Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 45

Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 45
NORÐURLJÓSIÐ 45 Blindum augum gefin sjón Eftir S.E. Goodge. S.G.J. sneri á íslensku. 1. kafii. Hjarta hennar Jennifer Allen sló hratt. Hún reyndi að stilla hjartsláttinn, sem hún féklc, er hún heyrði, að snarpt var drepið á dyr. Á eftir kom lágt dumphljóð, er bréfin duttu niður á gólfmottuna. Skólastelpan, systir hennar, hrópaði áköf: „Ég skal fara!“ Hún þaut upp frá matnum til að ná í morgun- póstinn. Hún kom aftur með handfylli af bréfum og leit á þau í skyndi, meðan hún gekk inn. „Herra Allen, herra Allen“ muldraði hún. Þá rak hún upp siguróp: „Hérna kemur það! Ungfrú Jenni- fer Allen, og það er höndin hans Jóns á því!“ Hún ýtti bréfinu að systur sinni. „Hérna, opnaðu það fljótt, Jenna! Hefur hann staðist prófið?“ ,,Það skal ég segja þér eftir andartak," sagði Jennifer hlæjandi. Hönd hennar skalf ofurlítið, er hún tólc við bréfinu. Hvaða fréttir mundi Jón hafa til að segja henni? spurði hún sjálfa sig. Hún var með hníf og reyndi að opna umslagið. Foreldrar hennar og Rósa María, sem var ung, biðu með eftirvæntingu og þögn, meðan Jennifer, sem reyndi að vera róleg, las það, sem unnusti hennar hafði skrifað. Síðan rak hún upp dálítið hamingjuóp. Það gaf fjölskyldunni til kynna þetta, sem hún vildi vita. „Hann hefur náð því!“ hrópaði Rósa María og klapp- aði saman lófunum. „Góði, gamli Jonni! Ég vissi, að hann mundi ná því!“ Jennifer, sem nú hafði náð valdi yfir sér, byrjaði með rólegri röddu, sem hún vonaði að væri nægilega laus við hreykni, að segja frá smáatriðum þess árangurs, sem unnusti hennar hafði náð. Hún gat þó ekki dulið glóð hreykninnar, sem breiddist yfir ásjónu hennar. „Jón hefur lokið prófi sínu með mesta heiðri. Hann hreppir Hope-Windsor verð’aunin, sem eru hundrað guineur. Og — “ ,,Húrra,“ hrópaði Rósa María. „Hundr að guineur!“ Jennifer hélt áfram að lesa, en með nokkrum vand- ræðasvip. Hann segir líka, að sér hafi hlotnast hin allra hæstu verðlaun. En hann ætlar að segja mér frá því, þegar hann finnur mig í næstu viku. Hvað skyldi hann eiga við með þessu? Móðir hennar brosti og leit til hennar. Ég býst við, að hann eigi við það, að hann hafi áunnið sér eigin- konu, Jennifer. Nú getur hann farið að tala við þig um að undirbúa brúðkaupið." „Auðvitað gerir hann það,“ greip Rósa María fram í. „Með hundrað gínum getur hann haldið alveg stórkostlegt brúðkaup, er það ekki? Hvenær heldur þú, að það muni verða, Jenna? Og í hverju á ég að vera sem brúðarmær?“ „Einmitt núna á stundinni verður þú í gagnfræða- skólakápunni þinni og leggur af stað í skólann,“ sagði herra Allen með uppgerðar hörku. „Það er kominn tími fyrir þig að fara, annars missir þú af strætisvagninum.“ Rósa María leit skelfd á klukkuna og flýði. Þegar hún var farin, reis herra Allen á fætur og ræskti sig. Með tignarlegri hreykni tilvonandi tengda- föður hóf hann upp hamingju-óska ræðu. Hafði hann hugsað mikið um hana fyrirfram. Það var greinilegt. „Ég hef alltaf sagt það, Jennifer, að Jón Williams væri einna bráðgáfaðastur meðal ungra vísindamanna sem þetta land á, fyrirhugaður til frægðar og frama á þeirri starfsbraut, sem hann hefur valið sér, og að hann — —“ „Komdu, Karl,“ greip konan hans hógværlega fram í og lagði höndina á armlegg hans. „Það ert þú, sem verður of seinn núna, ef þú verður ekki bráðlega kom- inn af stað til skrifstofunnar.“ Herra Allen leit á úrið sitt. Með tígulegum flýti bjóst hann af stað til skrifstofunnar. Frú Allen sóð hjá hon- um til að sjá um, að hann gleymdi engu. Jennifer var skilin ein eftir með bréfið sitt og hamingju sína. Hún leit á það aftur og las hin ljómandi orð þess einu sinni enn. „Ó, mamma!“ hrópaði hún hrifin aftur, þegar móðir hennar kom inn. „Er þetta ekki dásamlegt!” Hún faðm- aði að sér móður sína, og faðmlagið var hlýlega endur- goldið. Hún gekk síðan til herbergis síns og þrýsti bréf- inu fast að brjósti sér. Hún horfði með ljóma í aug- unum á stóra mynd af Jóni. Það var karlmannlegt and- lit æskumanns, sem brosti til hennar. I hjarta hennar hringdu litlar hamingju klukkur. „Dásamlegur, dásamlegur piltur!" hvíslaði hún, tók upp myndina og þrýsti kossi á kalt glerið. „Lokið prófi með mesta heiðri. Hann er efstur, hreppir Hope Wind- sor verðlaunin. Ö, Jón, Jón minn!“ Hún setti myndina niður, gekk um gólf og raulaði lag. Reyndar var það Brúðkaups-göngulagið eftir Mendelsohn. Hún roðn- aði, er hún hugsaði um sjálfa sig sem frú Williams. Aðeins fáeinir dagar. Þá mundi hún hitta hann eins og var ráðgert. Þá mundu þau tala um það, hve hon- um gekk vel, um framtíð hans og framtíð þeirra sam- an. Hann mundi þá segja henni, hver voru þessi „allra hæstu verðlaun," sem hann hafði nefnt. 2. kafli. Verðlaunin hæstu. Þau stóðu sitt hvoru megin við borðið, strengd og þögul. I lófanum var Jennifer með vasaklútinn sinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.