Norðurljósið - 01.01.1978, Page 19

Norðurljósið - 01.01.1978, Page 19
NORÐURLJÓSIÐ 19 hún vildi þjóna. Er þær risu á fætur, hljómaði söng- urinn aftur á svölunum: „Hann er ekki horfna vonin, hann mig leysti syndum frá. Fyrirgaf mér öll mín afbrot, innri friður gafst mér þá.“ 16. Góðar fréttir. Davíð sat í dagstofunni hjá frú Mason í litla húsinu nálaegt kastala völliun. Frá þeim degi, að hann hafði ^ngið bréf frá frú Mason, er tjáði honum, að flug- vél Oddu hefði hrapað og engir hefðu fundist, sem ^omist höfðu af, þá var það orðinn siður hans að líta Þar inn, þegar hann þurfti að sinna skvldustörfum í Belfast. I fyrstunni var hryggð frú Mason mjög sár. Aftur og aftur endurtók hún, hvað hún hafði þráð að leiða óttur sína til Drottins. Davíð reyndi að hugga hana með því að minna hana á, að oft talaði Drottinn til olks, jafnvel á síðustu andartökum þess. En hún hafði neitað að huggast. hetta kvöld skynjaði hann, að hún var orðin eitt- vað breytt. Var sem byrði væri létt af hjarta hennar. eið ekki á löngu áður en hún minntist á það, sem bjó 1 hjarta hennar. „Eitthvað sérlega einkennilegt kom fyrir í dag,“ hóf ru Mason máls, hætti að prjóna og horfði beint á gest- lnn sinn. „Urn Oddu?“ spurði Davíð skjótt. „Jæja, já. . . .og nei, sagði hún, því að hún vildi ekki veikja ástæðulausar vonir. Þú veist, hve mikið ég hef 6 uð Um’ að hnfr verið í lagi með Oddu áður 6U ðn óó. Ég á við, að hún hefði treyst á Krist. Ég veit, a þú vissir ekki, hvort það væri rétt að biðja svona,“ 'T * áfram í flýti, „en ég blátt áfram fann, að ég f 1 nhvissu. Ég veit elcki nákvæmlega, hvenær hún L°m’ en ég sá hana nú,“ sagði hún með klökkvakenndu brosi við Davíð. „Það gleður mig þín vegna,“ svaraði hann hljóðlega. a þögðu þau þgggþ en þögnjn Var rofin með hvellri ■nta ring ngu fáeinum andartökum síðar. Frú Mason °r ram í forstofu til að svara í símann. Davíð heyrði ar>a tala og leggja símatólið á aftur, en frú Mason om ekki inn í stofuna. Davíð sat órólegur við arin- inn’ meðan mínúturnar liðu hjá. Síðan stóð hann pp og gek^ til dyra. Hann lauk upp hurð’nni hljóðlega jog °g vissi ekki hvað hann mundi sjá. ru Mason sat á neðstu tröppunni, horfði á talsím- n» en tárin runnu niður kinnar hennar. er að?“ spurði Davíð, sett:st á þrepið við hlið hennar 0g tók um hönd hennar. aa r»yrS-f tcorn e^ert svar. Svo kom það: „Ekkert er að» Davlð. Qdda er ekki dáin.“ þéttar um hönd hennar. Síðan horfði hann vantruaður framan í hana. „Hvað áttu við? Er hún í sjúkrahúsi eða einhvers- staðar?“ „Nei, hún er í Kalkúttu, lifandi og heilbrigð. Það var pósthúsið, er sendi skeyti. Hún sendi mér það sjálf.“ „Er hún að koma heim?“ Davíð leit til dyranna, eins og hann hugsaði, að hann ætti að fara þegar í stað, ef Odda skyldi allt í einu birtast. „Ég held það, ég veit það ekki,“ svaraði frú Mason. „Ég veit ekki, hvort hún er fær um að fljúga.“ Hún þagnaði þá og mælti hikandi: „Davíð, ég vil, að þú hittir Oddu aftur.“ „En, frú Mason, við samþykktum, að það mundi vera betra, að ég gerði það ekki,“ andmælti hann. En það var ákefð í rödd hans, og ekki þurfti að spyrja, hvað hann langaði til að gera. „Ég veit það, en það var eins og hlutimir voru þá. Þú manst, hvað ég er búin að segja þér. Ég er fullviss um, að í öllu þessu, sem komið hefur fyrir, þá hefur Odda lært að þekkja Jesúm sem frelsara sinn.“ „Heldur þú ekki, að fullvissan þessi hafi komið, af því að Odda er á lífi?“ stakk Davíð upp á. „Nei, ég er fullviss um, að það var ekki,“ sagði frú Mason, en er hún sá, að Davíð var enn hikandi, hélt hún áfram: „Jæja, hugsa þú um það og bið þú um það, Davíð, og láttu mig svo vita.“ „Ég skal gera það.“ „Nú skulum við fá okkur tebolla,“ sagði frú Mason, stökk rösklega á fætur og flýtti sér inn í eldhúsið. 17. kafli. Vegur Guðs fundinn. Einmitt á þeim tíma, þegar rætt var um hana af þeim tveimur, sem elskuðu hana mest, lá Odda vak- andi í rúmi sínu langt í burtu í Kalkúttu, á heimili þeirra Brendu og Jims Grant. (í Kalkúttu er klukkan 5,30 stundum á undan klukkunni í Bretlandi (og á íslandi nú. Þýð.) Odda var að hugsa um morgundag- inn, og hún var hrædd. Er hún dag:nn áður ræddi við forstjóra flugfélags- ins, sagði hann, að félagið greiddi fargjaldið hennar og atvinnu sinni héldi hún, ef hún flygi heim. Annars yrði fargjald hennar heim með skipi greitt, en hún mundi þurfa að bíða talsvert eft;r fari. Á meðan yrði hún að vinna í skrifstofunni í Kalkúttu. Svo þegar hún kæmi heim, væri hún ekki lengur á ábyrgð félagsins. Færi hún ekki heim í flugvél eins fljótt og unnt var, mundi hún aldrei framar geta flogið. „En ég get það ekki ennþá, ekki svona fljótt,“ hugs- aði Odda, er hún bylti sér af annarri hliðinni á hina. „Ef þeir gæfu mér aðeins lengri tíma. “En þeir vildu það ekki. Annaðhvort varð hún að fara með síðdegis- ferð á morgun til Lundúna, eða hún væri orðln at- vinnulaus stúlka, sem vantaði framtíðarstarf. Odda var föl og dapureyg um morguninn. Þegar þær voru einar í stofunni eftir morgunverð, Brenda og hún, þá spurði Brenda hana, hvort hún hefði ekki getað sofið vegna hitans.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.