Norðurljósið - 01.01.1978, Side 47

Norðurljósið - 01.01.1978, Side 47
NORÐURLJÖSIÐ 47 leitaði að fögrum perlum; og er hann hafði fundið eina dýra perlu, fór hann og seldi allt, sem hann átti og keypti hana.“ Hann lokaði bókinni. Spennan öll og streitan yfir- gáfu hann. Augu hans voru róleg og skær, er hann horfði út um gluggann á þögulan, friðsælan himin- inn. Sál sína hóf hann til Hans, sem býr hið efra. Er hann stóð þarna, virtist honum hönd, sem nagli hafði verið rekinn í gegnum, vera lögð á öxl hans. Hún var mild, styrkti hann og jók honum hugrekki. 3. kafli. Samkoman. Þrjú ár eru liðin. Jennifer er farin að heiman. Hún er orðin rithöfundur, sem semur sögur, er birtast í tímaritum fína fólksins. Henni hefur gengið frábær- lega vel. Tekjur hennar eru góðar. Hún býr í lítilli, þægilegri íbúð, sem er vel búin að húsgögnum. Um- hverfið er úthverfi stórborgar. Hún á stóran hóp af vinum. Gagntekin er hún af starfi sínu. Þar er hún á braut framkvæmda, og er ánægð með sjálfa sig. Hún ritar undir nafninu „Jana Ascott". Meðal bókmennta- manna er hún vel kunn. Lýðhylli hennar vex jafnt og þétt meðal lesenda hennar. — Getur hún óskað sér nokkurs frekar, spyr hún stundum sjálfa sig. Er nokkuð meira til að eignast en það, sem hún nýtur nú, spyr hún stundum sjálfa sig. Líf hennar í sveitinni, þar sem æskuheimili hennar var, það er fortíðar saga. Foreldra sinna vitjar hún þó við og við. Vinátta henn- ar við Jón Williams var nú minning, sem var gleymd. Kæmi hún henni í hug, leit hún á hana sem heimsku- pör æskunnar, gerði það með mildu brosi. Haustkvöld þetta hugsaði Jennifer til vinstúlku sinn- ar, Yvette, sem bjó í eigin íbúð á næstu hæð fyrir ofan. Er hún sá hana síðast, en það var daginn áður, var Yvette alls ekki heilbrigð. Hún fékk stundum afleit kvefköst, sem lögðu hana í rúmið í einn eða tvo daga, þótt henni batnaði fljótt aftur. Jennifer ákvað að skreppa upp til Yvette og vitja um hana. Hún drap á dyr. Óstyrk rödd sagði henni að koma inn. Sá hún þá, hvar Yvette sat í morgunsloppi, saman hnipruð í hægindastóli. Ó, Yvette,“ hrópaði Jennifer samúðarfull. ,,Þú ættir að vera í rúminu." „Nei, nei, mér líður betur, ef ég sit í stól,“ svaraði Yvette þreytulega. „Er nokkuð, sem ég gæti náð í fyrir þig?“ spurði Jennifer kvíðafull. „Nei, þakka þér fyrir, Jana,“ svaraði Yvette. (Allir þekktu Jennifer með rithöfundar-nafninu, og þeir köll- uðu hana Jönu.) „Ertu viss um, að það sé alls ekkert, sem ég get gert?“ Yvette hugsaði sig um snöggvast, síðan mælti hún hikandi: „Tæja, það er eitt. Gætir þú farið stutta ferð í stræt- isvagni fyrir mig?“ „Já, fúslega," svaraði Jennifer skjótt. „Viltu láta koma skilaboðum fyrir þig?“ „Nei, ég þarf að láta ná í smápakka. Það er efna- blanda, sem verksmiðjan var að framleiða handa mér. Ég sagði, að ég mundi sækja hana í dag. Mér lá mjög á að fá hana, vegna einhvers, sem ég var að búa til.“ Yvette bjó til frábærlega fagra, litla skartgripi. „Verður nokkur við þar núna?“ „Já, ég gekk þannig frá því, að ég gæti ekki sótt þetta að degi til, yrði það skilið eftir hjá næturverð- inum.“ „Hvar er þetta þá?“ „Hjá John Medhurst, Ltd., Rochester stræti.“ Yvette gaf henni svo fullkomnar leiðbeiningar, hvar verksmiðj- an væri. „Þú getur farið með vagni að strætishorninu. Þetta er aðeins tuttugu mínútna akstur.“ Jennifer lagði þegar af stað. Yvonne lét þakklætis mótmæli fylgja henni. Hún náði í rétta vagninn, fór úr honum á horni strætisins og nam staðar til að litast um. Það varð henni undrunar efni. að þessir tveir borg- arhlutar, sem voru svo nálægt hvor öðrum, gátu verið svo gagnólíkir. Hér voru strætin sóðaleg og dimm. Þarna voru lítil hús í löngum röðum á samhangandi landspildu. í baksýn gnæfðu yfir þau háir reykháfar verksmiðjanna, sem voru alltaf sístarfandi. Hún fann John H. Medhurst Ltd. og náði í pakk- ann, sem hún setti undir handlegg sér. Erindi hennar var lokið. Hún gekk hratt í átt að strætisvagninum. Úr umhverfi þessu vildi hún losna svo fljðtt sem væri auðið. Er hún fór fyrir götuhorn, sá hún stðra auglýsingu, sem bar mikið á. Með stórum, ljósgrænum stöfum stóð þar, að haldin yrði mikil heimatrúboðs samkoma í sal þar í grendinni. Það, sem stöðvaði Jennifer, var nafn ræðumanns og myndin undir því: „Sérstök heim- sókn séra Jóns Williams." Þetta var sem afturganga úr fortíðinni. Hún stóð kyrr sem væri hún orðin rótföst og horfði lengi á manninn, sem hún eitt sinn hafði elskað. Það var sem áskorun skini úr svipnum. Hún stóð sem gróin við jörðina. Hún þekkti naumast andlit- ið, sem horfði svo djarflega frá auglýsingunni. Þetta var samt hinn sami Jón Williams, en, þó, svo breyttur. Hann var eldri að sjá og svo þroskaður. Hann virtist hafa misst yndisleik sveinsins, er eitt sinn hafði töfrað hana. Þetta var ásjóna karlmanns, sterks manns. Það var þróttur, festa og lífsorka umhverfis hann. Henni fannst hún sjá glampa einkennilegs, nýs ljóss innri sigurs og hamingju í augum hans. Hún hélt áfram. Gamlar minningar komu sem flóð- alda. Hún fékk sársauka sting í hjartað. Hún minntist djúprar ástar þeirra. Hún minntist átaksins, sem það kostaði hana, er hún sleit sig frá honum. Hún minnt- ist þess, er hún hafði lokað hurðinni. Þá greip hana sterk freisting: að lægja dramb sitt, snúa við og gera tilraun að höndla það aftur, sem hún hafði fleygt frá sér. En þrjóskur viljinn bar hana áfram út á strætið og á brott frá lífi hans. En mörg voru beisku tárin, sem

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.