Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Síða 173
ÁRSSKÝRSLA 1992
177
Grenjaðarstaður. Á Grenjaðarstað er stór torfbær frá lokum 19. aldar. í honum er byggða-
safn sem dregur að sér mikinn fjölda ferðamanna. Viðhaldi bæjarins hefur verið mjög ábóta-
vant í mörg ár. Sumarið 1990 var hafið átak til úrbóta. Lokið var viðgerð á baðstofuhúsinu
vestast í húsaþyrpingunni. Sumarið 1991 hafði verið gert við vesturhluta húsagrindarinnar.
Nú var verkinu fram haldið, gert við aðra hluta grindarinnar og gólfbita. Mest allar veggja-
klæðningar þurfti að taka niður og setja upp að nýju. Þrjú herbergi af sjö sem í húsinu eru
voru máluð að innan. Gert var við kvistglugga á austurþekjunni og ný torfþekja var sett á
húsið. Jafnframt voru endurhlaðnir veggir í norðurhluta húsasundsins vestan við framhúsa-
röðina.
Sauðanes á Langanesi. Gamli prestsbústaðurinn á Sauðanesi er glæsilegt íbúðarhús frá því
um 1897. Það er byggt úr höggnu grjóti og var óvenjulegt hús að mörgu leyti. Húsið hefur
staðið autt í nokkra áratugi. Þjóðminjasafnið tók við húsinu af kirkjumálaráðuneytinu árið
1989 til að bjarga því frá frekari eyðileggingu. Sumarið 1991 var húsið skoðað ítarlega, mælt
og teiknað og drög lögð að fyrstu viðgerð. Sumarið 1992 hófst mikil viðgerð á húsinu. Við
upphaf viðgerðarinnar kom í ljós að húsið var enn verr farið en áður var talið. Nauðsynlegt
reyndist að skipta um hluta þakviða og mjög mikil vinna var við að endurbæta útveggi húss-
ins sem voru að hruni komnir. Að mestu leyti var skipt um bindiefni í vegghleðslunni og að
nokkru leyti voru hleðslur teknar niður og endurhlaðnar.
Bustarfcll í Vopnafirði. Stór torfbær frá miðri 19. öld, en að hluta til bæði eldri og yngri.
Búið var í bænum til 1963 og sér þess meðal annars merki í steinsteypu og rafmagnslögnum.
í bænum er Minjasafnið á Bustarfelli, stofnað árið 1982, í eigu Vopnfirðinga. Ríkissjóður
keypti bæinn árið 1943. Á undanförnum árum hafa verið gerðar allmiklar endurbætur á
bænum. Sumarið 1992 var nokkuð unnið við lagfæringar á framþiljum bæjarins og nokkur
húsanna voru máluð að innan. Gert var einnig við burðarvirki í fjósi.
Sómastaðir við Reyðarfjörð. Hlaðið steinhús, byggt árið 1875 sem viðauki við gamlan torf-
bæ. Utveggir hússins eru úr ótilhöggnu blágrýti, tvíhlaðnir og bundnir með smiðjumó.
Veggjagerð þessi er líklega einstök hér á landi. Ríkissjóður keypti Sómastaði þegar ráðgerð
var bygging málmbræðslu við Reyðarfjörð. Þjóðminjasafnið tók við garnla húsinu til varð-
veislu árið 1989. Byrjað var að dytta að því árið 1990 og viðgerð hófst sumarið 1991. Nýir
gluggar voru þá smíðaðir og steinsteyptur skúr við vesturgafl hússins var rifinn. Sumarið
1992 var gert við báða gafla hússins, bæði steinhleðslu og timburþil. Þakið var endurbætt og
klætt rennisúð að nýju.
Teigarhorn við Berufjörð. íbúðarhús kaupmannsfjölskyldu frá 1880, sumardvalarstaður.
Fjórir af útveggjum hússins voru endurbættir sumarið 1992, rifið utan af þeim, húsgrindin
endurnýjuð, gluggar endursmíðair og veggir klæddir að utan.
Bænhús á Núpsstað. Lítil torfkirkja í umsjá Þjóðminjasafns. Hér er líklega um einhverja
minnstu kirkju landsins að ræða og er hún af gamalli gerð með langbekkjum í framkirkju og
háu rimlaþili milli kórs og kirkju. Bænhúsið er jafnframt hluti af merkilegri heild sem allur
Núpsstaðarbærinn er. Sumarið 1992 fór fram mikil viðgerð á bænhúsinu. Mold hafði í tímans
rás runnið úr torfveggjunum og valdið miklum fúa á timburverki hússins. Innra byrði torf-
veggjanna, sem er reyndar að mestu leyti úr grjóti, var endurhlaðið og gert var við mikinn
fúa í húsgrindinni og klæðningum.
Keldur á Rangárvöllum. Torfbær með fornu lagi og íbúðarhús úr timbri frá 1937 í eigu
Þjóðminjasafnsins. Torfbærinn, sem er tvímælalaust einhver sá merkasti, þarfnast mikilla
endurbóta. Sumarið 1992 var unnið að endurbótum á timburhúsinu. Bárujárn á þaki og veggj-
um var allt endurnýjað, kvistir rifnir af þakinu og gluggar endurnýjaðir.
Tungufellskirkja. Járnklædd timburkirkja reist árið 1856. Kirkjan var bændakirkja allt til
ársins 1987 er eigendurnir afhentu hana Þjóðminjasafni Islands til varðveislu með gjafabréfi.
Tungufellskirkja er smíðuð upp úr eldri kirkju og er að ýmsu leyti fornfáleg. Prédikunarstóll,