Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 50
50
NORÐURLJÖSIÐ
var dálítið vonsvikin, örg, jafnvel dálítið beisk. Það var
sorglegt, að ljómandi gáfum Jóns skyldi vera sóað á
svona smámunalegan hátt. Með svona ævi, hverju gæti
hann búist við að koma til vegar?
Jæja, hún hafði séð hann og heyrt. Hún hafði hlust-
að á predikun hins fræga Jóns Williams. Hún hafði
ski’ið hana eftir kalda, er frá var talin stundarhrifning.
Nú gat hún farið heim og óskað sjálfri sér til hamingju
með, að hún hafði staðið hana af sér, að varanleg
áhrif voru engin. Hvorki Jón Williams eða predikun
hans höfðu nokkurt gildi fyrir hana. Köld í hjarta,
jafndauð andlega sem áður, gekk hún ofan tröppurnar
og út að strætinu.
Hún leit á úrið sitt. Það var ekkert áliðið enn.
Hugsandi stóð hún á strætiskantinum. Síðan hélt hún
áfram.
Rámt óp heyrðist, ískur í hemlum. Ofbirta dans-
andi Ijósa einhvers staðar innan í höfði hennar. Síð-
an kom myrkur og dauðaþögn.
5. kafli.
I sjúkrahúsi.
Hún var með höfuðverk og stingandi þraut í aug-
unum. Hún lauk þeim upp — og sá ekki neitt. Hún
reyndi að setjast upp, en fann, að hún hafði ekki
þrótt til þess. Þá sagði þýð rödd rétt ofan við höfuð
hennar:
„Það er ekkert að yður. Liggið bara kyrr.“
„Hvar er ég?“ spurði Jennifer með veikum rómi.
„Þér cruð í sjúkrahúsi. Slys kom fyrir, og þér vor-
uð fluttar hingað. Við urðum að binda um andlit yðar
og byrgja augun. Hafið engar áhyggjur. Reynið aðeins
að vera róleg.“
Hún lá kyrr og reyndi að átta sig. Smám saman
rifjaðist allt upp, eða sumt af því.
Salurinn, samkoman, gangan niður tröppurnar, hróp
einhvers — hávaði, Ijós, þrautir.
Eftir nokkra stund var henni borin fæða, og hjúkrun-
arkona mataði hana. Eftir það heyrði hún aðra rödd,
sem var róleg, en rödd yfirboðara. Hún fór að spyrja
hana. Hún var spurð að nafni. Hún nefndi það, Jana
Ascott. (Hún var þegar spurð: „Hvað, hún Jana Ascott.)
heimilisfang hennar, ættingjar osfrv.
Þá kom spuming, sem í sjálfu sér sýndi Jennifer
mikið: „Þér voruð með dökk gleraugu. Þurfið þér
að nota þau af einhverri ástæðu? Það virtist ekkert
sérstakt við þau nema það, að þau vom lituð?“
Jennifer saup hveljur ofurlítið. Auðvitað, hún hafði
komið úr salnum og gleymt að taka þau af sér. Inni í
salnum hafði hún orðið þeim svo vön, að utan dyra
stóð henni á sama um þau.
Hún svaraði ekki. Hvað gat hún sagt? Ritningarorð-
in, sem Jón hafði vitnað til, hljómuðu í eyrum hennar:
„Hví Iæst þú vera önnur en þú ert?“
Deildar-hiúkrunarkonan var skarpvitur. Eftir litla
bið grunaði hana, að leyndarmál eitthvert lægi á bak
við þetta. Hún spurði hana ekki meir (henni til mikls
léttis), en hélt áfram:
„Bráðabirgða rannsókn okkar leiðir ekki í ljós, að
bein hafi brotnað eða nokkuð þess konar. En þar sem
þér eruð nú færar um það, mun einn af læknum okkar
athuga yður nákvæmlega og gefa skýrslu."
Deildar-hjúkrunarkonan yfirgaf hana þá. Eftir
nokkra stund kom hún aftur með sjúkrahúss-lækni.
Rannsókn hans var gagnger, og hann spurði margra
spurninga, en mælti síðan:
„Jæja, ungfrú Ascott, þér voruð mjög lánsöm, að
þetta varð ekki verra. Engin bein brotin, engin inn-
vortis meiðsl, enginn heilahristingur. En það sem
veldur mér verulegum áhyggjum, eru þessi brotnu sól-
gleraugu.... Andlit yðar og enni skárust af glerbrot-
um, og nú verðum við að vera viss um, að engar flísar
hafi farið í augu yðar. Á morgun verðið þér fluttar
í augnlækninga sjúkrahús. Þeir geta þar athugað yður.
Nú. kjúkrunarkona, gefið þér henni — “ Hann sagði
eitthvað í Iágum hljóðum og fór.
Jennifer var gefin tafla, og eftir nokkra stund
sofnaði hún.
Hún vaknaði við glamur í dislcum og tal um morgun-
verð.... Hún fann, að hún var orðin svöng. Máltíðar
sinnar naut hún, þótt hún væri mötuð. Með óstyrkum
hlátri spurði hún, hvað það væri, sem hún borðaði.
Hún gat ekki séð matinn, og komst að því, að hann
þekktist ekki síður á útlitinu en bragðinu.
Aftur var hví’dartími. Þá sagði rödd við hana: „Við
erum nú tilbúnar að taka yður. Lyftið nú upp hand-
leggjunum og haldið yður.“ Vafið hafði verið vel utan
um hana, henni lyft upp og hún lögð á börur. Síðan
var hún flutt út í sjúkrabifreið og farið með hana í
algeru myrkri í leyndardómsfulla ferð. Hún heyrði
blásturshijóð í strætisvögnum og bifreiðum, stansað
og lagt af stað aftur, sem táknaði bið vegna umferðar-
ljósa. Síðan kom hristingslaus akstur eftir bogadregnum
vegi. Þá var hún aftur lögð á börur, borin eftir ein-
hvers konar gangi og loks Iátin varlega niður í mjög
velkomið rúm.
Hún var síðan flutt í myrkvað herbergi. Þar rannsak-
aði sérfræðingur augu hennar vandlega.
„Hum,“ sagði hann aðeins. Það gaf ekki mikið til
kynna. Síðan heyrði hún, að hann sagði: „Hjúkrunar-
kona, látið á hana umbúðirnar aftur. Látið hana vera
eins og hún er í viku til, þá skal ég líta á hana aftur.“
Hún var flutt aftur í rúmið. Þar lá Jennifer og
hugsaði. Vika í viðbót. Þeir segja ekki mikið á þessum
stöðum.
Hún fór að velta því fyrir sér, hvernig hún gæti haldið
út í heila viku í algeru myrkri, nálega skilin frá öllu,
sem var að gerast í heiminum. Mundi foreldrum henn-
ar hafa verið tilkynnt slysið? Mundu þau koma til að
heimsækja hana og hvenær? Þá varð hún vör við
einkennilegt hljóð, sem virtist koma frá sjúklingi
í næsta rúmi. Skjálfandi rödd gamalmennis var að
syngja í næsta rúmi: