Norðurljósið - 01.01.1978, Side 46

Norðurljósið - 01.01.1978, Side 46
46 NORÐURLJÖSIÐ og bjó til kúlu úr honum. Henni fannst þetta vera vondur draumur, sem hún mundi losna við, er hún vaknaði. En þetta var sárt, satt og raunverulegt. Það gat varla átt sér stað, að hún hafði fyrir hálfri stundu gengið inn í herbergið glöð, hamingjusöm og hrifin af tilhlökkun, varpað sér í faðm Jóns og fundið varir þeirra mætast í löngum, hrifningar kossi. Síðan höfðu þau rætt námsárangur hans, hlógu sæluhlátri yfir honum. Þá kom fregnin, sem henni fannst splundra öllu sem sprengikúla. Hún leit upp. Spenna og þreyta spegluðust í svip hennar, er hún leit á unnusta sinn. ,,Jón,“ sagði hún þróttlítið og reyndi að halda jafn- vægi í rómnum: ,.Allt þetta, sem þú segir mér nú, það er mér sem rothögg. Ég fer að velta fyrir mér, hvort ég geti haldið áfram núna.“ Það var löng þögn hjá þeim, þögn, sem titraði af bældum tilfinningum. Þá mælti Jón Williams rólega, en meira bar á mjúka, welska framburðinum hans vegna þess, hve mikið hann fann til: „Ég veit, að þetta er þér erfitt, Jennifer, og ekki létt fyrir þig að skilja það. En þetta, sem nýlega kom yfir mig, hefur alveg gerbreytt viðhorfi mínu til lífsins. Það hef ég reynt að segja þér. Þess óska ég af öllu hjarta mínu, að þessi mikla reynsla, sem ég hef öðlast, gæti einnig hlotnast þcr, svo að þú gætir séð þessa hluti á sama hátt og ég sé þá.“ „Sé þetta það, sem þú kallar, Jón, hin allra hæstu verðlaun, þá er ég hrædd um, að ég skilji það ekki þannig. Ég get ekki skilið rökfærslu þína. Ö, Jón! það er blátt áfram ekkert vit í þessu. Hér stendur þú við upphaf mikillar starfsbrautar, einn af allra gáfuðustu vísindamönnum í öllu landinu" — það var grátraust í kverkum hennar, er hún hafði upp þessi hreyknisorð föður síns — „og þú talar um að fleygja þessu öllu frá þér til þess að verða prestur. Ég segi þér Jón Williams, það er blátt áfram ekkert vit í þessu.“ „Ég sé vit í þessu, Jennifer," mælti ungi maðurinn af mikiIJi einlægni. „Mcr eru þetta hin hæstu verðlaun. „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni?“ Ó, Jennifer, Jennifer, getur þú ekki skilið, hve mikilvægt þetta er mér?“ Það var sár beðni örvæntingar í málrómi unnusta hennar. En hún varð aðeins til að herða Jennifer. „Ég get séð, hvað þetta mundi leiða yfir mig,“ sagði hún í örvæntingu. „Það leiðir af sér, ef ég giftist þér, að ég verð kona fátæks manns og dæmi sjálfa mig til hins þrönga hrings á sveita-prestsetri. Ég fer með þér til að heimsækja daunilla sveitabæi, klípa í kinnar smábarna og spyrja mömmuna, hvernig henni líði. Nei, Jón, þetta er ekkert líf handa mér, og ég blátt áfram get þetta ekki..“ „Þú gætir það, Jennifer, ef þú fyndir, að þú værir kölluð til þess.“ Jennifer hló. Hlátur hennar var harður og hvellur. „Jæja, ég er ekki kölluð til þess. Þú býst við of miklu af mér." ' ^ „Það er ekki ég, sem vænti alls þessa af þinni hálfu, heldur Sá, sem æðri er en ég. Ég — “ Hún þaggaði niður í honum með því að veifa hend- inni og stóð reið upp af stólnum, sem hún hafði fleygt sér á. „Jón, ég hef hlustað á allar þínar ófullnægu skýring- ar tilraunir. Þú hefur blátt áfram brjálast." „Jennifer, ég fullvissa þig um, að ég er meira heil- vita en ég hef verið nokkru sinni fyrr á ævinni. Ég hef komið auga á ljós, og ég vil fylgja því. Ég finn, að ég verð að fylgja því.“ „Þá skaltu fylgja því aleinn, Jón, ég get ekki orðið þér samferða. Ég neita því að flækja mig í fávisku þinni.“ Beisk tár gremju sviðu hana í augun. Hún kafroðnaði af sjóðheitri blygðun, er hún hugsaði til þess, er hún kæmi heim til fólksins síns og yrði að segja því, hvernig draumamir hennar björtu og vonirnar hennar höfðu splundrast. Þær höfðu fyllt allt hennar unga líf. Alda ákafrar gremju skall yfir hana, er hún horfði á mann- inn, sem henni fannst hafa dregið sig ofan í dýpi niður- lægingar. Sem í sjónleik reif hún hringinn af fingri sér og kastaði honum á borðið fyrir framan hann. „Þetta eru endalokin. Vertu sæll, Jón.“ Hún forsmáði hnar- reist að líta á hann, skálmaði framhjá honum að hurðinni, lauk henni upp og gekk út um dyrnar á brott úr ævi hans. Andartak stóð hann þar sem steini lostinn út af öllu, sem svo snögglega hafði gerst. Ösjálfrátt tók hann hringins upp af borðinu, hélt honum nöggvast i lófa sínum. Hann horfði á blettinn, þar sem hún hafði stað- ið örstuttu áður. Hann leit á þær dyr, sem lokast höfðu á eftir konunni, sem hann unni svo heitt. Hún var farin. Þetta voru endalokin, endalok svo margra, margra hluta. Þá féll hann á knén. Tár komu honum ekki á augu. En hendurnar, sem hann þrýsti að enni sér, titruðu, svo sterkar voru tilfinningar hans nú. „Ö, Drottinn ICristur,“ stundi hann. Er þetta það, sem það verður að kosta mig? Verð ég að missa Jenni- fer mína, af því að ég fann þig?“ Með beygðu höfði og brestandi hjarta úthellti hann angist sinni frammi fyrir Drottni. Hann gat ekki gefist upp. Hann varð að hlýða kallinu, sem tekið hafði hann tökum, þegar boð- skapur fagnaðarerindisins hafði borist í skólann hans. Hann hafði strengt þess heit: að leggja allt sitt líf við fætur Krists, að leggja allt á altari hans. Það virtist, að nú yrði hann að missa Jennifer, skilja hana eftir. En hann var aðeins einn hinna mörgu, sem í tvö þúsund ára sögu kristninnar, hafa yfirgefið allt og fylgt Kristi. Hann varð að halda áfram. Hann reis á fætur. Hann þreifaði eftir biblíunni. Hann fletti blöðum hennar. Hann leitaði huggunar, styrks og leiðbeininga í bókinni, sem honum var orðin svo dýrmæt. Boðskapur hennar kom skýr og ákveðinn til hans. Hann sá með eigin augum boðskap Meistar- ans: „Enn er himnaríki lílct kaupmanni einum, sem

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.