Norðurljósið - 01.01.1978, Page 2

Norðurljósið - 01.01.1978, Page 2
2 NORÐURLJÖSIÐ Sæmundur G. Jóhannesson, ritstjóri, Akureyri. Minnst á nokkur vandamál ÚTVARPSERINDI Heilir allir hlýðendur! Ég býst við, að flestir þekki „Dæmisögur Esóps,“ spakvitra mannsins í fornöld? Ein þeirra er um mýsnar og vandamálið mikla, sem þær þurftu að leysa. Veiðiköttur, mikill og góður, ásótti þær, veiddi og drap. Olli hann miklum usla á meðal þeirra- Hvað áttu þær að taka til bragðs? Hvað gera menn, þegar þjóð, þjóðir eða félaga- samtök eiga í vandræðum? Þeir halda ráðstefnur. Þetta gerðu mýsnar einnig. Þær héldu ráðstefnu. Var mikið um málið rætt. Loksins var það óvenjulega lega vitur mús, er bar fram bráðsnjalla tillögu. Hún var sú, að bjalla skyldi hengd á köttinn, svo að heyra mætti til hans, er hann nálgaðist. Tillaga þessi var undir eins samþykkt. Hvernig fór með framkvæmdirnar? Þær urðu engar. Sú mýsla fannst ekki, sem treysti sér til að hengja bjöllu á köttinn. Vígorðið: „Samtök eru máttur,“ þekktu mýsnar ekki- Samvinnuhreyfingin var þá eigi komin til sögunnar. En hefðu þær orðið samtaka, safnað miklu liði og sam- einaðar ráðist á köttinn, þá hefðu þær getað gengið af honum dauðum- „Enginn má við margnum.“ Kisa ein mikil er sest að hér á íslandi, þótt víðar um heiminn eigi hún systur. Kisa þessi er kolsvört á litinn. Segja sumir, er telja sig sjá hana best, að í hausi beri hún gular glyrnur ágirndar og fégræðgi. Hefur kvik- indið verið kappalið nú um nokkurt skeið. Kalla menn kisu þessa verðbólgu. Ekki minnist ég þess, að flokk- ur nokkur eða félag vilji kannast við nokkra ábyrgð á eldi þessa veiðikattar efnahags íslands. Ég er hlutlaus áhorfandi. Ég tek engan þátt í stjórn- málum, ekki heldur verkföllum, ef til vill fyrir þá sök, að ég tilheyri engri stétt nema þá helst ritstjóra- Minnist ég ekki þess, að þeir hafi nokkru sinni farið í verkfall sem stétt. Ekki læt ég vinnudeilur og verkföll afskiptalaun með öllu. Biblían býður mér sem öðrum mönnum, er sannkristnir vilja kallast, að biðja fyrir þeim, sem hátt eru settir. Margsinnis bið ég þess, að Guð gefi þeim, sem hátt eru settir, visku til að ráða fram úr vandamálum, sem steðja víðs vegar að. í verk- föllum hef ég tekið þann óbeina þátt, að ég hef beðið Guð oft og mörgum sinnum að gefa þeim visku og sanngirni, sem eru að semja um kaup og kjör. Ég bið um, að samkomulagið verði svo sanngjarnt og réttlátt sem kostur er á. Ég veit, að aldrei situr fullkomið rétt- læti að ríkjum á Islandi né í öðrum löndum á jörðunni fyrr en Kristur kemur aftur og tekur við stjóminni hér á jörð. Biblían segir, að Kristur kom aftur. Komu hans mun fylgja brátt friður meðal þjóða og hagsæld allra þeirra, sem verða und'r stjórn hans með fúsu geði. Ég bið oft um endurkomu Krists, líklega geri ég það á hverjum degi. Þetta ættu fleiri að gera- Víxlhækkanir kaups og verðlags eru mikið vanda- mál. Ef menn vildu sjá mynd af því, hvert það vanda- mál getur leitt þjóð okkar. þarf ekki annað en kynna sér, hvernig fór hjá Þjóðverjum eftir fyrri heimsstyrjöld- ina, sem stóð frá 1914 til 1918. Þeir höfðu játast undit að greiða geysiháar skaðabætur. Gengi marksins tók að lækka. Verðbólguhjólið tók að snúast hraðar. Hver gengisfellingin rak aðra. Þá kom að því, að verkamenn óku í hjólbörum þeim seðlabunkum, sem þeir fengu í kaup. Loksins urðu seðlarnir ekki virði þess pappírs, er þeir voru prentaðir á. Ríkið varð gjaldþrota. Sumir stefndu að því, minnir mig, að sovét-Þýskaland risi upp úr þessum rústum fjárhagsins Eigi varð það- Upp reis nazista-Þýskaland. Tuttugu og einu ári eftir, að friður var saminn í Versölum, gat það steypt helminum út í aðra heimsstyrjöld, langvinnari, mannskæðari og hryllilegri en var hin fyrri. Við Islendingar áttum okkar gullöld til forna. Uppi voru þá þeir afreksmenn, sem héldu vel uppi hlut ís- Iands, þegar þeir kepptu við aðra á erlendum vettvangi. Afreksmenn slíka eigum við nú. Má því kalla samtíð okkar gullöld hina nýju á sviði íþrótta. Ef til vill eignast þjóðin líka bráðsnjalla, hágáfaða hugsjóna- menn, sem starfi í anda Hitlers eða Lenins. Hvað er það, sem ekki getur komið, fyrir? Stundum heyrist sagt í fjölmiðlum, einkum þegar lesið er úr forystugreinum landsmála-blaðanna, að útvegsmennn og atvinnurekendur greiði svo lítið kaup, að enginn geti lifað á því mannsæmandi lífi. Sé þetta rétt, getur þá ekki orðið styttra að bíða stórra tíðinda en sum r munu búast við? Aðrir vilja 30 stunda vinnuviku, og 25 stunda vinnuvika, minn- ir mig, að hafi heyrst nefnd. Menn eiga að geta veitt sér allar nauðsynjar lífsins, en hafa þó talsverðan afgang fyrir áfengi og tóbaki. Þetta síðasta tvennt er þó aldrei nefnt á nafn upphátt í þessu sambandi- Drjúgur skerfur af kaup'nu getur farið í þetta tvennt og í skemmtanir, einkum hjá unglingum. Aldrei gleymi ég því, er forstöðumaður safnaðarins á Sjónarhæð sendi mig í Áfengisverslun ríkisins hér á Akureyri, til að kaupa messuvín. Ég kom þar síð- degis á föstudegi. Búðin var lítil, enda var hún troð- full. Af launakökum sumra fékk Balckus þarna vænar sneiðar. Ekki býst ég við því, að áfengisneysla manna hér á Akureyri sé meiri en sums staðar á öðrum stöðum. En vandamálið: ofnautn áfengis, teygir sínar kattar- klær víða og krækir sér í allra vænsta fólk á stundum, þar á meðal unglinga.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.