Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 12

Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 12
12 NORÐURLJÖSIÐ vonbrigða. Hún hafði ekki séð Davíð frá þeim degi, er þau skildu á kastala-völlunum. Hún hafði ýtt honum inn á baksvið hugans, en hann var þar enn. Það kom að henni stundum að sakna hans. Hugmyndin að hitta hann í Lundúnum hafði verið samofin öllum hennar draumum um flugfreyjustarf. Fremur var erfitt að minnast ekki þeirra drauma. Einu sinni, er hún var í Kalkútta, hafði hún vogað sér einsömul út. Einhver hátíð stóð yfir. í borgar- hverfum ýmsum fylgdi manngrúi gyðjunum, sem sátu í hásæti á vörubifreiðum, skreyttum með allavega lit- um ljósum. Ekki leið á löngu, uns hún fann, að hún var orðin óstyrk á taugum og gerði sér líka ljóst, að hún vissi ekki, hvar hún var stödd. Hún stóð á götu- brúninni á gangstéttinni hjá umferðarljósum við Bow- bazae-stræti og vonaðist til að geta náð í leigubifreið. Hún hafði farið úr flugfreyjubúningnum, er hún fór í þessa gönguferð, og handlék nú taugaóstyrk ljómandi demanta-hálsfesti, sem hún hafði keypt sér. . . .Allt í einu sagði þægileg rödd bak við hana: „Afsakið mig . . .. “ Odda sneri sér snögglega við og stóð þá and- spænis enskum manni, sem var jafnhár henni. Hún hafði aldrei séð hann áður. Fremur var hann tötra- lega búinn, án flibba og hálsbindis. Andlit hans bar örlagarákir glataðs lífs. Eitt eða tvö andartök liðu, áð- ur en Oddu varð ljóst, að hann var að betla. Hún sneri sér til hliðar, og hjúpaði ótta sinn og viðbjóð í blæju þótta. En hún hugsaði með sér: „Þessu mun ég aldrei gleyma. Þetta er blátt áfram hræðilegt.. Hvers konar lífemi lifir hann? Hvers konar líferni hefur farið svona með hann? Og samt. . . . ég býst við, að hann hafi byrjað með háfleygum vonum....“ Odda minntist slíkra hluta nú, er flugvélin stóra flaug í átt til morgunsins. Einn af brytunum gekk framhjá. „Líttu út um glugg- ann,“ sagði hann hljóðlega við Oddu, „sjáðu, hvort þú bekkir, hvar við erum?“ Odda særði fram bros. „Sjálfsagt mun ég vita það. Heldur þú, að ég sé alveg nýliði?“ En hún varð undr- andi er hún sá, að hún þekkti ekki landslagið. Það var mishæðótt skóglendi, sem var mistur yfir og ský, eftir því sem hægt var að sjá það gegnum gluggana. Odda sneri aftur á sinn stað. Næst þegar Frank gekk framhjá, sagði hún: „Ég gefst upp. Hvar erum við?“ „Ágiskun þín er jafngóð og mín,“ var áhyggja í rómn- um? „en ég held, að við séum ekki á flugleiðinni.“ Oddu varð ljóst, að flugstjórinn hafði ekki nýlega sent frá sér nokkra tilkynningu. Venjulega klöguðu farþegarnir það, að þeir gætu ekki skilið, hvað hann sagði. . . . En hann hafði ekkert látið heyra til sín. Hvað gat það merkt? Komi eitthvað óvænt fyrir, þá er það ein helsta skylda flugfrevju að hún fullvissi farþegana um, að ekkert sé að óttast, svo að ofsahræðsla grípi þá ekki. Allir verða blátt áfram að sitja kyrrir og treysta flug- stjóranum. Skrýtlur um fólk, sem stekkur með fall- hlífar úr farþega-flugvélum, eru blátt áfram ekki sann- ar. Það eru þar engar fallhlífar til. Odda knúði sig til að ganga fram og aftur eftir ganginum mjóa, sem lá eftir vélinni milli sætarað- anna og ræddi við farþegana. Það er erfitt að líta eðli lega út, þegar einhver er hræddur, hræddari en nokkru sinni fyrr á ævinni. „Jú, við eigum að stansa næst í Kalkútta. . . . Jæja, ég veit það ekki með vissu. Við eigum að vera þar kl. 11.30, en við getum orðið ofurllítið á eftir áætlun. . . . Nei, það er elcki hægt að sjá mikið, þegar svona skýj- að er....Við skulum vona, að bráðum birti upp.“ Við skulum vona það, hugsaði Odda í sínum innra, skelfda manni. Odda vissi, að fólk bað, þegar hætta var á ferðum. En hún fann, að núna gat hún ekki beðið. Hún hugsaði um síðasta kvöldið, sem hún var heima. Móðir hennar hafði horft á hana láta niður farangurinn. Hún var full af ráðleggingum, fullvissun- um og beiðnum um reglubundnar bréfaskriftir og önn- ur móðurleg orð. Þegar Odda stóð upp og skellti niður lokinu á ferðatöskunni, sagði frú Mason: „Ertu búin, góða?“ „Já, mamma, en það eru fáeinir hlutir eftir, sem ég læt niður í fyrramálið. Ég vil ekki láta þá hrukkast.“ „Þú hefur ekki látið biblíu niður,“ sagði frú Mason. „Nei,“ sagði Odda rólega, „og ég hef heldur ekki látið niður eintak mitt af „Dæmisögum Esóps.“ (I þeim tala t.d. dýrin saman, þýð.) Það er gagnslaust, mamma, þú getur aldrei sannfært mig um, að biblían hafi nokk- urt gildi fyrir þennan nútíma heim.“ „Verið getur, að ég sannfæri þig ekki, Odda,“ mælti frú Mason lágum rómi, „en ég get beðið, að heilagur Andi geri það.“ Odda gat ekki hugsað sér nú, hvað hafði komið henni til að svara móður sinni svona. Ef til vill var það spennan, þegar hún var að fara að heiman. Ef til vill hafði ennþá verið einhver beiskja í hjarta hennar út af Davíð. Þetta hafði virst svo snjallt og viðeigandi þá. Núna gerði hún sér Ijóst, hve grimmilegt og lélegt þetta var. Hún óskaði, að hún hefði látið undan til að þóknast móður sinni og tekið biblíu með sér. Það hefði ekki verið mikil fyrirhöfn. 7. kafli. í hættu. Hringt var snarplega bjöllu, og Odda gekk fram í vélina aftur. Mjög bjóðandi rödd kallaði til hennar: „Flugfreyja, ég vil, að þér farið aftur í vélina og gætið að, hvort kassinn minn litli sé vel skorðaður. Það er mjög áríðandi, að sýnishornin, sem eru í honum, skadd- ist ekki.“ Odda hikaði óviss, en Frank kinkaði kolli til hennar og fylgdi henni aftur í enda vélarinnar. Mér geðjast ekki að því að vera að sýsla við þetta, þegar þörf getur verið á mér annars staðar,“ mælti Odda lágri röddu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.