Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Qupperneq 96
96
3- gr.
f*egar sóknargjald til prests er ákveðið fyrir hverja
kirkjusókn, skal fyrst telja, hve margar álnir prests-tí-
und af fasteign og lausafje hefirárhvert verið að með-
altali á 5 ára tímabilinu 1872—1877, og skal þar við
bæta þeirri álnatölu, sem tíund mundi hafa numið af
þeim jörðum í sókninni, sem undanþegnar hafa verið
tíundargjaldi til prests.
þ>á skal telja, hve mörg dagsverk prestinum hafa
goldizt úr sókninni eptir sama meðaltali, og reikna
hvert dagsverk 5 álnir.
Að síðustu skal finna, hve miklu lambsfóður og
offur í sókninni hafa numið, eptir sömu reglu, 1 pen-
ingum, og breyta þeirri peninga-upphæð í álnir eptir
meðalverði allra meðalverða hin fyrnefndu 5 ár.
þ>að álnatal, er þannig finnst samtals fyrir sókn-
ina, verður hið fastákveðna sóknargjald.
4- gr.
Stiptsyfirvöldunum skal falið á hendur, að reikna
út sóknargjald hverrar sóknar eptir reglum þeim, sem
settar eru í 3. gr., en landshöfðinginn staðfestir sókn-
argjaldið.
5- gr.
Verði síðar gjörð breyting á sóknaskipun, skal
sömu reglum fylgt, til að finna breyting á sóknargjald-
inu, nema hlutaðeigandi söfnuðir semji öðruvísi um.
6. gr.
Heimilt er söfnuði að hækka sóknargjald sitt allt
að þriðjungi, ef það er samþykkt með meira hlut at-
kvæða á almennum safnaðarfundi. Eigi slík hækkun
að gilda lengur en 1 ár, þarf að endurnýja hana á
sama hátt.
7- gr.
Sóknargjaldinu í hverri sókn skal jafnað niður
eptir efnahag og ástæðum á alla sóknarmenn, sem