Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 22

Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 22
22 NORÐURLJÓSIÐ skal ekki rætt um það, heldur bent á, að Jesús Kristur er sonur Guðs í öðrum skilningi en þeir. Það kemur fram svo mörgum sinnum í ritningunni, að á því getur ekki leikið vafi, vilji menn trúa vitnisburði Guðs, sem hann hefur borið um Kr.'st í þeirri bók. Þegar hann var hjá Guði, var hann í Guðs mynd. Á ummyndunarfjallinu, þegar klæði hans urðu fann- hvít og ásjóna hans ljómaði sem sólin, þá fengu þrír af lærisveinum hans að sjá, hvílíka dýrð hann hafði hjá Föðurnum. En hann lítillækkaði sig, afklæddist dýrð sinni og kom fram að ytra hætti sem maður. Hann varð hungraður og þyrstur, þreyttur, þarfnaðist svefns og hvíldar. Hann lítillækkaði sig, varð hlýðinn. Hann laut vilja Guðs í öllum greinum. Hann var laus við alla uppreisn gegn Guði. Þegar hann sá kvalir sínar og krossdauð- an framundan, þá bað hann: „Faðir, ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt.“ Dauði Jesú Krists á krossinum á Golgata — það var e?na leiðin, til að bjarga föllnum, syndugum, sekum mönnum frá réttlátum dómi Guðs. Og slík var elslca Guðs til okkar manna, að hann fórnaði hinu besta og dýrmætasta, sem hún þekkti, sjálfum syni Guðs. Þetta var gert með fullu samþykki sonarins. Með þessu móti einu gátu syndugir menn fengið fyrirgefningu og öðlast eilíft líf, sælu og dýrð hjá Guði. Þriðji kafli. „Orð krossins .... (lKor.1.18.) „Guð lét þannig rætast það, sem hann hafði boðað fyrirfram fyrir munn allra spámannanna, að Kristur skyldi pínast.“ (Post.3.18.) „Orð krossins er. . . . kraft- ur Guðs.“ (lKor.1.18.) (Vér tölum) speki Guðs í leynd- ardómi.... sem enginn af höfðingjum þessarar aldar þekkt', því að ef þeir hefðu þekkt hana, hefðu þeir ekki krossfest Drottin dýrðarinnar." (lKor.2.7.,8.) Ritningin geymir marga spádóma um Krist, saman- lagt skipta þeir hundruðum. Sumir finnast í fórna- lögmáli því, sem Drottinn gaf ísrael, einnig lögum þeim, er Guð gaf þeim um helgidaga, hátíðir og fl. En spádómarnir bentu fram til þess tíma, er Kristur mundi birtast, og til þess verks, er hann mundi vinna mönn- um til hjálpræðis. Páskalambið, syndafómirnar, sektarfómirnar, heilla- eða þakkar-fómirnar bentu fram til fórnar hans. Allar þær fómir, sem kröfðust úthellingar blóðs, voru beinir spádómar um friðþæg- ingu Krists. Hún varð ekki framkvæmd án úthelling- ar blóðs hans. „Sú sálin, er syndgar, hún skal deyja,“ sagði Guð síðar fyrir munn eins af spámönnum sínum. Þetta er í samræmi við það, er hann hafði í öndverðu sagt Adam: „Á þeim degi, sem þú etur af því (skilningstré góðs og ills) skaltu deyja.“ Adam hlýddi ekki. Hann neytti hins forboðna ávaxtar. Þá rofnaði samband hans við Guð. Við, sem lifum nú á dögum og njótum þæg- inda rafmagnsins, vitum mæta vel, að slitni raflínan, rofnar straumurinn. Við sitjum í myrkri og kulda vetr- ar, uns viðgerð hefur farið fram. Þannig sat allt mannkynið í myrkri, uns Drottinn Jesús kom. Hann sagði: „Ég er ljós í heiminn komið til þess að hver, sem á mig trúir, sé ekki í myrkrinu." (Jóh.12.46.) Guði sé lof, að sérhver sá, er njóta vill ljóss lífsins, má koma til Drottins Jesú, samtengjast honum með trúnni á hann og öðlast við það lífið og samfélagið, sem Adam missti forðum. Sannarlega er „orð krossins kraft- ur Guðs til hjálpræðis" þeim, sem trúa á Jesúm. 4. kafli. „Píslir Krists.“ (1P6U.11.) „Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaðiu- og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín (líkur manni, sem byrgir oss auglit sitt, önnur þýðing) fyrirlitinn, og vér mátum hann einskis; — en vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði; vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillætt- an. En hann var særður vegna vorra synda og kram- inn vegna vorra misgjörða; hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. . . . Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á hon- um. . . .Hann var hrifinn burt af landi lifenda; fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.“ (Jesaja 53.3., 4, 5., 6., 8.) „Píslir Krists“ Ritningin bregður upp nokkrum myndum, sem beina hljóta hugsun mannsins að því, hve mikið Drottinn Jesús Kristur varð að líða, er hann lagði á sig harm- kvæli vor, tók á sig þá refsingu, sem þeir hefðu ann- ars orðið að þola, sem trúðu á hann áður og trúa á hann á þessum íma. Ein myndin var páskalambið, er segir frá í 12 .kafla í 2. bók Móse. Það var steikt við eld. Mósebók hin þriðja hefst á kafla um fórnir. Þar mætir brennifórnin auganu fyrst. Hún var öll brennd nema skinnið. Prest- urinn, sem bar hana fram, félck það. Svo kom matfóm, sem brennd var á altarinu. Þá er sagt frá matfóm, sem bökuð var í ofni. Fómir þær, sem brenndar voru á altarinu, gátu allir prestar Guðs séð. En enginn gat horft á, meðan matfórn var bökuð í ofni. Aðeins sá, er alla hluti sér, hvort sem þeir eru leyndir eða opinberir, gat séð hinar leyndu þjáningar Krists, er hann hékk á krossinum í myrkr- inu, sem kom yfir jörðina, þegar hann leið. Hann var fyrirlitinn. Hann ólst upp í Galíleu. Galíleumenn voru ekki mik- ilsmetnir af heldristétta mönnum í Júdeu og Jerú- salem. Ekki var heldur Nasaret í miklu áliti. Er Filippus sagði Natanael vini sínum frá Jesú, spurði hann: „Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?“ Þetta var álitið á heimaborg Jesú.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.