Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 152

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Page 152
156 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hálsfesti úr Mjóadal, silfursjóðurinn frá Sandmúla, fjalir frá Flatatungu, tábagall frá Þingvöllum, fjölin frá Gaulverjabæ og hluti af gullsaumaða skrúðanum frá Hólum. Vegna þess að tíma- mörk sýningarinnar nær okkur í tíma var árið 1200 þá skipuðu handrit og áhrif ritlistar þar veigamikinn sess. Því var þar úrval merkustu handrita okkar, bæði úr Stofnun Arna Magnús- sonar á Islandi, Landsbókasafni og öðrum handritastofnunum í nágrannalöndum okkar. Vegna flutnings og pökkunar íslensku gripanna þurftu starfsmenn safnsins að ferðast nokkuð. Halldóra Asgeirsdóttir og Lilja Ámadóttir fóru sem sendimenn til Kaupmannahafn- ar í lok febrúar með gripina þar sem þeir sameinuðust dönskum gripum þar til að verða flutt- ir landleiðina til Parísar. Kristín Huld Sigurðardóttir pakkaði gripunum upp og kom fyrir i París. Margrét Gísladóttir pakkaði þeim niður þar í júlí, og Halldóra fór til Berlínar til að pakka þeim upp og koma fyrir í Altes Museum. Lilja fór til Berlínar um miðjan nóvember til að pakka þar niður. Margrét fór til Kaupmannahafnar í desember til þess að pakka upp í Kaupmannahöfn. Lilja Árnadóttir, safnstjóri, sótti alþjóðaþing safnamanna (ICOM) í Quebec í Kanada 19.-26. september. Þóra Kristjánsdóttir, sem starfað hefur jöfnum höndum í sýning- ardeild og við eftirlit og rannsókn kirkjugripa, sótti námskeið í sýningarhaldi í Holstebro í Danmörku dagana 5.-10. september. Skrdning Eitt brýnasta verkefni safna er skráning safnmuna. Engin frumskráning fór fram á árinu 1992. Á árinu fékkst fjárveiting frá forsætisráðuneyti til þess að hefja innslátt á eldri skrám safnsins inn á tölvuskrá þess, Aðalskrá. Slegið var inn í fjarvinnslu á fjarvinnslustofunni Skeggja á Bakkafirði. Málið átti sér alllangan aðdraganda og hafði Byggðastofnun milligöngu í því þar sem hún hafði fengið það verkefni að verkefnavæða fyrirtæki af þessu tagi á lands- byggðinni. Að yfirveguðu ráði var gengið til samninga við Skeggja og gerð verkáætlun sem hljóðaði upp á um 5.600 færslur. Gafst þessi háttur vel. Verkefninu verður haldið áfram á árinu 1993. Samningar Á árinu voru gerðir tveir samningar um framleiðslu minjagripa, sem eru eftirlíkingar á gripum í Þjóðminjasafni. Annars vegar var samið við Glaðni h/f í Hveragerði um gerð minja- gripa eftir „Þórslíkneski" (Þjms. 10880) og hinsvegar við Iceland Review í Reykjavík að fram- leiða veggstykki með eftirmyndum eða stílfærðum eftirlíkingum af myndrænu efni í safninu. Jafnframt var hafist handa um að reyna að stöðva óleyfilega framleiðslu minjagripa, sem eru eftirmyndir af gripum safnsins. Aðföng AIls voru 163 færslur í aðfangabók safnsins fyrir árið 1992, þar af var 101 á ljósmyndum en í skýrslu myndadeildar er getið um merkustu aðföng á því sviði. Helstu gripir sem safn- inu bárust eru þessir: Rómverskur peningur, sem fannst í hleðslu í Skansinum í Vestmannaeyj- um, forngripir þeir sem fundust við fornleifarannsókn í Kópavogi, nokkrir gripir úr rústum í Þjórsárdal, kirkjuhurðarhringur af Búðakirkju á Snæfellsnesi, innsigli eins og það sem Gunn- laugur Briem Guðbrandsson á Grund átti, útskornir taflmenn úr íslensku birki og tóbaksponta eftir Jóhannes Helgason í Gíslabæ. Allmikið berst af fatnaði frá þessari öld sem og búshlut- um síðari tíma. Þá fékk safnið til varðveislu marga góða gripi og húsgögn úr dánarbúi Ásu Þorsteinsdóttur Kristensen í Lækjargötu 10 í Reykjavík. Gefendur Fer hér á eftir listi yfir gefendur safngripa á árinu 1992: Þór Guðjónsson, R., Guðrún Sigurðardóttir, Akureyri, Skúli Helgason, R., Inga Lára Bald- vinsdóttir, Eyrarbakka, Bergþóra Jóhannsdóttir, R., Ólöf Friðjónsdóttir, Leirárgörðum, Sig- rún Einarsdóttir, Klettum, Byggðasafn Vestmannaeyja, Elsa E. Guðjónsson, R., Nanna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.