sú skipan hafði ekki komist í fastar skorður, enda þarf laga-
breytingu til. Skiptar skoðanir voru um heppilegstu framtíðarskipan þessara mála.
Tækniminjasafn, Sjóminjasafn íslands. Framtíð tækniminjadeildar Þjóðminjasafns var rædd
og í tengslum við það flutningar tækniminja og annarra safngripa úr svonefndum Vopna-
fjarðarhúsum í Árbæjarsafni í geymslur Þjóðminjasafns í Vesturvör 12 í Kópavogi. Ráðið
féllst á ósk menntamálaráðuneytis að taka yfir rekstur Sjóminjasafns Islands í Hafnarfirði og
var það frá 1. október deild í Þjóðminjasafni.
Önnur mál. Fjölmörg önnur mikilsverð mál komu til umfjöllunar og ákvörðunar, s.s. forn-
leifarannsóknir á Bessastöðum, endurskoðun þjóðminjalaga, uppbygging Nesstofusafns,
samningar Þjóðminjasafns um framleiðslu minjagripa, kaup á Húsinu á Eyrarbakka, málefni
sjálfseignarstofnunarinnar Minjaverndar auk almennra afgreiðslumála og mála er varða dag-
lega, innri starfsemi Þjóðminjasafns. Þá má geta þess að í október lagði Sveinbjörn Rafnsson
fram til kynningar þýðingar sínar á tveimur alþjóðlegum grundvallartextum varðandi minja-
vörslu, Feneyjarskrá frá 1964 og Stokkhóhnsskrá frá 1990.
Þjóðminjasafn íslands
Á árinu varð sú breyting á yfirstjórn Þjóðminjasafnsins, að Þór Magnússon, þjóðminja-
vörður, fékk tveggja ára leyfi frá störfum til að vinna að rannsókn á silfursmíðum á Islandi. I
stað hans setti menntamálaráðherra Guðmund Magnússon, M.Sc., sagnfræðing, til að gegna
embætti þjóðminjavarðar til 1. júní 1994. I febrúar hafði menntamálaráðherra falið Guð-
mundi, að athuga húsnæðismál safnsins og undirbúa endurskoðun þjóðminjalaga.
Þorkell Grímsson, fornleifafræðingur, sem starfað hefur við safnið frá árinu 1958 lét af
störfum 1. maí.
Dr. Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifafræðingur, lauk setu í rannsóknarstöðu í forn-
leifafræði, tengdri nafni dr. Kristjáns Eldjárns, 1 árslok. I stað hennar var ráðin dr. Margrét
Hermanns-Auðardóttir, fornleifafræðingur.
Anne Cotterill, sem verið hefur í leyfi frá störfum sem fulltrúi á skrifstofu safnsins, sagði
stöðu sinni lausri um sumarið. Iris Rán Þorleifsdóttir gegnir starfi fulltrúa áfram.
Ágúst Ól. Georgsson vann við skráningu sjóminja og tækniminja 1 desember. Þorsteinn
Sigurðsson aðstoðaði við flutning safngripa úr svonefndum Vopnafjarðarhúsum í Árbæjar-
safni í geymslur tækniminjadeildar að Vesturvör 12 í Kópavogi.
Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur, hélt áfram úrvinnslu fornleifarannsókna á Stóru-
borg fram í desember og naut til þess starfsaðstöðu á safninu og styrks safnsins úr Þjóðhátíð-
arsjóði.
Um aðrar breytingar á starfsliði Þjóðminjasafns á árinu er getið í umfjöllun um viðkom-
andi deildir safnsins.