Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 148

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 148
152 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Málefni byggdasafna. Rætt var um leiðir til að færa skipulag og starfsemi byggðasafna til samræmis við ákvæði þjóðminjalaga. Ákveðið var að senda forverði Þjóðminjasafns í söfnin til að gera á þeim skipulega úttekt. Einnig var ákveðið að halda áfram fundum með stjórn- endum safnanna. I október voru nokkur byggðasöfn formlega viðurkennd af þjóðminjaráði og tilkynning þar að lútandi send menntamálaráðuneyti. Efling Þjóðminjasafns. I júní kynnti Guðmundur Magnússon, þjóðminjavörður, ýmsar leið- ir til að efla og bæta starfsemi Þjóðminjasafns og auka áhuga og skilning almennings og stjórnvalda á þjóðminjavörslunni. Samþykktar voru tillögur hans um þjóðminjaþing og sam- keppni um merki fyrir Þjóðminjasafnið. f nóvember voru samþykktar tillögur þjóðminja- varðar um útgáfu sérstakrar ársskýrslu Þjóðminjasafns og byggðasafna. Þá ræddi ráðið um stefnumörkun í sýningarhaldi og varðveislu safngripa. í ársbyrjun var ákveðið að taka upp aðgangseyri að Þjóðminjasafninu, 200 kr fyrst um sinn. Skipan húsaverndar. I nóvember var haldinn sameiginlegur fundur með húsafriðunarnefnd ríkisins. í nóvember 1991 var nefndinni falið að hafa umsjón með gömlum húsum í eigu og umsjón Þjóðminjasafnsins en sú skipan hafði ekki komist í fastar skorður, enda þarf laga- breytingu til. Skiptar skoðanir voru um heppilegstu framtíðarskipan þessara mála. Tækniminjasafn, Sjóminjasafn íslands. Framtíð tækniminjadeildar Þjóðminjasafns var rædd og í tengslum við það flutningar tækniminja og annarra safngripa úr svonefndum Vopna- fjarðarhúsum í Árbæjarsafni í geymslur Þjóðminjasafns í Vesturvör 12 í Kópavogi. Ráðið féllst á ósk menntamálaráðuneytis að taka yfir rekstur Sjóminjasafns Islands í Hafnarfirði og var það frá 1. október deild í Þjóðminjasafni. Önnur mál. Fjölmörg önnur mikilsverð mál komu til umfjöllunar og ákvörðunar, s.s. forn- leifarannsóknir á Bessastöðum, endurskoðun þjóðminjalaga, uppbygging Nesstofusafns, samningar Þjóðminjasafns um framleiðslu minjagripa, kaup á Húsinu á Eyrarbakka, málefni sjálfseignarstofnunarinnar Minjaverndar auk almennra afgreiðslumála og mála er varða dag- lega, innri starfsemi Þjóðminjasafns. Þá má geta þess að í október lagði Sveinbjörn Rafnsson fram til kynningar þýðingar sínar á tveimur alþjóðlegum grundvallartextum varðandi minja- vörslu, Feneyjarskrá frá 1964 og Stokkhóhnsskrá frá 1990. Þjóðminjasafn íslands Á árinu varð sú breyting á yfirstjórn Þjóðminjasafnsins, að Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, fékk tveggja ára leyfi frá störfum til að vinna að rannsókn á silfursmíðum á Islandi. I stað hans setti menntamálaráðherra Guðmund Magnússon, M.Sc., sagnfræðing, til að gegna embætti þjóðminjavarðar til 1. júní 1994. I febrúar hafði menntamálaráðherra falið Guð- mundi, að athuga húsnæðismál safnsins og undirbúa endurskoðun þjóðminjalaga. Þorkell Grímsson, fornleifafræðingur, sem starfað hefur við safnið frá árinu 1958 lét af störfum 1. maí. Dr. Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifafræðingur, lauk setu í rannsóknarstöðu í forn- leifafræði, tengdri nafni dr. Kristjáns Eldjárns, 1 árslok. I stað hennar var ráðin dr. Margrét Hermanns-Auðardóttir, fornleifafræðingur. Anne Cotterill, sem verið hefur í leyfi frá störfum sem fulltrúi á skrifstofu safnsins, sagði stöðu sinni lausri um sumarið. Iris Rán Þorleifsdóttir gegnir starfi fulltrúa áfram. Ágúst Ól. Georgsson vann við skráningu sjóminja og tækniminja 1 desember. Þorsteinn Sigurðsson aðstoðaði við flutning safngripa úr svonefndum Vopnafjarðarhúsum í Árbæjar- safni í geymslur tækniminjadeildar að Vesturvör 12 í Kópavogi. Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur, hélt áfram úrvinnslu fornleifarannsókna á Stóru- borg fram í desember og naut til þess starfsaðstöðu á safninu og styrks safnsins úr Þjóðhátíð- arsjóði. Um aðrar breytingar á starfsliði Þjóðminjasafns á árinu er getið í umfjöllun um viðkom- andi deildir safnsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.