Norðurljósið - 01.01.1978, Side 41
NORÐURLJÖSIÐ
41
mentið, getur séð þar, hve margsinnis Guð svaraði
bænum ísraelsmanna og forfeðra þeirra, þegar þeir
hrðpuðu til hans.
í nýja testamentinu má nefna brúðkaupið í ICana,
þegar Drottinn Jesús heiðraði trú móður sinnar og
breytti vatni í vín. Marta fékk líka að sjá dýrð Guðs,
er hún trúði, og Drottin Jesús reisti upp Lasarus
bróður hennar. Traustið á bænheyrslu er leiðin til
bænheyrslu, (Markll.24.): „Hvers, sem þér biðjið og
beiðist, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og þér munuð
fá það.“
6. grein: Til þín hrópuðu þeir, og þeim varð bjarg-
að, þér treystu þeir og urðu ekki til skammar.“
Ritningin segir frá mönnum, sem bókstaflega hróp-
uðu til Drottins. Bænarefnið hvíldi svo þungt á hjart-
anu, að róleg orð nægðu ekki, heldur varð að hrópa.
Þegar menn biðja þannig, af því að þeim liggur málið
svo þungt á hjarta, þá sér Drottinn, að þeim er alvara.
7. grein: „En ég er maðkur og eigi maður, til spotts
fyrir menn og fyrirlitinn af lýðnum.“ Varnarlausari
skepna en t.d. ánamaðkur, er ekki til.
Hebreska orðið, sem þýtt er maðkur, er notað um
lirfuna, sem skarlatsrauður litur er unninn úr.
Það er líka notað um manninn í syndugu ástandi
hans. (Job.25.6.) Það er notað um Krist hér og í dýpstu
niðurlægingu hans í Jesaja 41.14. Það er líka notað um
nagandi samviskukvalir. (Jesajal4.11.,66.24. Sbr.Mark.
9.43.-48.)
8. og 9. grein: „Allir þeir, er sjá mig, gera gys að
mér, bregða grönum og hrista höfuðið. „Fel málefni
þitt Drottni, hann mun hjálpa honum, hann mun
frelsa hann, því að hann hefur þóknun á honum.“
Hvernig þessi spádómur var uppfylltur af óvinum
Jesú, má lesa í Matt 27. kafla, 43.-49. grein. Óvinir
Jesú Krists vita það ekki, að þeir eru að uppfylla spá-
dóma um hann, þegar þeir spotta hann og svívirða.
10. og 11. grein. Samband Guðs föður og Jesú Krists
kemur hér berlega fram: „Já, þú leiddir mig fram af
móðurlífi, lést mig liggja öruggan við brjóst móður
minnar. Til þín var mér varpað frá móðurskauti, frá
móðurlífi ert þú Guð minn.“
Enn þá greinilegar kemur guðdómur Drottins vors
fram í spádómi Jesaja 7.14.: „Sjá, yngismær verður
þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel."
Það orð merkir: „Guð með oss.“
■ -12. grein. „Ver eigi fjarri mér, því að neyðin er
nærri, því að enginn hjálpar.“ Enginn gat hjálpað
frelsara vorum til að framkvæma endurlausnarverkið.
Eins og hann á sínum tíma mun aleinn dæma lifend-
ur og dauða, þannig varð hann líka aleinn að bera
syndir vorar á líkama sínum. Enginn maður gat tekið
svo mikið sem eina synd, eða eins manns á sig, því
að allir hafa syndgað.
13. grein. „Sterk naut umkringja mig,Basans uxar
slá hring um mig.“ Basan var frjósamt fjalllendi aust-
an Jórdan-ár. Þar voru stórar hjarðir villinauta. Mað-
ur, sem var umkringdur af þeim, hefur ekki átt sér
nokkurrar undankomu von.
14. grein. „Þeir glenna upp ginið í móti mér sem
bráðsólgið, öskrandi ljón.“ Satan er líkt við „bráð-
sólgið, öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann
geti gleypt.“ (lPét.4.8.) Án vafa er hér átt við andlega
óvini, ósýnilega öllum þeim, sem umhverfis krossinn
voru. En Drottinn vor sá þá vafalaust og þoldi hinar
ægilegu ásóknir þeirra. Auðvitað voru þarna jarðneskir
óvinir líka. En um þá er búið að tala áður í sálminum.
15. grein. „Mér er hellt út sem vatni, öll bein mín
eru gliðnuð sundur; hjarta mitt er sem vax, bráðnað
sundur í brjósti mér.“
Þessi grein sýnir, hve líkamsþróttur frelsarans þvarr,
er hann hékk á krossinum. Þetta er lýsing á algerri
örmögnun. En þetta leið hann til að geta nú, með
krafti upprisulífs síns, bjargað þeim, sem örmagnast
hafa hér á braut jarðlífsins. Nú getur hann gefið
„kraft h'num þreytta og gnógan styrk hinum þrótt-
lausa.“ (Jes. 40.29.) í upprisulífi sínu verður hann
aldrei þreyttur. Þess vegna getur hann miðlað þrótti
þeim, sem eru að örmagnast.
Hjarta hans gliðnaði, og blóðið fór út í gollurshús-
ið rétt áður en hann dó á krossinum. Þar skildist það
sundur, blóðkornin og vatnið urðu sitt í hvoru lagi.
Þess vegna kom út blóð og vatn, er hermaðurinn stakk
spjóti sínu í síðu hans.
16. grein. „Gómur minn er þurr sem brenndur leir,
og tungan loðir föst í munni mér, og í duft dauðans
leggur þú mig.“
Hví var munnur hans svo þurr? í Getsemane-garði
varð sviti hans sem blóðdropar, er féllu á jörðina.
Pílatus lét húðstrýkja hann. Aftur missti hann blóð.
Á krossinum hékk hann klæðlaus í snörpum hita vor-
sólar. Þorsti er hræðileg þjáning, þegar hann er á háu
stigi.
„í duft dauðans leggur þú mgi“, getur ekki táknað
það, að líkami Drottins yrði að dufti sem líkamir ann-
arra manna, því að líkami hans kenndi ekki rotnunar.
Þessi orð virðast tákna hina dýpstu niðurlægingu. Sann-
arlega var krossdauðinn það. Erum við fús til að þola
einhverja niðurlægingu vegna Krists?
17. grein. „Því að hundar umkringja mig, hópur
illvirkja slær hring um mig, hendur mínar og fætur
hafa þeir gegnumstungið."
Umhverfis kross Krists sátu rómversku hermenn-
irnir, sem gættu hans. Ættingjar og vinir máttu elcki
koma og taka hann niður af krossinum. Óvinir máttu
heldur ekki misþyrma honum með hnefahöggum eða
bareflum. En auk þessa voru krossfestir með honum
tveir illvirkjar. Vera má, að orðin eigi við þá líka
ásamt þessum hermönnum.
Hendur mínar og fætur hafa þeir gegnumstungið.
Þessi lýsing á krossfestingu er sannarlega innblásin af
Guði. Krossfesting þekktist ekki á dögum Davíðs.
18. grein. „Ég get talið öll mín bein, þeir horfa á
og hafa m:g að augnagamni." Bein Drottins gliðnuðu