Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 42
42
NORÐURLJÓSIÐ
sundur, er hann hékk á krossinum. Þetta þðtti óvinum
hans gaman að sjá., horfa á aflagaðan líkama hans.
Vonandi gerir fólk ekki gys að meðbræðrum sínum,
sem orðið hafa fyrir því, að slys eða sjúkdómar hafa
aflagað líkami þeirra.
19. grein. „Þeir skipta með sér klæðum mínum
og kasta hlut um kyrtil minn.“ Guðspjöllin öll skýra
frá því, að hermenn þeir, sem krossfestu Jesúm, skiptu
með sér klæðum hans. I spádómi einum eru þessi orð:
„Hann hefur skrýtt mig skikkju réttlætisins." „Ég
íklæddist réttlætinu, og það íklæddist mér,“ sagði Job.
Réttlátur var hann hið innra. Þess vegna var breytni
hans réttlát. Þannig var þessu farið um Drottin vom.
Hvað er það, sem menn hljóta fyrst að taka eftir,
þegar þeir sjá einhvem álengdar? Það er klæðnaður
hans., nema göngulag hans sé með afbrigðum frábrugð-
ið göngulagi annarra. Þá getur verið, að tekið sé fyrst
eftir því. En þeir, sem játa trú á Drottin Jesúm, eiga
að þekkjast á því, að breytni þeirra sé grandvör, orð
þeirra líka. Guð hjálpi okkur öllum til að skrýðast
skikkju réttlátrar breytni, bæði í orði og verki.
20. -22. grein. ,,En þú, ó, Drottinn, ver eigi fjarri!
þú styrkur minn, skunda msr til hjálpar., frelsa sál
mína (líf mitt) undan sverðinu, og mína einmana sál
undan hundunum. Frelsa mig úr ljónsgininu, og mína
aumu sál frá hornum vísundarins.“
Femt ógnar lífi hins þjáða: Sverðið, hundar, ljón
og vísundur. Þrennt hið fyrsta var notað á ofsóknar-
tímum þeim, sem mættu kristnum mönnum á fyrstu
öldunum þremur, meðan kristnin var að festa rætur
í Rómar-veldi, ef til vill allt. Bæn: „frelsa mig úr
ljónsgininu," er bæn um frelsun frá valdi Satans., sem
hafði „mátt dauðans.“ Hann, Drottinn Jesús, „fletti
vopnum tignirnar og völdin", segir í Kólossubréfi 2.15.
En tignir þessar og völd eru háttsettir, fallnir englar,
sem lúta valdi Satans.
Bæn Drottins Jesú var heyrð. Hann vann sigur.
Og „sigur þinn, Drottinn, er sigur minn.“ Dýrð sé
Guði!
25. grein. „í söfnuðinum vil ég lofa þig.“ Drott-
inn Jesús Iítur hér fram til þess tíma, þegar söfnuður
hans, sem hann hefur aflað sér með sínu blóði, (Opinb.
1.5.) er samankomin hjá honum í dýrð hans.
Þá er litið fram til komandi tíma í þeim hluta sálms-
ins, sem eftir er. Ættu lesendur Nlj. að lesa sjálfir
þann kafla.
25. sálmur, Davíðssálmur.
Þessi stutti sálmur bregður upp undurfagurri mynd
af lífi hirðis og hjarðar hans. Þetta þekkti Davíð vel
af eigin reynslu. Risttjóri Nlj. þekkir líka vel af sjálfs
sín reynslu, hvað það er að gæta fjár. Fjárgeymsla
hans fór samt fram með allólíkum hætti eða aðferð
en Davíð notaði.
Líklega þykir sumum, sem taka sér „Norðurljósið“
í hönd, betra að geta lesið sálminn hér heldur en að
fara að ná í biblíu eða nýjatestamenti með Sálmum
prentuðum á eftir því. Hann skal því birtur hér.
1. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.
2. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.
3. Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
4. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
5. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum;
þú smyr höfuð mitt með olíu;
bikar minn er barmafullur.
6. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Hvað þjáir marga íbúa jarðar allra mest? Kúgun,
fátækt, sjúkdómar, áfengi, fíknilyf mætti nefna. En
er það samt ekki öryggrsleysi, sagt með einu orði?
Reyni menn að rýna inn í framtíðina, þá veit enginn,
hvað getur borið að höndum.
Þeir, sem fyrir trú á Drottin Jesúm Krist eiga
hann sem hirði, þurfa ekki að þjást af kvíða, skorti
á öryggi. Þeir vita, að einhvern veginn greiðir hann
fram úr vandamálum þeirra, ef þeir fela honum þau.
Hans lausn verður hin besta, þótt hún fari ekki ávallt
eftir óskum mannsins. „Þú getur treyst manninum, sem
dó fyrir þig,“ var einu sinni viturlega sagt við sál, er
átti í mildum erfiðleikum.
Ef þú. lesari minn, hefur aldrei eignast Drottin
Jesúm sem hirði þinn, viltu þá ekki koma einmitt nú
til hans og biðja hann að taka þig að sér, vera þinn
Hirðir. Það gefur sálu þinni öryggi og hjarta þínu frið.
24. Sálmur. Davíðs sálmur.
1. grein: Drottni heyrir jörðin og allt, sem á henni
er, heimurinn og þeir, sem í honum búa.
Sérhvert mannsbarn á jörðu er leigjandi Guðs, sem
er alveg háður honum. Þótt við bendum á eitthvað og
segjum: „Þetta er mitt,“ þá er það í raun og veru
eign Guðs. Hver gaf okkur lífið? Hver hefur gefið
okkur vit, heilsu og krafta til að eignast eitthvað?
Er það elcki Guð? Gjafir þessar getur hann tekið frá
okkur, ef honum sýnist.
2. grein: Því að hann hefur grundvallað hana á
hafinu og fest hana á vötnunum. Hér segir höfundur
þeirrar bókar, sem ég styðst við að nokkru leyti, að,
hér sé átt við þurrlendið, sem er ofar vötnunum, höfun-
um á jörðinni. Sbr. sköpunarsöguna, þegar Guð greindi
að höf og þurrlendi.
5. grein: Hver fær að stíga upp á fjall Drottins, hver
fær að dveljast á hans helga stað? Hér mun átt við
Móríafjallið, Zíon, þar sem Davíð setti tjaldbúðina,
er hann flutti sáttmálsörk Drottins heim til sín.
4.-6. grein: „Sá sem hefur óflekkaðar hendur og
hreint hjarta, eigi sækist eftir hégóma og eigi vinnur
rangan eið. Hann mun blessun hljóta frá Drottni og
réttlætingu frá Guði hjálpræðis síns. Þessi er sú kyn-