Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Blaðsíða 97
97
eru sjálfum sjer ráðandi, og gjalda til landssjóðs eða
sveitarsjóðs, að sóknarprestinum undanskildum. Sókn-
arnefndin semur niðurjöfnunarskrá fyrir miðjan júlí-
mánuð ár hvert, og skal skrá þessi liggja til sýnis á
kirkjustaðnum til ágústmánaðar loka. Ef einhver sókn-
armaður álítur niðurjöfnunina ósanngjarna, má hann
bera það mál brjeflega upp við sóknarnefndina, áður
en ágústmánuður er út runninn; skal sóknarnefndin þá
eiga fund með sjer í öndverðum septembermánuði, og
boða til þess fundar hvern þann, er kært hefir niður-
jöfnun nefndarinnar. Skal nefndin á fundinum skýra
ástæður sínar fyrir þeim atriðum, er ágreiningurinn ris
af, og takist henni eigi að fá hinn óánægða til að taka
aptur umkvörtun sina, skal nefndin hið skjótasta kveðja
til almenns safnaðarfundar, er ræður málinu til lykta.
8. gr.
Sóknarnefndin heimtir saman sóknargjaldið, eður
sjer um, að það sje goldið prestinum skilvíslega í tæka
tíð. Eindagi á sóknargjaldi er um veturnætur.
9- gr.
Sóknargjaldið er rjett goldið með þeim gjaldmáta,
sem ákveðinn er í opnu brjefi 18. marz 1859 um tíund
til prests og kirkju.
Ástœður fyrir lagafrumvarpi pessu.
Minni hlutinn er meiri hlutanum að öllu leyti
samdóma um það, að það beri að af nema dagsverk
til prests og tíund af fasteign og lausafje. Tíundir
hafa þó verið eitt hið rjettvísasta og eðlilegasta gjald
i sjálfu sjer, þó það sje smábrotið, og að því leyti leið-
inlegt og óhagkvæmt fyrir prestinn. En sje tíundin af
numin, sem er eitt hið rjettvísasta gjald, þykir minni
hlutanum sjálfsagt, að afnema einnig lambsfóðrin, sem
eru eitt hið ósanngjarnasta gjald, þar sem sá búandi,
sem hefir jörð til ábúðar, sem er yfir 100 hundruð að
Kirkjutíðincli fyrir ísland. X. 7