Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 36
36
NORÐURLJÖSIÐ
Sköpun eða þróun?
Eftir ritstjóra Norðurljóssins.
Þegar ég var barn, las ég langan útdrátt úr bók,
sem hélt því fram, að Guð hafi ekki skapað manninn,
eða dýralífið á jörðinni heldur blásið lífi í fáein lífsfræ.
Þau höfðu síðan farið af ýmissum ástæðum að taka
breytingum, lagað sig eftir umhverfinu, og möguleik-
um á fæðu öflun. Breytingar þeirra hefðu haldið áfram,
uns komnar voru fram allar þær lífverur, sem nú
finnast á jörðu. Kenning þessi er á ensku nefnl Evolut-
ion, en á íslensku þróunarkenning.
Kenning þessi hafnar alveg þeirri sögu, sem biblian
segir af sköpun lifandi vera á jörðinni og mannsins
þar með. Þarf ekki að kynna kenning þess nánar, þar
sem hún mun kennd í öllum ríkisreknum skólum. Mæt-
ir hún lítilli mótspymu hérlendis. Erlendis eru þó
menn, sem mæla skarpt á móti henni. Rita þeir bækur
og hafa myndað félagsskap í Bandaríkjunum.
Ein af þeirra bókum hefur komið í hendur ritstj.
Nlj. „Sköpun gegn þróun“ má nefna hana á íslensku.
Af öllu því efni, sem hún geymir, verður valinn kafli,
sem heitir „Human Fossils," „mannlegir steingerv-
ingar“ merkja þau orð.
Steingerðar leifar manna hafa fundist. Eftir þeim
hafa svo verið teiknaðar myndir, sem víða munu
sjást í kennslubókum og söfnum. Sýnir hún álúta,
loðna veru, sem er að hálfu api og að hálfu mað-
ur. Eru þessar myndir oftast að mestu þær hugmynd-
ir, sem náttúrufræðingur einhver hefur getað ímyndað
sér líkamann, sem beinið sé úr, svo að hann sé í sam-
ræmi við þróunarhugmyndir hans. Satt er það, að sum
bein geta gefið listamönnum nokkra hjálp eða hug-
mynd um útlit þess eða þeirra, sem þau eru úr.
Árið 1912 fannst svonefndur Piltdown-maður í
Sussex í Englandi. Fannst beinahrúga í malargryfju.
Alfræðibókin „Encylopedia Britannica“ kallaði þetta
annan mikilvægasta fund steingervinga, er sýndu þróun
mannsins.
Mörgum árum seinna varð uppvíst, að þetta var gabb.
Kjálkinn var úr apa, en höfuðkúpan af nútímamanni.
Bein höfðu verið lituð og tennurnar sorfnar til að setja
á þetta elli og apasvip. En myndirnar voru komnar út
um víða veröld sem sönnun fyrir þróun mannsins.
Þótt Piltdown maðurinn sýni ekki þróun, sýnir hann
þá erfiðleika, eða ógeming þess að búa til með ná-
kvæmni fortíðarmann. Vísindamenn voru sumir efa-
blandnir, að Piltdown-maðurinn væri rarmsannur. Þó
liðu fjörutíu ár, þangað til honum var með öllu útskúf-
að. Nú hafa styttur hans verið teknar úr söfnum og
myndir af honum sjást ekki í bókum lengur. En skað-
inn, sem hann gerði: að eyða trú margra manna, varir
enn. Hefði aldrei átt að kenna það börnum, sem
áreiðanlegir vísindamenn töldu vafasamt, að væri
rétt.
Þá var það Nebraska maðurinn. Honum var eitt
sinn fagnað sem ættföður mannkynsins. Reyndar var
það aðeins ein tönn, sem fannst. En meira þurftu sum-
ir „sérfræðingar" ekki til að endurbyggja heilan mann,
sem leit út eins og þeir óskuðu sér. Líklega væri hann
enn að gera sköpunarsögu biblíunnar tortryggilega,
hefði ekki einhver uppgötvað, að tönnin var úr svíni,
en ekki manni.
Sögur þessar nægja sem aðvörun. Þær sýna, hve
miklar Iíkur eru til, að villur slæðist með í skýring-
ar, þegar þær verða að samsvara fyrirframmynd-
aðri skoðun.
Stærð heilans og stærðir og lögun beina eru notað-
ar til að ákveða þróunarstigið. Hafa verður í minni, að
mismunur þekkist nú á dögum. Bein úr nútíma dvergi
(pigmy) og negra í Ástralíu mundu verða mjög ólík
beinum úr körfuknattleiksmanni. Nota mætti þau til
að sanna annaðhvort þróun eða hrörnun, ef einhverjir
vissu ekki, að þeir voru samtíðamenn....
Fleira gerir torvelt að sanna, hvað eru steingervingar
úr mönnum. Eitt er það, að fólk hefur þann sið: að
jarða hina dánu í stað þess að láta þá liggja ofan á því
jarðlagi, sem þeir lifðu á og fóru um. Siður þessi getur
haft geysimikil áhrif eða afleiðingar í för með sér, ef
þeir hafa átt heima, þar sem uppblástur fer fram. Að-
eins með því að grafa hina dánu fáein fet niður í
jörðina, getur sett þá í allt annað jarðlag, sem myndast
hafði löngu fyrr. Á annað hefur líka verið minnst. . . .
Venjulega hafa myndast steingervingar undir miklum
þrýstingi. í venjulegum kringumstæðum rotna líkamir
nú á dögum. Vandamálið verður ennþá flóknara við
þá staðreynd, að venjulegast finnast beinin ekki þétt
saman, heldur dreifð út.
Við ofangreinda erfiðleika með tímasetningu aldurs
mannabeina bætist sú við, að aðrar sannanir fyrir
þróun annarra lífsmynda eru litlar fyrir hendi frá
þeim tíma, þegar jarðfræðingar halda, að maðurinn
hafi þróast. Reynt er að finna, hvenær þetta tímabil
var, með hliðsjón af veðurfars breytingum. Er þá ís-
öldin lykillinn að því, hve lengi það hafi staðið. Hins
vegar hefur verið talað um allt að fimm ísaldir í
Ameríku.
Reynt hefur verið að ákveða aldur minja frá síð-
ustu ísöld í Norður-Ameríku með því að nota svo-
nefnda „radiocarbon“ kenningu og prófun fornra ís-
aldar minja með henni. Þegar henni er beitt, lækkar
aldur fomra minja mjög mikið, miðað við thnasetningu,
sem framkvæmd er með eldri aðferðum. Þó eru góðar
sannanir fyrir því, að tímasetning þeirrar aðferðar er
of há... .
Taldar eru svo upp í bókinni margar aðferðir, sem
notaðar eru til að finna, hve hár er aldur steingerv-
inga. Sömuleiðis eru taldar upp þær steingerðu beina-
leifar, sem álitnar eru steingervingar mannlegra lík-
amshluta. En flest af því, sem sagt er um þær í bók-
inni, er of tæknilegt fyrir ritstj. Nlj. til að þýða, svo