Norðurljósið - 01.01.1978, Side 17

Norðurljósið - 01.01.1978, Side 17
NORÐURLJÓSIÐ 17 Séð úr fjarska sýndist jámbrautarstöðin nýtískuleg og hrein. En er Odda kynntist stöðinni nánar, skipti hún um skoðun. Þarna var fjöldi af Indverjum. Þeir voru hærri, horaðri og hörundsdekkri en hæðafólkið, sem Odda hafði kynnst á umliðnum vikum. Allir virtust vera að flýta sér hingað og þangað. Margir báru þung- ar ferðatöskur eða pakka á höfði sér. Konur sátu þolin- móðar í hópum á jörðinni, umkringdar börnum. Fólk sveipað hvítum línlökum frá hvirfli til ilja lá í skugg- unum. Fyrst hugsaði Odda um það með skelfingu, hvort þetta væru lík. En er hún hafði séð nokkra þarna hreyfa sig, varð henni ljóst, að það svaf aðeins. Þarna var stöðugur hávaði. Undraðist Odda hann mest af öllu. Allir virtust tala eins hátt og rómur leyfði. Sérhver vél þarna virtist blása gufu frá sér ofsalega. Karlmenn gengu þarna fram og aftur með lestunum. Þeir báru á höfðum sér ávaxtakörfur eða með teketil í annarri hendinni og trékörfur með litlum leirbikur- um í hinni. Þeir gátu látið heyrast vel til sín þrátt fyrir allan hávaðann. Odda sá fólk þrátta hátt um lcaup á ávöxtum eða drykk úr litlum leirbollum. Það fleygði þeim síðan á jörðina, svo að ekki væri unnt að nota þá aftur, því að verð bollans var innifalið í verði tesins, sem það drakk. Þetta kvöld og daginn eftir fræddist Odda um það, að allar stöðvar í héraðinu virtust með sama sniði. — Þetta á heima um allar járnbrautarstöðvar á Indlandi. Þó er kaffi selt á sumum svæðum í staðinn fyrir te. Á sumum eru menn með litlla handvagna, er þeir hafa a bækur og tímarit til sölu. Á endastöðinni miklu í Kalkúttu virtist allt vera tífalt meira. Ungfrú Peterson var með stóra tágakörfu. í hana var troðið matvælum, þurrkum og hnífapörum. Öðru hvoru, þegar lestin nam staðar á járnbrautarstöðvum, fátti hún tvær hitavatnsflöskur að hvítklæddum þjóni, sem kom með þær á næstu stöð, stundum tíu mínútum seinna, eða þremur stundarfjórðungum síðar. Ungfrú Petersen sagði þó nokkrum sinnum, að hún væri mjög þakklát fyrir, að þær höfðu tveggja manna klefa út af fyrir sig. Þær snæddu saman kvöldverð, morgunverð °g hádegisverð næsta dag og komu síðdegis til ICal- kúttu. Odda gat eklci hugsað um neitt nema það, hve mjög hún þráði að baða sig. Henni var heitt, klæðin loddu v,ð hana, og henni fannst hún vera óþolandi óhrein. Enda þótt gluggar væru eins harðlokaðir og unnt var Þa kom þó þykkt, steinkornótt ryk inn í vagninn án nfláts. Þótt baðklefi fylgdi herbergi þeirra, komst Odda bví, að hún varð að beita allri orku til að þrýsta a kranann áður en nokkurt vatn kom og langtum oftar sPyttist það á pilsið hennar heldur en á hendur henn ar e^a andlitsdúk. Á ferðinni allri mælti ungfrú Peterson varla orð hda mundi aðvörun Betty og reyndi að halda forvitni sinni í skefjum og spyrja ekki margra spurninga. Það Var nokkru leyti vegna þess, að Odda vildi ekki ó- naða þreytta kristniboðann, að hún lét sem hún ætti allt búið undir dvöl sína í Kalkúttu. Líka var það vegna þess, að hún vildi vera sjálfstæð. Nú þegar hún var komin aftur í borgina, fór Odda að segja sjálfri sér, að hún þyrfti ekki á neinu eða neinum að halda. Hún þekkti borgina nógu vel til að geta fundið sumar göt- urnar og strætin í Evrópu-manna hverfinu. 14. kafli. Komin aftur frá hinum dauðu. Með þeirri tilfinning, að þetta væri ekki svona í raun og veru, gekk Odda inn um dyrnar á flugleiða- skrifstofunni í Kalkúttu. Ritari kom að borði, brosti hjálpfús, og Oddu varð ljóst, að án flugfreyjubúnings- ins þekktist hún eklci. „Ég þarf að finna forstjórann,“ sagði Odda. „Ekki hefur verið samið um viðtal, en þetta er mjög áríðandi." Skrifarinn var efablandinn, en Odda nefndi nafn eins af deildarstjórunum í Lundúnum. Er hún hafði beðið um það bil tíu mínútur, var henni fylgt inn í stóra skrifstofu. Hún skalf lítið eitt í loftkældri stofunni. Forstjórinn leit spyrjandi á hana. Odda settist niður og hóf að segja sögu sína. „Ég heiti Audrey Mason og ég var flugfreyja í flug- vél, sem týndist fyrir nokkrum vikum á milli Singe- pore og Kalkúttu.“ í fyrstu virtist furðulostinn áheyr- andi hennar vantrúaður. En hann hlustaði kurteislega á sögu hennar og virtist brátt sannfærður, nærri því gagnstætt betri dómgreind. Stofan fylltist skyndilega af fólki, sem tók í hönd Oddu og óskaði henni til hamingju með björgun sína. Skrifari ritaði upp hrað- skeyti, sem hún las honum fyrir og sendi móður sinni. Skyndilega varð þögn eins og stundum á sér stað mitt í hávaða og ruglingi. Odda heyrði einhvem segja mjög greinilega. „Þetta er eins og einhver kæmi aftur frá hinum dauðu." Fáum mínútum síðar sat Odda í litlum leigubíl, sem ekið var flónslega hratt eftir troðfullum strætum Kal- kúttu. Þá komu orðin aftur í huga hennar. „Ég ætti í raun og veru að vera dauð, býst ég við,“ hugsaði hún. Hrollur fór um hana við þá hugsun. „Hvar mundi ég vera, ef ég væri dauð?“ var að sjálf- sögðu næsta spuming. Innst í hjarta sínu vissi Odda svarið. Skyndilega varð hún hrædd. Hvar væra þá komnar allar vonir hennar? Þessu velti hún fyrir sér með hrolli. Bifreiðin nam staðar undir þaki, sem stóð á stólpum. Bifreiðarstjórinn, skeggjaður og með vefjarhött, sagði eitthvað óskiljanlegt. Oddu skildist, að hér væri stað- urinn, þar sem vinir þeirra Betty og Dicks áttu heima, en hjá þeim átti hún að skilja eftir rúmábreiðuna. Odda greiddi ökumanninum. Þjónn kom og bar ábreið- una inn í húsið. Er hún spurði eftir „Sahib“ og „Memsahib,“ leiddi þjónninn hana inn um dyrnar, inn í stóra stofu. Þar var hátt til lofts, og gólfið lagt tigul- steinum. Matborð stóð við annan endann og stólar hjá minna borði á bak við. Odda var sett í einn af hæg-

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.