Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 51

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 51
NORÐURLJÓSIÐ 51 „Fegursta saga, fegursta lag, Frelsarans lofgerð dag eftir dag.“ Söngurinn hætti, og röddin ávarpaði Jennifer. „Líður þér betur, góða mín? Þetta er dásamlegur staður. Allir eru góðir við þig. Ö, við höfum öll svo mikið að vera þakklát fyrir.“ Jennifer vissi eklci alveg, hverju hún ætti að svara þessu. Röddin hélt áfram: „Ég býst við, að eitthvað af fólki þínu komi til að heimsækja þig á morgun. Það er heimsóknardagur þá.“ Jennifer svaraði, að henni hefði skilist á deildar- hjúkrunarkonunni, að náð hefði verið sambandi við foreldra hennar, og einhver mundi koma og heimsækja hana þennan sama dag. „Þá verður þeim auðvitað hleypt inn undir eins. Ég býst við, að foreldrar þínir séu mjög kvíðandi út af þér. Ég býst við, að maður komi í heimsókn til mín núna síðdegis. Hann er eiginlega nokkuð sérstakur vin- ur minn. Þar sem hann er hér aðeins fáeina daga, og verður sennilega farinn á morgun, bað ég hann að koma í dag, ef hann gæti. Ég veit, að þeir hleypa honum inn. Hann sagðist mundu koma.“ „Það verður mjög gaman fyrir þig,“ sagði Jennifer óstyrk. Dagurinn leið hljóðlega áfram. Árla síðdegis heyrði Jennifer fótatak nálgast rúmið sitt. „Heimsækjendur að finna yður, ungfrú Ascott,“ mælti glaðleg rödd hjúkrunarkonu. Jannifer fann, að um hönd hennar var gripið af hendi, sem titraði dálítið. „Ó, vesalings Jennifer mín,“ hvíslaði móðir henn- ar. Hún fann heit tár falla niður á arm sér. „Hafðu engar áhyggjur, móðir mín,“ sagði Jenni- fer hetjulega. „I raun og veru er ég alls ekkert meidd. Þeir þurfa einungis að láta mig hafa bindi fyrir aug- unum dálítinn tíma. Er pabbi hérna?“ „Jú, ég er hérna, telpa mín,“ sagði herra Allen og skákaði fram alúð, sem hann beint fann ekki fyrir. „Jæja, stúlka mín, það lítur út fyrir, að þú hafir verið í stríði, reifuð svona í umbúðum." Jennifer svaraði með hlátri. „Ég býst við, að það sé hræðilegt að sjá mig. En þetta er ekki mikið í raun og veru.“ Hún reyndi að setjast upp í rúminu og undraðist, að hún gat það. En með hægð lét móðir hennar hana leggjast aftur á bakið. Þeim var leyft að dvelja hjá henni í tíu mínútur og rabba við hana. Þeim létti mikið, er þau fundu, hve heilbrigð hún var. Þau fóru. Grannkona hennar hé’t áfram þá að tala við hana. „Það gleður mig, að þau gátu verið hjá þér stund- arkorn, góða mín. Nú verða þau ekki áhyggjufull út af þér.“ Jennifer samþykkti það. Gamla konan hélt áfram: „Nú kemur minn gestur bráðum." Það brá fyrir hreykni og tilhlökkun í rómnum. „Ó, hann er dásamleg- ur maður! Ég á honum svo mikið að þakka. Það var hann, sem leiddi mig til Drottins, góða mín, og fyllti líf gamallar konu af gleði. Lofaður sé Drottinn!“ Jennifer þagði. Þessi mál voru utan við skilning hennar. „Hérna kemur hann!“ hrópaði gamla konan. Gengið var föstum skrefum eftir sjúkrastofunni. Karlmannsrödd heilsaði gömlu konunni. „Halló, frú Biggs, hvemig líður þér núna? Mér þykir leitt, að þú ert á þessum stað. En mér skilst, að þeir hafi gert dásamlega hluti fyrir þig.“ Hjartað í Jennifer hætti nærri að slá. Hún þelckti þessa rödd. Það gengur alveg ágætlega með mig, þakka yður fyrir, herra Williams. Það er dásamlegt, hvernig þessi aðgerð í sambandi við skýið, hefur gefið mér sjónina aftur eftir öll þessi ár. Ég get í raun og veru séð yð- ur núna. Ég hafði elcki hugmynd um, að þér væruð svona fallegur, þótt ég hefði mátt vita það.“ Gesturinn hló. Hláturinn var glaðlegur. „Svona, svona, frú Biggs, þú mátt ekki vera með svona smjað- ur.“ Jennifer heyrði hann ná í stól. Síðan heyrðist ómur af samtali. En hún komst ekki hjá því að heyra orð og orð öðru hvoru. Hún hrökk við, er hún fann, að sterk hönd greip um hönd hennar, og röddin, sem hún mundi svo vel, sagði við hana: „Og hvernig líður yður í dag? Frú Biggs segir mér, að þér séuð nýkomin hing- að, sem betur fer ekki mikið slösuð, þrátt fyrir þessa hrúgu af umbúðum.“ Röddin brást Jennifer. Hálsinn á henni varð þurr, og hún gat ekki komið upp orði. Hún var hrædd um, að Jón mimdi þekkja hana. Síðan spurði hann: „Er það nokkuð, sem ég gæti gert fyrir yður á ein- hvern hátt?“ Jennifer hristi höfuðið steinþegjandi. Hann talaði í fáeinar mínútur. Síðan sagði hann: „Vilduð þér, að ég bæði fyrir yður?“ Jennifer brá svo mjög, að hún gat elrki svarað. Hann 'eit á þögn hennar sem samþykki. Hún fann sterlra, hughreystandi hönd grípa um hönd hennar aftur. Hún heyrði rödd hans, fulla lotningar, úthella þakkar- gjörð fyrir það, að hún hafði verið varðveitt frá meiri meiðslum. Hann sárbað Guð að gefa, að hún mætti brátt verða heilbrigð, og að þessi sjúkrahússlega hennar yrði sál hennar verkfæri náðar Guðs til að færa hana nær Guði. , „Jæja, nú verð ég að fara. Hann klappaði á hönd hennar í kveðjuskyni. Ég sé yður aftur, þegar ég kem um helgina. Mér hefur tekist að koma annarri heimsókn til frú Biggs að.“ Síðan var hann farinn. Jennifer stóð sig að því, að leggja við eyrun til að heyra síðasta óm- inn af fótataki hans, er það fjarlægðist. 6. kafli. Næstu daga sá Jennifer meir og meir af lífinu nýja. öguð af reynslu sinni, ásamt nægum tíma til að hugsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.