Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 10

Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 10
10 NORÐURLJÓSIÐ „Hvernig komumst við til þessa kastala. Þetta hljóm- ar dálítið rómantískt.“ „Við förum með strætisvagni. ! raun og veru er þetta skammt frá heimili mínu. Vellirnir eru mjög fallegir, og þú getur farið alla leið upp á toppinn á Hellishæð, — en ekki á þessum skóm. Kastalinn sjálf- ur virðist nógu hrífandi, en ég held ekki, að hann sé mjög gamall. Ég hef ekki hugmynd um, hver átti þar heima.“ „Þú ert þá ekki mikil leiðsögu-bók,“ sagði Davíð stríðnislega. Meðan strætisvagninn þaut upp veginn, þá gat ekki Odda látið vera að velta fyrir sér, hvað móðir hennar mundi segja, ef hún vissi, að þau væru að koma svo nálægt heimili hennar, þrátt fyrir þær mótbárur hennar, að það væri of langt fyrir Davíð að fara þetta. Hún ákvað líka, að hún færi ekki heim með Davíð til kvöld - verðar. Hún hafði enga hugmynd um, hvort væri til nokkur kaka í húsinu. Henni fannst, að það væri hin mesta smán, ef móðir hennar gæfi Davíð brauð og smjör og tebolla í kvöldverð, eins og það væri sjálfsagt. Þau ræddu almenn málefni, meðan þau gengu fram- hjá nýtísku-húsum. Þau gengu upp götuna með falleg snæblóm (rhododenron) beggja vegna. Annars vegar lágu skógi vaxnar brekkur upp að brúninni á Hellishæð. Til hinnar handar hafði verið graslendi, en nú var farið að byggja þar. Þau gengu ákveðin upp til kastalans og ræddu á meðan um daginn og veginn, uns þau komu til kastal- ans. Þau dáðust að byggingunni og sneru síðan inn á eina af götunum mörgu, sem lágu á milli trjánna. Þetta var allt svo friðsælt, að Oddu brá, þegar Davíð hóf máls: „Odda, eitthvað hefur átt sér stað, sem gerbreytt hefur ævi minni. Odda nam staðar og horfði undrandi framan í hann. „Hvað áttu við, Davíð?“ spurði hún. „Ég býst við, að þetta hljómi sem tilfinningamál,“ viðurkenndi Davíð. „En mér er alvara. Ég hef tekið á móti Drottni Jesú Kristi sem frelsara mínum, og héðan í frá get ég ekki sjálfur stjómað lífi mínu. Það verður að lúta honum.“ „En, Davíð. . . .“ „Odda, leyfðu mér að Ijúka máli mínu. Ég hef alltaf verið eigingjarn og útilokað Guð með öllu. En kvöld nokkurt fór hópur af okkur í matstofunni að ræða um biblíuna. Einn piltur sagði, að við værum alls ekki hæfir til að tala um biblíuna, af því að við þekktum hana ekki nokkurn skapaðan hlut. Mér fannst þetta réttmætt, svo að ég ákvað að líta í hana. Ég byrjaði á nýja testamentinu. Einhvern veginn fór það svo, þegar ég las í guðspjalli Matteusar, hvernig Drottinn Jesús hafði yfirgefið allt, sem hann átti mín vegna, jæia, ég fann, að í þakklætisskyni skyldi ég reyna að hlýða boðum hans. Þá fann ég, að meira þurfti en þetta, og að ég þarfnaðist hreinsunar í dýrmætu blóði hans áð- ur en ég gæti hugsað um nokkuð annað. Ég. . . .“ „Hættu, hættu,“ hrópaði Odda. „Odda, ég vona, að þú skiljir mig. I sameiningu get- um við lært meir um þetta. Við.. . . “ Odda var mjög þögul, og hún stóð enn á götunni fyrir framan Davíð og horfði á hann. „Áttu við, að þú sért orðinn trúrækinn eins og hún móðir mín?“ „Ég mundi ekki orða þetta þannig,“ sagði Davíð. Það var ekki í fyrsta skiptið þetta kvöld, sem Odda tók eftir breytingu á honum, einhverju þroskameira, „en þú gætir orðað það þannig.“ „Sé það svona,“ sagði Odda og sneri sér á hæli, „vertu sæll.“ Áður en Davíð gerði sér Ijóst, hvað var að gerast, var hún allt í einu þotin frá hlið hans og horfin á Iítilli götu, sem var á milli trjánna. 5. kafli. Vegir skilja. Davíð hljóp á eftir Oddu og kallaði á hana. Hann kom þá inn á auðan völl og gat hvergi séð hennar nokkur merki. Hann var mjög áhyggjufullur, því að taldi sig bera ábyrgð á Oddu þetta kvöld, og hann varð að vera viss um, að ekkert illt kæmi fyrir hana. Hann stóð nú gagnvart röð nýbyggðu húsanna, sem hann hafði séð fyrr um kvöldið. Hann ákvað að ganga að húsinu, sem næst honum var og spyrja, hvort Odda hefði sést. Þægileg, gráhærð kona opnaði dyrnar á húsinu, þegar hann hringdi. „Gott kvöld,“ sagði hann. Konan horfði mjög vandlega á hann. „Gott kvöld,“ sagði hún. „Ég hef séð ljósmynd af þér. Þú ert Davíð Gray, er ekki svo?“ „Jú,. . . ,en . . .“ Davíð var alveg sem ruglaður. „Já, móðir Oddu.“ Frú Mason virtist fremur óvingjarnleg, en Davíð hleypti í sig kjarki. „Ég er áhyggjufullur út af Oddu.“ Fram á hinsta kvöld ævinnar var frú Mason þakk- lát fyrir það, að hún sagði ekki, þótt það væri komið fram á varir hennar: „Það er ég líka.“ ! stað þess sagði hún: „Við getum rætt þetta betur inni í húsinu, Davíð. Viltu ekki koma inn?“ Þegar Davíð hikaði enn, þá mælti hún: „Odda er háttuð.“ Davíð gekk inn. „Svo að Odda kom þá heim?“ „Já, hún er búin að vera inni í nokkrar mínútur. Viss- ir þú það ekki?“ „Ég er hræddur um, að ég hafi sagt henni eitthvað, sem hún reiddist, svo að hún hljóp frá mér. Ég var að leggja af stað til að leita hennar.“ „Þú reyndir héma fyrst?“ spurði frú Mason. „Já, það sýnist furðulegt, en,“ Davíð leit beint í augu frú Mason, „ég held, að Guð hafi leitt mig hingað." Frú Mason varð undrandi á svipinn, er hún heyrði Davíð ta’a þannig, en hún svaraði hljóðlega: „Ég er viss um, að hann gerði það, Davíð.“ Síðan bætti hún við: „Ég er að ve!ta fyrir mér, hvort ég geti gjört nokk- uð til að hjálpa þér?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.