Norðurljósið - 01.01.1978, Page 54
54
NORÐURLJÓSIÐ
ams (og eins og Kristur kallaði Matteus tollheimtu-
manninn) til að yfirgefa vinsæla og gróðvænlega at-
vinnu, en ganga götu þjónustu hans. Hún ætlaði að
skrifa, rita fyrir Drottin einan.
Það, sem eftir var dagsins, hugsaði Jennifer mikið
og bað. Hugsanir fóru að taka á sig mynd. Hún gaf
þeim tíma til að þroskast og skýrast, uns hún gat
séð með meiri vissu þá möguleika og tækifæri, sem
biðu hennar. Hún lagði hendurnar á ritvélina sína,
(sem hún hafði haft með sér til Chaveley), hneigði
höfuð til bænar og helgaði ritvélina og gáfur sínar
Guði. Hún hét því, að þetta yrði héðan af notað, eftir
því sem hann hjálpaði henni og leiðbeindi henni, hon-
um til dýrðar og áformum hans.
Daginn eftir vann hún lengi að litlu ljóði. En hún
kom fyrir miklum, andlegum sannindum í því, og það
bar með sér yndisleik fágunar, því að hún breytti því
og breytti því aftur. Hún stefndi að því marki; að gefa
Drottni hið allra besta og fólki hans. Allar gáfur gömlu
Jönu Ascott voru í því, en nú var þeim beint í nýjan
farveg og þjónustu æðra markmiði.
Hún sendi Jóni það og stutt bréf með. Óskaði hún
honum góðs gengis í starfi hans fyrir Drottin og þakk-
aði honum fyrir þann áhuga fyrir henni, sem hann
hafði sýnt. Svar hans kom aftur með pósti. Hann
þakkaði hlýlega fyrir ljóðið og hrósaði því. „Það er
mikilfenglegt, eitt hið besta, sem ég hef lesið.“ Hann
hvatti hana til að nota þessa miklu gáfu hennar í
fyllsta mæli í þjónustu Drottins.
Hún ritaði annað Ijóð og sendi honum það og
ennþá annað. Bréfaskiptin uxu, bréfin urðu lengri,
félagsskapurinn meiri, hlýrri. Jón fann, að hann væri
með nærfærni að rækta nýtt og frábært blóm í garði
Drottins, horfa á blómknapp springa út, sem gæfi
frá sér þann ilm, er hressa mundi margan einmana
pílagrím, sem þrammaði áfram í eyðimörk lífsins í
áttina til hinnar himnesku borgar. Hún skynjaði sín
megin, að hún væri að næra innra líf hans, hjálpa hon-
um til að endurnýja andlega orku sína, sem stöðugt
gekk út frá honum i sífelldu sliti og striti erfiðs starfs.
Hún leiddi hann aftur að uppsprettulindinni, heilögum
Anda, til hærri, yndslegri, himneskra hluta, sem hann
þarfnaðist til að svala sálarþorsta sínum.
Hún fann gleði í því að taka þátt í erfiði hans, því
að í bréfum sínum úthellti hann hjarta sínu fyrir henni,
er hann sagði henni frá erfiðleikum, vonbrigðum,
afturkippum, hervirkjum Satans og víggröfum illra
afla. Hún gerði þetta að innilegum bænarefnum,
gerði þetta að sínum byrðum líka. Hún ritaði honum
síðan mild, hughreystandi, uppörvandi orð, orð, sem
gerðu hann styrkan aftur, sterkan í krafti Drottins,
er hann fann, að hann háði ekki orrustuna aleinn,
heldur hafði Drottinn gefið honum jarðneskan skjald-
svein, er stöðugt studdi hann frammi fyrir hásæti
náðarinnar. Þannig óx samfélag þeirra, þótt fjarlægð
skildi þau að, því að þau voru samantengd í anda. —
Þá rann það upp fyrir Jóni dag nokkum, að hann yrði
að horfast í augu við þá staðreynd, að hann væri far-
inn að elska konu heitt, þótt hann hefði aldrei séð
auglit hennar né heyrt málróm hennar nema sem
hvísl. En sál hennar bjó geislandi í ljóma þessara
vélrituðu bréfa.
Þetta allt kom honum til að rannsaka hjarta sitt
frammi fyrir Drottni. Átti hann að rjúfa þetta indæla
samfélag? Það var Drottinn, sem hafði sent honum
það. Ennfremur, Drottinn hafði falið honum, það
virtist svo, þá miklu ábyrgð, að gæta þessa dásamlega
nýja blóms og hjálpa því til að vaxa. Hann fann
ábyrgð sína í þessum félagsskap þeirra, sem Guð
hafði komið til vegar, að það væri eitthvað, sem hann
gæti gert fyrir hana. Hann vissi, að hún hafði fundið
svo margt, sem hún gat gert fyrir hann. Ef hann elskaði
hana, þá elskaði hann hana í Drottni.
Hvemig var þá með Jennifer? Hún var farin að læra
að bera til hans tilfinningar, sem hún vissi, að voru
langtum fíngerðari, göfugri og hreinni en ástin, sem
hún hafði lagt á hinn unga Jón Williams, bráðgáfaða,
unga námsmanninn. Tilfinningar hennar nú, gerði hún
sér ljóst, voru sálrænar. Andi svaraði anda og það var
hrifningarsæla í þessu sambandi þeirra, þótt þau væru
fjarvistum hvort öðru. Hún var nærri því hrædd við
að mæta honum, því að hún óttaðist, að það mundi
rjúfa þessa töfra. Hún fann það með hryggð, sem þó
var ánægju blandin, að Drottinn hafði komið til vegar
þessum sársauka fulla skilnaði þeirra áður, til þess að
hann á þessum seinni árum gæti bundið þau enn fastar
og innilegar saman á þennan æðri og heilagri hátt. En
Jennifer vissi ekki, að þetta var dásamleg aðferð
Drottins sjálfs til að þjálfa hana fyrir hlutverk hennar
í áformum hans, þegar hún væri fær um að leysa
þau af hendi.
Dag nokkurn greip Jón tækifæri, sem honum gafst,
að heimsækja gömlu frú Biggs, vinkonu sína. Hún var
nú komin aftur heim í litla heimkynnið sitt. Hann sótti
vel að henni. Hún var heilbrigð og hamingjusöm, full
af Iofgjörð til Drottins fyrir allt, sem hann hafði gjört
fyrir hana. Er þau sátu og ræddu saman, minntist frú
Biggs á Jönu.
Hún sendi mér mynd af sér, svo að gömlu augun
mín gætu séð hana eins og hún er nú. Ó, hún er
indæl stúlka, herra Williams."
„Hún er það með vissu,“ samþykkti Jón. Eitthvað
lcom honum til að bæta við: „Mér mundi þykja gaman
að sjá myndina. I raun og veru hef ég aldrei séð hana,
eins og þú veist, heldur aðeins umbúðimar.“
„Hún er þarna yfir á borðinu. Mig furðar, að þú
skyldir ekki taka eftir henni, þegar þú komst inn. En
auðvitað er það eins og þú segir, að þú mundir elcki
hafa þeklct hana.“
Hann hafði hjartslátt. Hann gelck yfir gólfið. Hann
nam staðar við borðið. Hann tók upp ljósmyndina.
Nú sæi hann Jönu, eins og hún var í raun og veru.
Hann sneri myndinni að birtunni. Hann varð öldungis
ráðþrota. Hann nærri missti myndina niður. I myndina