Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 53

Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 53
NORÐURLJÖSIÐ 53 hafði sagt þá um morguninn, að umbúðirnar skyldu fjarlægðar. Jón mundi því sjá hana, eins og hún var, þegar hann kæmi næst. Hvað mundi hann halda um hana? Mundi honum finnast, að hún hefði verið að blekkja hann? Það hafði hún ekki gert af ásettu ráði. Allt var þetta keðja kringumstaöðna. Nú sá hún sjálfa sig í spegli. Það var í fyrsta skipti, síðan slysið vildi til. Það var Guðs miskunn, hve lítil merki slyssins sáust á andliti hennar. Þar voru fáein hármjó ör, sem mundu hverfa. Líka nokkrir marblettir, sem hún mundi fljótlega losna við. Sem kraftaverk hefði gerst voru engar varanlegar skemmdir á augunum. En henni var sagt, að hún hafði fengið alvarlegt tauga- áfall. Hún mundi þurfa langa hvíld í næði úti í sveit. Hugsanir hennar snerust nú að því, að hún mundi að líkindum sjá Jón aftur. Það mundi verða feimnis- fundur fyrir þau bæði. En hún var frelsuð frá þessu. Næsta morgun fékk frú Biggs bréf, sem gerði hana hrygga. ,,Ó, hamingjan góða!“ sagði hún hrygg við Jennifer. „Hann kemur ekki. Hann þarf að vera á ráðstefnu og getur ekki komist hingað.“ Þessar fréttir ollu Jennifer mikils léttis. Hún losnaði þá við óþægilegar kringumstæður. Samt gat hún ekki dulið sjálfa sig þess, að þær ollu henni sárum von- brigðum. Nú mundi hún ekki sjá hann. Ef til vill mundi hún aldrei hitta hann aftur. Þetta samband hans við hana hafði verið stutt. Samt hafði það valdið þátta- skilum í ævi hennar. Nú hyrfi hann henni fyrir fullt og allt. Þetta yrði refsing hennar, sagði hún full af eftirsjá, fyrir það, að hún hafði brugðist honum, þegar hann bauð henni að fylgja sér á þessari nýju braut, sem hann fann, að hann var kallaður til að ganga. Hún hafði staðið gegn honum, hafnað bæn hans og látið hann einan ganga sína leið. „Hann minntist á þig,“ sagði frú Biggs. „Hann biður mig að segja, að honum þyki leitt að geta ekki hitt þig. Það gleður hann mjög að vita, að þú hefur fundið Drottin sem frelsara þinn. Hann ætlar að skrifa þér bréf í næstu viku, þegar þú ert orðin fær um að lesa það. Ég sagði honum, að þú byggist við að verða senn laus við umbúðirnar.“ Hann ætlaði þá að skrifa, kurteislegan, lítinn miða einungis. Hjarta hennar þráði heitt hlýju, ástúðlegu setningarnar, sem fy’lt höfðu bréf Jóns á kærum, löngu dánum dögum! Fáum dögum síðar fór Jennifer úr sjúkrahúsinu. Hún kvaddi frú Biggs ástúðlega, sem ekki var fjarri tár- um, þótt hún reyndi að dylja það með mælskuflóði. Jennifer lofaði að koma og heimsækja hana, þegar hún væri komin aftur í íbúð sína. Hún ætlaði fyrst að dvelja nokkrar vikur við sjávarsíðuna. Hún hafði hugsað sér að dveljast heima hjá sér. En læknarnir höfðu ráðlagt henni, að hún skyldi breyta til og fara í nýtt umhverfi. Hún hafði því valið sér rólegt hús, sem gestir gátu dvalið í. Hún hafði lesið um það í kristilegu tímariti. Það var við sjóinn. Allen-hjónin urðu fyrir vonbrigðum, er hún gat ekki komið til þeirra. En þau samþykktu, að fyrst af öllu yrði hún að ná sér fullkomnlega. Það yrði að vera áhugamál allra. Þau skrifuðust oft á við hana og tóku fljótt eftir, að dóttir þeirra var eitthvað orðin breytt. „Hún hefur breytst, síðan hún varð fyrir slysinu," sagði faðir hennar, þegar hann sat við arineldinn og ræddi. „Hún er rólegri og miklu alvörugefnari,“ sagði móðir hennar.“ „Það var leiðinlegt — “ hún þagnaði og stundi við. „Ég veit það,“ sagði herra Allen hugsandi, „það var leiðinlegt, að hún sleit trúlofun þeirra Jóns, varst þú að hugsa um. Hann var góður piltur. En auðvitað gat Jennifer ekki fylgt honum í þessari nýju vitleysu hans. Þau voru betur komin sitt í hvoru lagi eftir það.“ „Ég veit ekki,“ svaraði kona hans hægt. ,,Það eru kaflar í bréfum Jennifer, sem koma mér til að gruna, að hún sé farin að hugsa á sama hátt. Ég heyri, að Jóni gangi ágætlega í þjónustu sinni og sé orðinn frægur maður.“ „Hann hefði orðið frægari, hefði hann haldið áfram á starfsbraut sinni,“ mælti herra Allen óþýðum rómi. „Sá ungi maður olli mér miklum vonbrigðum." „Jæja, það sem á að verða, það verður. Jennifer fær rétta manninn einhvern tíma.“ 8. kaflli. Bréfasldpti. Þegar Jennifer var komin að sjónum, fór henni að finnast, að hún væri ný manneskja. Hún svaf betur, borðaði vel og heilsuroði kom í kinnar hennar. Hún fann litla fríkirkju. Þar fann hún, að hún átti vel heima. Hún naut þess í raun og veru að sækja guðs- þjónustur. Morgun einn kom bréf frá Jóni. Það hafði verið sent í sjúkrahúsið, en þaðan til hennar. Utanáskriftin var auðvitað „Ungfrú Jana Ascott." Hún las bréfið i einrúmi í herbergi sínu, sæl af því að sjá þessa kunnu rithönd aftur. Hann spurði, hvernig henni liði, sagði stuttlega frá því, sem hann hafði frétt af frú Biggs. Litla bók guðrækilegra ljóða lét hann fylgja og vonaði, að þau yrðu henni til gamans og gagns. Hún leit á ljóðin. Þau voru mjög blátt áfram, sum dálítið óunnin (sagði henni reynsla hennar af bók- menntum). En það var viðkvæmur áhugi í þeim, er snart hana. Þá sá hún, að í kverinu var miði. „Gætuð þér ritað eitthvað líkt þessu handa mér?“ J.W. Jana hrökk við og lét bókina falla í lcjöltu sér. Nú stóð hún andspænis má'i, sem hún hafði verið í efa um. Það var starfsbraut hennar. Hún var farin að finna, að vinsælu sögurnar gæti hún ekki skrifað framar. Hugar- farsbreyting hennar gilti dauða gömlu Jönu Ascott og alls þess, er hún var. Jana hin nýja átti enga starfs- braut, heldur ekki lífsframfæri, jafnvel enga atvinnu. Þá hvarflaði að henni ný hugmynd. Guð var að kalla hana eins og hann áður hafði kallað Jón Willi-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.