Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Síða 89
89
6. gr.
Eigendur skipa og báta skulu, ef þeir eru innan
sóknar, en ella formaður, standa hreppsnefndinni skil á
gjaldi því, sem um er rætt í 5. gr., fyrir þá utansókn-
armenn, er róa á skipum þeirra. Ef fleiri eiga skip
saman, og eru eigi allir innan sóknar, þá skulu þeir
standa skil á gjaldinu, sem innan sóknar eru. Ef tor-
maðurinn á að greiða gjaldið, og sje hann utansókn-
armaður, skal hann hafa greitt hreppsnefndinni gjald-
ið, áður en hann fer burt úr sókninni. Farihannburt
úr sókninni, án þess að greiða gjaldið, ber honum að
greiða það þrefalt.
7- gr.
Hreppsnefnd (minni hl.: sóknarnefnd) skal inn-
heimta öll föst kirkjugjöld, og standa kirkjuráðanda
skil á tekjunum fyrir nýár.
8- gr-
Gjöld þau, sem talin eru í lögum þessum, skal
heimta inn í fyrsta sinn á fardagaárinu 1880—1881.
Eindagi á tíundum og ljóstollum er 1. d. desem-
bermánaðar ár hvert.
9- gr.
Legkaup skal greiða fyrir börn yngri en tvævetur
með 5 álnum, en fyrir eldri með 10 álnum.
10. gr.
Fyrir sveitarlimi og öreiga skal greiða gjöld til
kirkna úr sveitarsjóði.
Um hinar einstöku ákvarðanir frumvarpsins skal
hjer farið nokkrum orðum :