Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Síða 82
82
urinn taki að sjer, að greiða tilsvarandi styrk til upp-
gjafapresta og prestaekkna, í viðbót við þær 2500 kr.,
sem nú eru veittar í þessu skyni, og tilfærðar i fjár-
laganna 13. gr. A. b. 3., þannig, að hin samanlag'ða
upphæð verði hækkuð upp í 5000 kr.
Um 8. gr.
Álcvarðanir þessarar greinar eru samkvæmar því,
sem hefir tíðkazt, þá er kirkjur hafa verið lagðar niður
að undanförnu, en til að taka af öll tvímæli í því til-
liti, þótti rjettast, að setja hjer um það beinlínis ákvörðun.
Um 9. gr.
f>ar sem stungið hefir verið upp á, að eitt presta-
kall væri lagt niður, og sameinað að öllu leyti við ann-
að brauð, þá þótti eigi í hverju einstöku tilfelli þurfa
að taka fram, að kirkjujarðir og aðrar fasteignir, ítök
og hlunnindi hins niðurlagða prestakalls fjellu til þess
brauðs, sem það væri lagt saman við, en samt þótti
rjettara að setja, eins og gjört er í þessari grein, al-
menna ákvörðun, er tæki af allan efa í þessu tilliti.
En þar sem stungið er upp á, að skipta brauði milli
tveggja prestakalla, er það ávallt tekið fram, hvort
prestakallið eigi að halda fasteignum hins niðurlagða
brauðs, eða á hvern hátt þeim skuli skipta milli presta-
kallanna.
í sambandi við þetta má geta þess, að þar sem
nefndin hefir stungið upp á, að greiðast skyldi frá
einu brauði uppbót til annars brauðs, þá hefir hún að
visu aðeins ákveðið uppbótina með vissri peninga-upp-
hæð; en það er álit nefndarinnar, að rjettast sje, að
svo miklu leyti sem því verður við komið, að greiða
uppbótina með því, að leggja kirkjujarðir frá því brauð-
inu, sem hana á að láta í tje, til hins brauðsins, sem
við henni á að taka, á þann hátt, að jarða-afgjöldin