Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 163
ÁRSSKÝRSLA 1992
167
stofnunar Austurlands óskaði leyfis að smíðaður yrði pallur hjá minjunum í Hvannalindum
til að létta álagi á þær, nefndin heimilaði það og samþykkti þjóðminjaráð í framhaldi af því
að veita nokkra fjárhæð til smíðinnar. Hinn 6. ágúst fóru allir nefndarmenn austur að Stöng í
Þjórsárdal og skoðuðu fornleifarannsóknir Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar sem varpa nýju
ljósi á þennan minjastað og gera hann jafnvel enn merkari en áður. En nefndarmönnum var
mikið áhyggjuefni hve rústirnar sem rannsakaðar voru þarna árið 1939 hafa látið á sjá og hve
yfirbygging rústanna er illa farin. Nefndin hefur því falið þjóðminjaverði að leita leiða til að
bæta úr þessu.
Önnur mál
Fjölmörg önnur mál varðandi einstaka minjastaði og fornleifar komu að sjálfsögðu inn á
borð nefndarinnar en hér verður staðar numið og vísað um það að nokkru í starfsskýrslu
fornleifadeildar.
Fornleifadeild
Fornleifarannsóknir
Þrátt fyrir víðtækt lúutverk hafði fornleifadeild Þjóðminjasafns aðeins einum föstum
starfsmanni á að skipa á árinu: Guðmundi Ólafssyni, deildarstjóra eða fornminjaverði eins
og staðan nefnist nú.
Aðeins ein stór fornleifarannsókn fór fram á vegum fornleifadeildar. Bessastaðanefnd
kostaöi rannsóknina. Verkstjóri var Sigurður Bergsteinsson, fornleifafræðingur. Grafið var á
þremur svæðum við Bessastaði, syðst í húsagarði, innundir hjáleigu og austan við hjáleigu
alls um 95 fermetrar. Fáir munir fundust á þessu svæði, einkum venjulegir brúkshlutir.
Merkasti gripurinn er brot af reykelsiskeri frá miðöldum. Miklar tafir urðu á rannsókninni
vegna óhagstæðs vetrarveðurs.
Grafið var gegnum hluta af mannvirkjum frá 10.-19. öld. Elsta byggingin sem fannst virð-
ist vera með skálalagi með sveigðum langveggjum. Einnig var rannsakaður hluti af lítilli
fornri tóft sem er grafin inn í aflíðandi brekku.
í júní var deildarstjóra boðið sem gestafornleifafræðingi að taka þátt í rannsókn á nor-
rænni bæjarrúst í Vestribyggð á Grænlandi. Bæjarstæðið er enn í mikilli hættu vegna eyðing-
arafla jökulár sem er að brjóta framan af bænum. Ef nægilegt fjármagn fæst verður framhald
á þessari rannsókn, sem hefur mikla þýðingu fyrir norræna miðaldafornleifafræði.
Aðrar rannsóknir
Allmargar rannsóknar- og eftirlitsferðir voru farnar á vegum fornleifadeildar. Má þar
nefna eftirfarandi:
Beinafundur á Skansinum í Vcstmannaeyjum. Er verið var að vinna við lagfæringar með vél-
gröfu á Skansinum, Vestmannaeyjum fundust mannabein. Hægt var að rannsaka hluta graf-
arinnar sem reyndist vera á um 120-180 cm dýpi og liggja í austur-vestur, með höfuð í vest-
urenda. Hjá gröfinni fundust sjö gripir, m.a. armband úr bronsi og brot úr kambi. Með hlið-
sjón af þessum gripum og afstöðu grafar við gjóskulög má ætla að hún sé frá síðarj hluta 10.
aldar eða fyrri hluta 11. aldar.
Grafreitur á Laugalnndi í Þelamörk. Er verið var að bora eftir vatni við gamla kirkjugarðinn
að Laugalandi þurfti að jafna undir framkvæmdasvæðið. Við það var að hluta til farið inn á
svæði þar sem ætla mátti að kirkjugarðurinn hafi verið. Athugun jarðfræðings og forstöðu-
manns Minjasafnsins á Akureyri benti til að veggjahleðslu hefði verið spillt, en engar grafir
komu í ljós.
Kirkjugarður Hraungcrðiskirkju í Hrnungerðishreppi. Er verið var að grafa holur vegna styrk-
ingar á undirstöðum Hraungerðiskirkju komu í ljós mannabein. Þar reyndist vera um fornar
kristnar grafir að ræða. Einnig fannst hleðsla sem hugsanlega er úr eldri kirkjubyggingu.