Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 38
38
NORÐURLJÖSIÐ
hann til að þrengja sér nær Drottni. Þá gaf Drottinn
honum sigur, eins og hann lýsir svo skáldlega.
Vera má, að línur þessar beri fyrir augu einhverjum,
sem á í miklum erfiðleikum, jafnvel svo miklum, að
vonarskímu er hvergi að sjá.
Láttu ekki algerlega hugfallast. Hresstu þig upp í
Drottni Guði þínum eins og Davíð gerði.
En ef þér finnst eða þú veist, að þú hefur eklci verið
lýtalaus frammi fyrir Guði, ef samviskan áklagar þig,
þá mundu, að Drottinn Jesús hefur sagt: „Þann, sem
til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka.“ (Jóh.6.37.)
Lát hróp þitt berast til eyrna honum. Trúðu Guði,
treystu á hjálp hans. Sigurinn kemur að lokum, þótt
langur og harður verði bardaginn.
19. sálmurinn.
Höfundur þess undurfagra sálms er Davíð. Hann er
orktur til helgisöngs, til að vera notaður við guðsþjón-
ustur ísraels. Tjaldbúðin var enn guðsþjónustustaður-
inn.
2. vers: „Himnarnir segja frá Guðs dýrð.“ Þegar við
lítum upp til himins í heiðskíru veðri, sjáum við hann
segja frá Guðs dýrð.
„Festingin kunngerir verkin hans handa.“ „Ó, hve
fögur er að sjá alstirnd himins festing blá.“ Sé himinn-
inn fagur hér og stjörnurnar bjartar, ber þó enn meir
á dýrð himinsins í mörgum öðrum löndum. Einhvers-
staðar las ég, að við suðurskaut jarðar, þar sem loftið
er oft svo þurrt og rakalaust, sýnast stjömumar og
sólin miklu stærri en hér í norðlægum löndum. Hún sé
eins og stór, glóandi eldhnöttur.
Orðið hér að ofan: „festingin" er tekið upp úr 1
Mósebók, 1. kafla. En orðið festing merkir eitthvað,
sem er fast. Þetta var hugmynd Grikkja til foma. En
hebreska orðið, sem þýtt er festing vegna áhrifa grísku
spekinnar, merkir alls ekki eitthvað fast á hebresku,
heldur það, sem er þanið út, útþensla. Betri Iýsing verð-
ur ekki valin á himingeimnum en kalla hann útþenslu
eða blátt áfram geim. Þessi orð em í fullu samræmi við
staðreyndir og vísindi nútímans.
3. vers: „Hver dagurinn af öðrum mælir orð, hver
nóttin af annarri talar speki.“ Himingeimurinn, hvílík
birting speki Guðs er hann! þegar heiðskírt er á stjömu-
björtu kvöldi.
4. vers: „Engin ræða, engin orð, ekki heyrist raust
þeirra." Með mannlegum eynim greinast engin hljóð
frá fjarlægum sólkerfum. En þó segja sumir spakvitrir
menn, að sólkerfin muni mynda samhljóma, er þau
svífa um geiminn. Hljómar þeirra myndi slíka hljóm-
kviðu, sem Guð einn geti notið, en mannleg eyru gætu
eklci greint hana.
5. vers: „Og þó fer boðskapur þeirra um alla jörð-
ina og orð þeirra til endimarka heims. Röðlinum reisti
hann tjald á þeim.“
Boðskapur þeirra um tilvem skapara, visku hans og
almætti flytja himinljósin með sér. Þess vegna ritar Páll
postuli Rómverjum á þessa leið: ,,Hinn réttláti mun lifa
fyrir trú. Því að reiði Guðs opinberast af himni yfir sér-
hverjum óguðleika og rangsleitni þeirra manna, er drepa
niður sannleikanum með rangsleitni; með því að það,
er vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra, því
að Guð hefur birt þem það. Því að hið ósýnilega eðli
hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýni-
legt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið
af verkunum. .“ (Róm.1.12.—20.)
Hér verður að geta þess, að það er ævaforn trú, sem
líklega hefur byrjað í Babel, þar sem Babelturninn var
reistur, að stjörnurnar ráði örlögum manna. Fer það
eftir því, hvar sólin er stödd í svonefndum „dýra-
hring“ á himninum.
Ekki styrkir heilög ritning þessa trú. Hún boðar, að
það er Guð, sem stjórnar lífi þessa fólks, sem trúir á
hann og treystir á Drottin Jesúm sem frelsara sinn.
Hin trúin á örlagamátt stjarnanna er þá í raun og veru
nokkurs konar hjáguða dýrkun. Ættu þeir, sem trúa á
Drottin Jesúm, að vara sig á stjörnuspádómatrúnni.
„Röðlinum reisti hann tjald á þeim,“ himnunum.
Eins og tjaldið var og er algengur bústaður manna í
Austurheimi og víðar, þannig er líka himingeimurinn
bústaður sólar. Geislaglóð hennar ljómar um jörðina
og leiðir í ljós það, sem dulist hefur sjónum manna í
myrkri nætur.
8. vers: „Lögmál Drottins er lýtalaust, hressir sálina.‘
Sólarljósið hressir manninn, sem dvalið hefur í nætur
myrkri. Inn í siðferðismyrkur syndugra manna kemur
hressandi birta orða Guðs og hressir sál þess manns, er
vill njóta birtunnar, sem ljómar frá orði Guðs. „Indælt
er ljósið augum, sem það þrá.“
„Vitnisburður Drottins er áreiðanlegur, gerir hinn
fávísa vitran.“
Það þroskar vitsmuni mannsins, gerir hann vitrari
en ella, þegar hann kynnist vitnisburði Drottins í heil-
agri ritningu. Hann vitnar þar um sjálfan sig. Hann
vitnar einnig um manninn. „Þekktu sjálfan þig?“ sagði
grískur spekingur til forna. Orð Guðs veitir okkur
sanna þekkingu á sjálfum okkur, gerir okkur vitrari
en ella.
9. vers: „Fyrirmæli Drottins eru rétt, gleðja hjartað.“
Ef við leitumst við að fylgja fyrirmælum Drottins, þá
er ekki alveg víst, að okkur finnist það alltaf gleðiefni
að gera það, sem Drottinn býður. Það verður ekki fyrr
en vilji okkar er alveg lagður svo undir Guð, að við
getum sagt eins og skjaldsveinn Jónatans, sonar Sáls,
er hann vildi fara yfir til varðflokks Filista: „Vil ég
það eitt, er þú vilt.“ Þetta gat virst anað í dauðann, en
foringja sínum vildi hann fylgja og varð hluttakandi
í sigri Jónatans yfir þessum varðflokki.
„Boðorð Drottins eru skír, hýrga augun.“ Augun
verða hýr, gleðin frá Guði fer að speglast í þeim, þegar
hjarta mannsins er hamingjusamt, af því að Guð gefur
manninum gleði í hjartað.
10. vers: „Ótti Drottins er hreinn, varir að eilífu."
Ritningin hefur margt að segja um ótta Drottins. Hann
er ekki skelfing, ekki hræðsla, heldur það hugarástand,