Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 8

Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 8
8 NORÐURLJÓSIÐ Ævintýri flugfreyjunnar Eftir Rosemary Patrick. Þýðandi ritstjóri Nlj. 1. kafli. Óheillaspá. ,.Það er þó eitt við hana Oddu (Audrey) okkar, að hún er alltaf vongóð,“ sagði frú Mason um leið og hún rétíi nágrannakonu sinni tebolla. Það varð þögn. Frú Reid lét sykur í bollann, hrærði í honum, og sagði um leið: „Gott er það út af fyrir sig. En frú Mason, skyldi Odda vita, hvert hún á að snúa sér, verði hún fyrir algerum vonbrigðum?" Frú Mason varð áhyggjufull á svipinn. „Ég veit, hvað þú átt við, og ég hef beðið fyrir henni daglega, síðan ég lærði að þekkja frelsarann.“ Odda heyrði ekki svar móður sinnar. Hún hafði ver- ið í forstofunni að leita að svörtum hanska í drag- hólfi. Leitin hafði alls ekki farið hljóðlega fram, og hún var eklcert að fela það, að hún heyrði fyrri hluta samtalsins. Áður en því lauk skellti hún útihurðinni á eftir sér og tiplaði niður trjágöngin,, meðan hún lét á sig áður týnda glófann. Odda Mason var mjög álitleg stúlka. Hún var í blárri kápu með háum kraga. Á höfðinu bar hún lítinn hatt. Undir honum voru hrokknir, gullnir lokkar. En storm- ur var í augunum hennar bláu og uppreisnarsvipur á andliti hennar, sem oftast nær var þó glaðlegt. Það var skömm fyrir móður hennar að ta!a svona um hana við nágrannana. Hvað hún frú Reid var svartsýn mann- eskja. Hvað átti hún við með orðunum: „Verði hún fyrir algerum vonbrigðum?“ Odda hafði kynnst vonbrigðum og erfiðleikum á ævinni, en nú um hríð virtist allt ganga mjög vei. Það var aðeins í skáldsögum af sérstakri nútímagerð, þar sem allt gekk illa, og ógæfan var í felum á bak við götuhornið. Odda las þessar bækur, „af því að þetta var siður.“ En hún trúði ekki í raun og veru, að þetta kuldalega líf, sem þær lýstu, væri til, ekki frekar en raunveruleiki í ævintýrunum, sem hún !as í bernsku. Odda hafði nýlega lokið flugfreyju námi. Dálítil töf hafði orðið á því, að hún gæti hafið starf. En eftir viku átti hún að byrja að vinna í flughöfninni við þetta hugsjónar starf sitt, sem hún vænti, að mundi að lokum kynna henni marga staði og ævintýra- lega víðsvegar um heiminn. Svo var það auðvitað Davíð. Hún hafði kynnst Davíð, meðan hún var við nám í flughöfninni. Þau höfðu ððar orðið hrifin hvort af öðru. Hann var umsjónarmaður á einni af flugleiðunum. Þessa viku var hann í Belfast. Hann hafði boðið Oddu út með sér þetta kvöld. Hún vonaði, að hún mundi sjá hann miklu oftar, þegar hún væri komin í flug- freyjustarfið. Það var hlægilegt, að frú Reid skyldi tala um, ef hún yrði fyrir algerum vonbrigðum . . . .“ Er hún kom út úr trjágöngunum, sá hún strætis- vagninn koma og hljóp þangað, sem hann nam staðar. Hrifningarglóðin hlýja, sem var í hjarta hennar, rak á brott kuldann, sem var í orðum hennar frú Reid. 2. kafli. Von skotið á frest. Einhvern veginn fór það svo, að Oddu reyndist ekki létt að g'.eyma þeim orðum, sem frú Reid hafði talað heima hjá henni. Þegar hún fór úr strætisvagninum, leit hún dálítið áhyggjufull á bóksölustaðinn, þar sem þau Davíð höfðu mælt sér mót. Ekki sást hann þar. Stöðvarklukkan sýndi, að Odda var fáeinum mínútum fyrr á ferð en ráðgert hafði verið, Davíð hafði líka skrifað, að verið gæti, að honum yrði ekki kleift að vera stundvís. Hún hafði Iofað að bíða. Odda settist niður. Hún skemmti sér við að horfa á fólkið, sem streymdi framhjá. Fólk vakti ætíð áhuga hennar, og hún bjó sér til litlar sögur í sambandi við það, sem fyrir augu bar. Þarna var stúlka, sem gekk fram og aftur langa stund, eins og hún væri að bíða eftir einhverjum. Snögglega virtist hún taka ákvörðun og gekk yfir stöðina til ungs manns, sem líka hafði beðið þar um tíma. Odda tók eftir því, er þau stóðu og töluðu sam- an, að þau höfðu bæði í hnappagötum dökkrauða rós. Gat verið, að þau hefðu hittst þarna vegna aug- lýsinga, sem birtust í dálknum „Einkamál," í blaðinu „Ritsíminn?" Önnur skýring gat Oddu ekki dottið í hug. Er liðinn var fjórðungur stundar, keypti hún sér kvöldblað á blaðsöluborðinu. Hún fór að athuga dálk- inn „Lausar stöður.“ Henni fannst sá dálkur alltaf mjög skemmtilegur. Það virtist vera í borginni fólk, er stundaði störf, sem báru mjög einkennileg nöfn. Hún las allt um „Lausar stöður“ og „vantar fólk“. Sömuleiðis: „Fæðmgar, hjónabönd, dauðsföll." Síðan- byrjaði hún á fréttunum og reyndi að sökkva sér niður í þær. Klukkustundu síðar en þau Davíð höfðu ætlað að hittast, braut hún blaðið hljóðlega saman, lagði það á sætið og setti á sig hanskana og reis á fætur. Davíð hafði ekki komið. Hún leyfði sér ekki að hugsa um, hver ástæðan gæti verið. Ein setning fór aftur og aftur um huga hennar: „Verði hún fyrir al- gerum vonbrigðum.11 Kominn var kökkur í háls henn- ar, og til þess að jafna sig ákvað hún að ganga þang- að, sem strætisvgninn var vanur að stansa. Leiðin var stutt. Göturnar virtust troðfullar af hamingjusömu fólki, sem væri úti að njóta kvöldsins. Loksins komst hún í strætisvagninn og starði sem

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.